Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 14
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Aðalsteinsson Brekkugötu 38, Akureyri, sem andaðist aðfaranótt föstudagsins 29. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Alda Þorgrímsdóttir Ómar Garðarsson Rannveig Benediktsdóttir Smári Garðarsson Páll S. Garðarsson Sigurður Ö. Guðbjörnsson Eydís Garðarsdóttir Bjarni Einarsson Viðar Garðarsson Sigríður Á. Viðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og tengdamamma, Magnea Guðný Stefánsdóttir Bragavöllum 4, 230 Reykjanesbæ, lést fimmtudaginn 4. ágúst sl. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Þorsteinn Ívar Sæmundsson Dagný Gísladóttir Eysteinn Eyjólfsson Stefán Magnús Jónsson Ester Sigurjónsdóttir Hildur Björg Jónsdóttir Rúnar Eyberg Árnason Sigursteinn Þorsteinsson Helma Þorsteinsdóttir Erlingur Reyr Klemenzson ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Ágústsson íþróttakennari á Laugum, Suður- Þingeyjarsýslu, andaðist miðvikudaginn 27. júlí sl. Útförin fer fram í dag, þriðjudaginn 9. ágúst, í Hallgrímskirkju kl. 13.00. Elín Friðriksdóttir Ágúst Óskarsson Helga Sigurðardóttir Hermann Óskarsson Karín M. Sveinbjörnsdóttir Knútur Óskarsson Guðný Jónsdóttir Una María Óskarsdóttir Helgi Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, Halldóra Sigurðardóttir lögfræðingur Flyðrugranda 8, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst síðastliðinn. Hulda Pétursdóttir Þórdís Sigurðardóttir Ólafur Jens Sigurðsson Ingibjörg S. Kolbeins Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steinar Guðmundsson Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 15. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Minningarsjóð Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis, s: 530 6100. Anna Steinarsdóttir Gísli Ársæll Snorrason Magnús Steinarsson Eygló Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnhildur Richter Bústaðavegi 79, lést föstudaginn 5. ágúst á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 11.00. Kristján, Þórdís, Ingibjörg, Ragnhildur og María Richter og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, Kristinn S. Daníelsson vélvirki, Klettagötu 2, Hafnarfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta líknarfélög njóta þess. Áslaug Hafsteinsdóttir Steingrímur Kristinsson Aðalsteinn Jörgensen Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ingvarsdóttir andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 15.30. Egill Rúnar Friðleifsson Sigríður Björnsdóttir Erla Friðleifsdóttir Ingvar Birgir Friðleifsson Þórdís Árnadóttir Guðmundur Ómar Friðleifsson Sigrún Jakobsdóttir Þóra Lovísa Friðleifsdóttir Hallur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma og systir, Þórunn H. Felixdóttir kennari og námsráðgjafi, lést á Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. ágúst klukkan 15. Felix Valsson Þórunn Helga Felixdóttir Áslaug Felixdóttir Bergur Felixson og Ingibjörg Guðmundsdóttir Hjartkær frænka okkar, Guðrún Gísladóttir Nóatúni 29, 105 Reykjavík, andaðist 3. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík (DAS). Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd frændsystkina, Lísa Guðjónsdóttir Jóhanna Jónsdóttir Magnús Marteinsson. 53 WHITNEY HOUSTON söngkona er 53 ára.„Þegar ég ákvað að verða söngkona varaði móðir mín mig við því að ég yrði mikið ein. Í raun erum við það öll, einmanaleiki er hluti af lífinu.“ Fjórir ungir frumkvöðlar hafa komið á fót saltvinnslu- fyrirtæki á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Stefnan er að setja á markað íslenskt kristalsjávarsalt í næsta mánuði. „Við gerðum prufuframleiðslu fyrir hálfum mánuði og hún tókst mjög vel,“ segir Garðar Stefánsson, einn eigendanna. Að hans sögn er hugmyndin runnin undan rifjum Yngva Eiríkssonar verkfræðings og eins af stofnendum fyrirtækisins. „Yngvi fékk hugmyndina sumarið 2008 og tveimur árum síðar fékk ég að nýta hana í meistaraverk- efni mitt í nýsköpunar- og markaðsfræði,“ útskýrir Garðar. Félagarnir fengu síðar verkfræðinemann Björn Steinar Jónsson og hagfræðinemann Val Þráinsson til liðs við sig og hafa þeir síðan þá unnið að því að þróa hugmyndina. Meðal þess sem rak á fjörur félaganna voru skrif Lýðs Björnssonar um saltverksmiðju sem var á Reykjanesi í Ísa- fjarðardjúpi á 18. öld. Þar var jarðvarmi nýttur í fyrsta sinn við saltgerð. „Þá ákváðum við að endurvekja saltvinnslu á þessum stað og nýta sömu aðferð við gerð kristalsjávarsalts- ins,“ segir Garðar og þykist viss um að Saltverk Reykjaness sé eina saltvinnslufyrirtækið í heiminum sem noti þessa aðferð. „Hún er sú umhverfisvænsta, því aðrir nota gas eða brenna eldivið. Við erum allavega ekki að auka gróðurhúsa- loftegundir,“ tekur hann fram. Björn Steinar tekur við og lýsir framleiðslunni nánar: „Við dælum sjó úr Ísafjarðardjúpi á pönnur sem eru hit- aðar upp með rúmlega 90 gráðu heitu vatni. Það er notað sem varmi til að eima niður sjóinn á pönnunum. Eftir það þarf sjólausnin að ná ákveðnu hitastigi og saltmagnið þarf að verða 25 til 26 prósent svo við fáum kristalla. Það getur tekið langan tíma þar sem sjórinn í Ísafjarðardjúpi er aðeins með 2,5 til 3 prósenta saltmagn. Loks eru saltkristallarn- ir svo teknir úr saltlausninni og jarðvarminn nýttur til að þurrka kristallana.“ Saltverk Reykjaness hefur þegar hlotið margvíslega styrki, meðal annars úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, Rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Það, ásamt peningum sem við leggjum sjálfir í verkefnið, ætti að tryggja framleiðslu á allt að 20 tonnum af salti á ári en það á að anna eftirspurn á íslenskum markaði,“ segir Björn Steinar. „Það þýðir að til að byrja með verðum við að handvinna saltið sjálfir,“ segir Garðar. „Við ætlum að halda í þessa gömlu aðferð og vonum að þetta verði blómlegt fyrirtæki á Vestfjörðum í framtíðinni.“ Hægt er að fylgjast með upp- gangi fyrirtækisins á vefsíðunni www.saltverk.tumblr.com. hallfridur@frettabladid.is SALTVERK REYKJANESS: ENDURVEKUR ALDAGAMLA VINNSLUAÐFERÐ Umhverfisvæn saltvinnsla FRUMKVÖÐULL Garðar Stefánsson á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Í bakgrunni má sjá eitt þeirrra húsa þar sem saltvinnslan fer fram.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.