Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 19
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið9. ÁGÚST 2011 ÞRIÐJUDAGUR 3 Endurmenntun Íslands býður upp á tvær spennandi og hagnýtar námskeiðslínur. Þessar línur sem við bjóðum nú eru: Rekstur, stjórnun og markaðssetn-ing smáfyrirtækja – markviss leið, sem er 90 klukkustunda nám, og Lykilþætt- ir þjónustu – markviss leið, sem er 50 klukku- stunda nám,“ segir Erna Guðrún Agnars- dóttir, námsstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Það sem er sameiginlegt með þess- um línum er að það eru engin inntökuskil- yrði, kennt er í staðbundnum lotum þar sem hverju námskeiði lýkur áður en það næsta hefst. Kennararnir eru framúrskarandi og leggja áherslu á að þegar námskeiði er lokið komi þátttakendur út með þekkingu og tæki og tól sem hægt er að nýta strax. Þetta er í annað skipti sem við förum af stað með Rekstur, stjórnun og markaðssetn- ingu smáfyrirtækja og það er skemmtilegt að verða vitni að því þegar hugmynd fæðist og verður að veruleika eftir þátttöku í slíku námi. Fólk hefur einnig sótt námið til efla sig í sínu starfi og þá um leið auka samkeppnis- hæfni sína þannig að ástæður þátttakenda er mismunandi. Við erum að fara af stað í fyrsta sinn með línuna Lykilþættir þjónustu – markviss leið en við höfum orðið vör við að nám af þessu tagi vantar þannig að það er spennandi að byrja í haust. Viljum við ekki alltaf veita sem besta þjónustu svo ekki sé talað um að fá ætíð góða þjónustu,“ segir Erna Guðrún og brosir. Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja Námið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér uppbyggingu og mismunandi rekstrar- form smáfyrirtækja. Þar er meðal annars farið í algeng skattaleg mistök í fyrirtækja- rekstri og reikningshaldi og reiknings- skilum. Þá er farið í markaðssetningu og hvernig megi nota samspil samfélagsmiðla og vefmiðla við markaðssetningu og einnig hvernig leggja skuli grunninn að fyrstu aug- lýsingaherferð fyrirtækisins, svo eitthvað sé upp talið. Námið er kennt á haustmisseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laug- ardags. Námskeiðsgjald er 245.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 9. september 2011. Lykilþættir þjónustu Námsleið sem er ætluð öllum þeim sem starfa við þjónustu í fyrirtækjum og stofnun- um og þeim sem hafa áhuga á að auka þekk- ingu sína á því sviði. Markmiðið er að þátt- takendur öðlist hagnýta grunnþekkingu og færni í framúrskarandi þjónustu. Þeir læri um grunnatriði þjónustufræða, geri sér grein fyrir tengslum siðferðis og þjónustu, efli samskiptahæfni sína og sjálfstraust og þekki leiðir til að auka eigið öryggi við lausn ágreiningsmála, sem og að takast á við álag og streitu í starfi. Námið er kennt á haust- misseri 2011 og er kennt í þremur lotum en hver lota nær yfir tvær helgar, frá fimmtudegi til laugardags. Námskeiðsgjald er 145.000 krónur. Umsóknarfrestur er til 29. september 2011. Tvær hagnýtar námskeiðslínur á sviði reksturs og þjónustu „Kennararnir eru framúrskarandi og leggja áherslu á að þegar námskeiði er lokið komi þátttakendur út með þekkingu og tæki og tól sem hægt er að nýta strax,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. MYND/VALLI Hlín Gunnarsdóttir sótti nám- skeiðslínuna Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið, og sér ekki eftir því. „Ég er menntaður leikmynda- og búningahönnuður og starfaði við það um árabil, jafnframt leið- sögn við ferðamenn heima og er- lendis. Á einhverjum tímapunkti fæddist draumurinn um að bjóða upp á gistingu í heimilislegu um- hverfi gömlu húsanna við Grettis- götu, þar sem ég bý. Ég hafði enga þekkingu á viðskiptum og skráði mig því á námskeið fyrir konur í Stofnun og rekstur smærri fyrir- tækja hjá Brautargengi. Forsæla Apartmenthouse tók svo á móti fyrstu gestunum árið 2003. Eftir sjö ára starfsemi fannst mér þörf á einhvers konar örvun og nær- ingu fyrir reksturinn. Þá rakst ég á þessa spennandi námskeiðslínu hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Námið var vel uppbyggt og kennararnir mjög góðir, jafnvel reikningsskil og skattamál urðu skemmtileg,“ segir hún og hlær. Hlín segir að námið hafi virki- lega opnað nýjar víddir og aukið skilning. „Markaðssetning og aukin þekking á heimasíðugerð kemur að góðum notum. Mögu- leikar Fésbókarinnar voru opin- berun og margt fleira var í pakk- anum, gert til þess að hjálpa manni af stað eða styrkja í rekstri eigin fyrirtækis.“ Gróska í Forsælu Hlín Gunnarsdóttir segir námslínuna Rekstur, stjórnun og markaðssetning smáfyrirtækja – markviss leið, hafa opnað fyrir sér nýjar víddir og aukið skilning. MYND/HAG mt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ í febrúar 2011*samkvæ Allir sem hafa sótt námskeið hjá okkur síðastliðna nuði eru jákvæðir gagnvart Endurme12 má nntun.* Kynntu þér framboðið á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 Fjölbreytt og áhugaverð námskeið og námsbrautir Taktu ánægjuleg skref með okkur 100% jákvæðni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.