Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 20114 Hlutverk Opna háskólans í HR er að auka samkeppn-ishæfni og lífsgæði með því að bjóða fagtengda símenntun, stjórnendaþjálfun og aðrar hag- nýtar námsleiðir til lífstíðarlær- dóms utan hefðbundinna náms- brauta HR í samstarfi við akadem- ískar deildir HR og atvinnulífið,“ segir Guðrún Högnadóttir fram- kvæmdastjóri. „Hingað koma nemendur í nám en ganga út með nýja sýn og raunhæfar hugmyndir auk færni, kjarks og getu til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og tækifæri í okkar samfélagi. Tæplega níu þús- und þátttakendur sóttu viðburði á okkar vegum í fyrra og þátttaka er- lendra nemenda fer stöðugt vax- andi – með innflutningi nemenda og útflutningi kennara.“ Guðrún leggur áherslu á stöðuga þörf lífs- tíðarlærdóms. „Símenntun er hvati framfara – þannig gerum við þekkingu enn aðgengilegri, sem eykur skilning, sátt og sóknarfæri í okkar samfélagi. Fjöldi nýrra námsleiða er í boði við Opna há- skólann í haust og skráning hefur farið firna vel af stað.“ Salóme Guðmundsdóttir verk- efnastjóri segir að til viðbótar við fjölbreytt úrval námskeiða á haust önn hafi verið bætt við nýjum námsleiðum. „Þar má meðal annars nefna Mannauðs- stjórnun – HRE (Human Resource Expert) og Viðskipti um vefinn sem hefur verið unnið í nánu sam- starfi við sérfræðinga innan við- komandi greina til að mæta vax- andi eftirspurn eftir námskeiðum á þessum sviðum.“ Hún segir að Opni háskólinn bjóði einnig upp á sérsniðnar lausnir og aðlagi námskeið að þörf- um fyrirtækja og atvinnugreina. „Auk þess er í boði fjöldi opinna námskeiða fyrir stjórnendur í ís- lensku atvinnulífi. Við munum einnig í annað sinn bjóða upp á PMD-stjórnendanám HR sem er sérlega hentugt fyrir stjórnendur sem vilja efla hæfni sína með öfl- ugri námslínu, án þess að skuld- binda sig til margra ára náms.“ Hingað koma nemendur í nám en ganga út með nýja sýn og raunhæfar hugmyndir SÍMENNTUN ER HVATI TIL FRAMFARA Opni Háskólinn í HR býður fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn. Ýmsum nýjum og spennandi námsleiðum hefur verið bætt við og hefur skráning farið vel af stað. „Símenntun er hvati til framfara – þannig gerum við þekkingu enn aðgengilegri,“ segir Guðrún Högnadóttir hjá HR, sem er til hægri á myndinni, með henni er Salóme Guðmundsdóttur. MYND/GVA JAFNRÉTTI Í STEFNUMÓTUN OG STJÓRNUN Háskólinn í Reykjavík er með mjög hnitmiðaða og réttláta jafnréttisstefnu. Eins og segir á heimasíðu hans hefur skólinn frammistöðu og hæfni ávallt að leiðarljósi og gætir að jafnrétti í allri stefnumótun og stjórnun. Því er lofað að ekki sé nein mismunun liðin í sambandi við stöðuveitingar, laun eða starfsaðstæður vegna kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar eða stjórnmálaskoðana. Sérstök áhersla er þó lögð á kynjajafnrétti, unnið er að því að jafna kynjahlutföll í starfsmannahópum. Þar að auki er kynferðisleg áreitni ekki liðin í HR, en skólinn er með sérstakar siðareglur sem taka meðal annars á áreitni. ALÞJÓÐLEG KAFBÁTAKEPPNI Tólf nemendur úr Háskólanum í Reykjavík tóku þátt í alþjóðlegri kafbátakeppni sem fram fór í flotastöð bandaríska sjóhersins í San Diego. Keppnin kallast ROBO- SUB og lenti kafbátur íslensku nemendanna í fjórða sæti í keppninni. Um er að ræða sjálf- ráða kafbát sem er búinn tölvuviti og getur leyst af hendi hin og þessi verk- efni án þess að nokkur stýri honum. Í honum eru myndavélar, dýptar- mælar og aðrir skynjarar. Kafbáturinn var byggður og hannaður frá grunni af tölvunar- og verk- fræðinemendum og þótti smíðin svo nýstárleg og framúrskarandi að opinber bandarískur nýsköpunarsjóður lagði verkefninu til fimm milljóna króna styrk. BELLATRIX OG FÖNIX Í nýjum og glæsilegum byggingum HR við Nauthólsvík eru margir salir, fundar- herbergi og hópvinnurými þar sem allt er til alls. Öll rými í aðalbyggingunni bera heiti stjörnu eða stjörnumerkis. Bellatrix er þriðja bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Óríon og er í 24 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þvermál hennar er sexfalt þvermál okkar sólar. Bellatrix- fundarsalurinn tekur 138 manns í sæti og er stærsti salur HR. Dómsalurinn þar sem lögfræði er kennd heitir Fönix. Í stjörnumerkinu Fönix eru fjórar bjartar stjörnur sem sjást best frá suðurhveli jarðar. Aðalmóttakan og aðalrými HR heitir Sólin og fer vel á því. Jörðin fær ekki jafn veglegan sess því jörðin er gangur sem tengir saman tvær byggingar, Venus og Mars. www.f lugskoli.is 10 vikna kvöldnámskeið. Kennt 18:00-22:00. Hefst 5. september. 10 mánuðir. Kennt í dagskóla. Hefst. 5. september. Viltu miðla af eigin reynslu og verða betri ugmaður Hefst 12. september. Kvöldnámskeið. Viku kvöldnámskeið 17:00-22:00. Að auki 20 klst í ug ermi. Hefst 5. september. 10 vikna kvöldnámskeið. Kennt 17:30-22:00. Hefst 12. september. Veitir alþjóðleg réttindi. Kennt í dagskóla. áns ft já . Hefst 3. október.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.