Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 30
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... MBL FBL 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. blikk, 6. skammstöfun, 8. leyfi, 9. kverk, 11. samanburðart., 12. helgitákn, 14. beikon, 16. í röð, 17. mánuður, 18. til viðbótar, 20. átt, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. hjólbarði, 3. hvort, 4. fjölmiðlar, 5. léreft, 7. glataður, 10. eldsneyti, 13. er, 15. ávöxtur, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. eh, 8. frí, 9. kok, 11. en, 12. kross, 14. flesk, 16. hi, 17. maí, 18. enn, 20. nv, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. dekk, 3. ef, 4. pressan, 5. lín, 7. horfinn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. hes, 19. nú. Sæll Svarti Máni! Hvað dregur þig í mín aumu híbýli? Sæll Stórnefur! Ég kem í friði. Og til að slökkva þorsta minn! Ég vona að Svarti Máni sé ekki svo þyrstur að hann snúi höfðinu og hverfi út í nóttina með Stóru Dúndru! Tunga þín er veik Stórnefur! Það gerist aldrei! Strengir þú þess eið? Sýndu að þú standir við orð þín! Við skegg langömmu minnar! Gefðu mér eldvatn! Er einhver búinn að gleyma skeggi langömmu sinnar? Ha? Palli! Pierce! Sjáið þessi föt sem við fundum á markaðnum! Vá. Pils! Gallabuxur! Smóking-skyrtur! Við fundum meira að segja gamlan skátabúning! Frá- bært. Flott. Sorg- legt. Við ætlum að eyða restinni af deginum í að máta fötin og prófa! Börnin hitta jóla- sveininn Elsku amma. Fjölskylda Önnu er að fara til Grikklands í sumar. Pabbi Jónu er kafari svo þau eru að fara til Hawaii. Já, og Sandra og mamma hennar eru að fara í verslunarferð til New York í sumar. Á sama tíma er alltaf jafn mikið stuð hérna á sófanum! Það var kannski ekki svo góð hug- mynd að gefa henni þessi ferðapóstkort. ... einn bensíntank? Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: „Svona lala“ eða „allt í lagi“ en bæta svo við: „Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrak- fallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? SVO eru hin, sem segja töfrandi undrasögur, sem fylla eyrun af músík, nefið af lykt og hugann af fögnuði: „Þetta var dásamleg ferð, við upplifðum svo margt. Landslagið var heillandi. Ljósaskiptin voru hrífandi, dans skugga og sólstafa með ólík- indum. Lyktin var þrungin og skerpti ímyndunaraflið. Við fundum þessi fínu veitinga- hús og ég hlakka til að nota kryddið sem ég keypti.“ Hefur þú heyrt svona sögur, sem kitla huga og laða fram tilfinningar? Hverjir megna að segja svo heillandi frá? Hvað segja svona ferðasögur um förumanninn jákvæða? FERÐASÖGUR fólks eru ekki aðeins um Ítalíu, Þórsmörk eða Prag. Þær eru fremur frásögur eða túlkun á afstöðu og lífi sögu- manna. Fólk, sem segir frá litríkum ævin- týrum og getur jafnvel séð í illviðri tilefni til heilabrota, er fólkið sem er tilbúið til að opna á og upplifa dýptina. Þetta fólk er ekki fullkomið og lendir í sorgum eins og aðrir. Það verður fyrir sjúkdómum, þjáist og miss- ir ástvini sína í dauðann eins og við hin. En það hefur í sér þá getu og þjálfun, að geta séð skínandi perlur á sorgarhafsbotni, ljós- brot í myrkri, augnablikshamingju í hremm- ingum, greint hið hlálega í grafalvarlegum aðstæðum og numið hið dýrlega í veröldinni. Þau, sem segja bara sorglegar ferðasögur tjá oft fremur depurð eigin lífs en óhöpp farinnar ferðar. Sorgarsögur þarf auðvitað að segja og depurð þarf að tjá. En sálarháski leysist ekki með sorglegri ferðasögu! SVO hefur Guð líka sagt merkilega sögu um sig. Ferðasaga Guðs er ekki um lélegt hótel Jörð, töpuð greiðslukort og leiðinlega ferðafélaga, heldur um að lífið er litríkt ástarævintýri, vonbjart og fullt af ævintýr- um og furðum til að gleðjast yfir. GETUR verið að reisusaga sé gluggi að líðan og lífi þínu? Hvernig er annars ferða- saga þín? Segðu hana gjarnan því hún segir margt um hver þú ert. Hvernig var annars sumarfríið þitt? Hvernig er ferðasagan?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.