Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 4
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 08.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,7273 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,09 115,63 188,95 189,87 164,20 165,12 22,040 22,168 21,032 21,156 17,737 17,841 1,4812 1,4898 184,24 185,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í Fréttablaðinu í gær var sagt að umsagnarferli þingsályktunartillögu um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda væri 6 vikur. Hið rétta er að það er 12 vikur. LEIÐRÉTTING NÁTTÚRA Bæjarstjórn Hveragerðis hefur sent iðnaðarráðuneytinu kæru vegna útgáfu rannsóknarleyfa í Grændal í Ölf- usi. Leyfið var gefið út 10. maí og hefur sætt mikilli gagnrýni, þar með talið frá iðnaðarráðherra sem fór fram á munnlegan rök- stuðning fyrir veitingunni. Aldís Haf- steinsdóttir, bæj- arstjóri Hveragerðis, segir Hver- gerðinga mjög ósátta við að vera ekki umsagnaraðilar að málinu. Hluti rannsóknarsvæðisins sé innan bæjarmarka sveitarfélagsins og því eðlilegt og í samræmi við eðlilega stjórnsýslu að leita umsagnar þess. „Í öllu þessu ferli er sérkennilegt að Hveragerði sé ekki umsagnar- aðili þegar verið er að skipuleggja og gera áætlanir um stórfellda upp- byggingu virkjana í túnfætinum hjá okkur,“ segir Aldís. Þar á hún bæði við rannsóknir í Grændal, Græns- dal eins og heimamenn nefna hann, og virkjanir við Bitru. Aldís segir að virkjanir þar muni eyðileggja Reykjadal sem ferðamannasvæði. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er Hveragerðisbær ekki aðili að málinu, rannsóknar- svæðið sé innan Ölfuss. Sveitar- stjórn Ölfuss gaf rannsóknunum neikvæða umsögn. Aldís telur að skilyrðislaust eigi að vernda náttúruna í Grændal og Reykjadal og vísar til skýrslu Nátt- úru fræðistofnunar Íslands, en þar hafi Grændalur verið í hæsta vernd- unarflokki háhitasvæða og náttúran þar sögð á heimsmælikvarða. Leyfi var gefið út fyrir rann- sóknum bæði í mynni dalsins og botni hans. „Ef borað verður innst í Grænsdal kallar það á veglagn- ingu niður dalinn eða inn hann. Það er alveg sama hvernig maður snýr málinu, með því er búið að eyði- leggja svæðið,“ segir Aldís. Engu skipti hvort nýtanleg orka finnist þar eða ekki. Sunnlensk orka ehf. sækir um leyfi til rannsókna. Hveragerðisbær var á meðal eigenda fyrirtækisins þar til í vetur, en þá sagði bærinn skilið við það. „Við vildum ekki sjá virkjun þarna og hagsmunir Sunn- lenskrar orku og Hveragerðis fóru ekki saman.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra gagnrýndi útgáfu leyfisins á sínum tíma og í viðtali við Frétta- blaðið 4. júní sagði hún alla þurfa að stíga varlega til jarðar á meðan unnið væri að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. „Það er augljóst að það er eitthvað að í lagaumhverfinu ef þeir telja sig knúna til að komast að þessari niðurstöðu,“ sagði ráðherra þá. kolbeinn@frettabladid.is Kæra útgáfu leyfis frá Orkustofnun Hveragerðisbær hefur kært útgáfu rannsóknarleyfis fyrir boranir í Grændal til iðnaðarráðuneytisins. Hluti svæðis er sagður innan bæjarmarka en bæjarstjórn er ekki umsagnaraðili. Ráðherra bað um munnlegan rökstuðning fyrir leyfinu. BITRA Hvergerðingar hafa einnig gagnrýnt virkjanaáform við Bitru, enda eyðileggi þau Reykjadal sem útivistarsvæði. Hveragerði hefur kært útgáfu rannsóknarleyfis í Grændal. ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 23° 19° 18° 20° 18° 21° 19° 27° 20° 28° 29° 33° 20° 21° 21° 21°Á MORGUN yfi rleitt hæg A-læg eða breytileg átt FIMMTUDAGUR hæg A-læg átt en hvassara NA-til 11 11 13 10 10 14 11 10 7 109 3 4 3 6 3 2 2 2 2 6 2 13 13 11 14 12 11 11 10 1113 GRÍPTU DAGINN ! Víða verður bjart veður í dag og á morgun en dregur svo fyrir á fi mmtu- dag. Hægur vindur næstu daga, norð- læg í dag en snýst svo í austlæga átt. Veðrið verður að mestu þurrt fram á fi mmtudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti blæs á ákvörð- un Standard & Poor‘s (S&P) um að færa lánshæfismat ríkissjóðs niður úr toppflokknum AAA og segir vel gerlegt að ná tökum á fjárlagahallanum. Í ávarpi í gær freistaði Obama þess að sefa áhyggjur fjárfesta og almennings og sagði að almenn skynsemi og samstarf milli flokka væri lykilatriði í framhaldinu. Lækkun lánshæfismatsins ætti þó að knýja á um að breytingar yrðu gerðar á skattakerfi landsins og lífeyriskerfum á næstu mánuðum. „Markaðir munu rísa og falla, en þetta eru Bandaríkin. Sama hvað matsfyrirtækin segja þá höfum við alltaf verið og verðum alltaf ríki í hæsta flokki,“ sagði Obama. Tim Geithner fjármálaráð- herra vandaði S&P ekki kveðj- urnar og sagði að bandarísk ríkisskuldabréf væru enn örugg fjárfesting. Ákvörðun S&P sýndi fram á skort á dómgreind og þekkingu. Máli sínu til stuðn- ings benti Geithner á frammi- stöðu fyrirtækjanna í aðdrag- anda hrunsins, þar sem þau settu undirmálslán oft í hæsta flokk. Hin tvö stærstu matsfyrir- tækin, Moody‘s og Fitch, hafa ekki lækkað mat sitt á Bandaríkjunum. Repúblikaninn og forsetafram- bjóðandinn Mitt Romney reyndi að nota málið til að koma höggi á Obama. Hann skýrði hins vegar ekki frá því hvernig hann hefði sjálfur leyst vandann. Áhrif lækkunarinnar á hluta- bréfamarkaði vestanhafs voru þó áþreifanleg þar sem Dow Jones- vísitalan lækkaði um allt að 600 stig í gær og fór neðar en hún hefur gert síðan í nóvember. - þj Obama um óróleika í bandaríska fjármálakerfinu eftir lækkun lánshæfismats hjá Standard & Poor‘s: Segir Bandaríkin alltaf verða í hæsta flokki ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR ERFIÐIR TÍMAR Obama forseti segir Bandaríkin alltaf munu verða í fremstu röð, hvað sem matsfyrirtækin segja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRIÐARMÁL Kertum verður fleytt í kvöld til minningar um fórnar- lömb kjarnorkuárása Banda- ríkjanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í Reykjavík fer athöfnin fram við Tjörnina og hefst klukkan 22.30. Borgarstjóri mun flytja ávarp. Á Akureyri verður kertum fleytt á tjörninni við Minjasafnið. Áki Sebastian Frostason flytur ávarp. Nú eru liðin 66 ár síðan Banda- ríkjamenn vörpuðu sprengjunum á borgirnar tvær. Árásin á Hiro- shima var gerð 6. ágúst en 9. ágúst á Nagasaki. Alls dóu rúm- lega 160 þúsund manns í sprengj- unum og 10 til 50 þúsund í kjölfarið. - kóp Kertafleyting friðarsinna: Kjarnorkuárása á Japan minnst FÓRNARLAMBA MINNST Minningar- athöfn um kjarnorkuárásir Banda- ríkjanna á Japan verður í Reykjavík og á Akureyri í kvöld. Frá Reykjavíkurtjörn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Um þúsund stríðsglæpa- menn kunna að vera í felum í Svíþjóð. Lögregluyfirvöldum hafa bor- ist um 120 tilkynningar um slík mál frá 2006 en rannsókn þeirra tekur langan tíma. Hún er auk þess erfið þar sem oft þarf að fara á heimaslóðir viðkomandi. Í júlí síðastliðnum var meintum stríðsglæpamanni frá Rúanda sleppt en hafði þá verið í haldi í Svíþjóð í þrjú ár. Hæstiréttur taldi ekki forsvaranlegt að halda honum lengur á meðan beðið væri eftir úrskurði um brottvís- un. Tveir menn frá Balkanskaga hafa verið dæmdir í Svíþjóð vegna stríðsglæpa. - ibs Stríðsglæpamenn í Svíþjóð: Eitt þúsund ef til vill í felum DANMÖRK Yfirmenn í Danmörku eru minna stressaðir nú en fyrir tíu árum. Samkvæmt nýrri könn- un segjast átta prósent danskra yfirmanna vera stressuð en árið 2002 kváðust um 15 prósent vera haldin streitu. Störf yfirmanna þykja ekki vera minna krefjandi en áður. Bent er á að sýn yfirmanna á starf sitt hafi hins vegar breyst. Þeir eigi auðveldara með að hafna verkefnum og geri sér í meiri mæli grein fyrir mikilvægi þess að starfsmönnum líði vel í vinnunni. Stressaður yfirmaður sé auk þess slæm fyrirmynd. - ibs Yfirmenn í Danmörku: Færri haldnir streitu en áður Þjófur lokaður inni Lögreglan gómaði þjóf í Skipholti í Reykjavík í fyrrinótt þar sem hann var að brjótast inn í bíla. Hann var með þýfi í fórum sínum, meðal annars farsíma og mikið af skiptimynt. Hann var vistaður í fangageymslum og síðan yfirheyrður. LÖGREGLUFRÉTTIR Innbrot í Grafningi Brotist var inn í skemmu við Nesjar í Grafningi um helgina og þaðan stolið verkfærum. Einnig farið inn í bátaskýli við Svínahlíð í Grafningi en óljóst er hvort einhverju var stolið þaðan. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.