Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 8
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 FRÉTTASKÝRING: Hvað orsakaði vandræðin á evrusvæðinu? Opnunarfyrirlestur og matreiðslunámskeið í Maður Lifandi Borgartúni 24, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 18:00 til 21:00 | Verð aðeins 17.900 kr.* dagana 26. ágúst til 4. september með Lindu Pétursdóttur www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðasmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 hausthreinsun 10 daga innri Haustið kallar á að efna gömul heit um að bæta heilsuna og prófa eitthvað nýtt og ferskt. Ef þú finnur fyrir orkuleysi, höfuðverk, löngun í sykur, verki í liðum, færð oft kvef og vilt byrja að léttast - þá er tími til kominn að heilsa haustinu með tíu daga hausthreinsun. Námskeiðið inniheldur: Opnunarfyrirlestur og matreiðslunámskeið með Lindu fimmtudaginn 24. ágúst; bækling með hreinsunarleiðbeiningum, uppskriftum og innkaupalista; dagleg ráð og hvatning í tölvpósti á meðan á hreinsun stendur; aðgangur að Google stuðningshópi. Skráning: linda@simplewellbeing.com Nánari upplýsingar: www.madurlifandi.is *16.900 kr. ef þú skráir þig fyrir 17. ágúst Hlutabréfaverð hefur hrun- ið í helstu kauphöllum að undanförnu. Að baki liggja áhyggjur af framtíð evru- svæðisins og hagvaxtar- horfum á Vesturlöndum. Jafnframt virðast fjárfest- ar verða sífellt svartsýnni á að það takist að leysa fyrir- liggjandi vanda. Fréttablað- ið heldur áfram að fjalla um titringinn á mörkuðum og tekur hér fyrir evrópsku skuldakreppuna. Skuldakreppa hefur skekið stoðir evrusamstarfsins síðustu misseri. Kreppan hófst í lok árs 2009 þegar áhyggjur vöknuðu hjá fjárfestum af mikilli skuldabyrði nokkurra ríkja evrusvæðisins og getu þeirra til að standa undir henni. Fyrst um sinn beindust sjónir manna aðallega að Grikklandi en staða ríkisfjármála var einnig sér- staklega slæm á Írlandi, í Portúgal, á Spáni, Ítalíu og í Belgíu. Opin- berar skuldir ríkjanna voru miklar og fjárlagahalli þeirra hár í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þá var viðskiptajöfnuður, mismunur út- og innflutnings, neikvæður hjá þeim öllum. Eftir því sem áhyggjur fjárfesta mögnuðust hækkaði ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa þessara ríkja. Kröfur á bréf krísuríkjanna fóru verulega upp fyrir kröfur á bréf hinna ríkja evrusvæðisins. En eftir því sem ávöxtunarkrafa skulda- bréfa hækkar verður erfiðara að borga niður skuldirnar. Að sama skapi hækkaði skuldatryggingaálag ríkjanna, sem mælir í raun líkurnar á greiðslufalli, talsvert. Þá lækkuðu matsfyrirtækin lánshæfismat sitt á evrópskum ríkis bréfum. Í eitt og hálft ár hafa leiðtogar evruríkjanna, hinna ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) og stjórnend- ur Evrópska seðlabankans reynt að sefa áhyggjur fjárfesta. Stofn- uð var sérstök stöðugleikastofn- un ESB sem hefur veitt krísuríkj- unum stór neyðarlán en þeim hafa fylgt skilyrði um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þá hefur Evrópski seðlabankinn keypt ríkisskuldabréf krísuríkjanna í einhverjum mæli til að halda niðri ávöxtunarkröfunni. Á sunnudagskvöld tilkynnti bankinn að meiri kraftur yrði nú settur í skuldabréfakaupin. Hingað til hafa tilraunir evr- ópskra stjórnvalda til að róa mark- aði ekki virkað sem skyldi. Björg- unarpökkum og tilkynningum Evrópska seðlabankans hefur yfir- leitt verið tekið vel fyrst um sinn en í hvert sinn hefur skuldakreppan farið af stað aftur innan skamms með meiri krafti en áður. Þá telja margir nálgun evrópskra stjórnvalda einfaldlega ranga. Grikkland, Írland og Port úgal geti einfaldlega ekki staðið undir skuldum sínum og þá staðreynd verði bara að viðurkenna og endur- skipuleggja skuldir þeirra. Meiri bjartsýni ríkir um horfur Ítalíu og Spánar þótt staðan þar sé einnig alvarleg. Ástæður erfiðleikanna Beinar skýringar skuldakreppunn- ar eru í raun ekki sérlega flóknar. Meðan á alþjóðlegu fjármálakrepp- unni stóð töpuðu flestir bankar Evr- ópu verulegum fjárhæðum vegna lækkunar eignaverðs og frosts á skuldabréfamörkuðum. Þá sprakk fasteignabóla í nokkrum þeirra ríkja sem nú standa hvað verst. Niðursveiflan sem fylgdi í kjölfarið og dýrar aðgerðir til bjargar kerfis- lega mikilvægum bönkum ollu því að staða ríkisfjármála hríðversnaði í flestum ríkja Evrópu. Þau ríki sem verst standa í dag eiga það sameiginlegt að hafa haft litla stjórn á ríkisfjármálunum fyrir fjármálakreppuna. Grikkland er ýktasta dæmið en komið hefur í ljós að hagtölur um ríkisfjármálin þar voru falsaðar stóran hluta síðasta áratugar. Sú linkind við stjórn rík- isfjármála sem ríkin sýndu braut í bága við stöðugleika- og vaxtarsam- komulag evrusvæðisins en því virð- ist einhverra hluta vegna ekki hafa verið gefinn mikill gaumur. Írland er að vísu undantekning frá þessu en þar var staða ríkis- fjármála góð fyrir kreppuna. Kostn- aður írska ríkisins af því að bjarga þarlendum bönkum var hins vegar meiri en kostnaður nokkurs annars ríkis. Annað sem sameinar krísuríkin er að þau glíma öll við viðvarandi viðskiptahalla en slíkum halla fylgir ávallt aukin skuldsetning. Ríkin geta því ekki treyst á fjármagn að utan til þess að greiða niður skuldir. Dýpri rætur vandans Þótt beinar skýringar skuldakrepp- unnar séu einfaldar má segja að vandinn sé dýpri því skuldakrepp- an hefur afhjúpað ákveðna galla í gangvirki evrusamstarfsins. Hagstjórn hins opinbera er yfir- leitt skipt í tvennt. Annars vegar peningamálastjórn sem er á hendi seðlabanka og hins vegar stjórn ríkisfjármála sem er á hendi ríkis stjórna. Evrusamstarfið byggir á sameiginlegri peninga- málastjórn en stjórn ríkisfjár- mála er á hendi hvers ríkis fyrir sig. Evruríkin samþykktu öll hinn svokallaða stöðugleika- og vaxtar- samning sem átti að koma í veg fyrir að ólík stjórn ríkisfjármála myndi valda innbyrðis ójafnvægi milli evruríkjanna. Nú hefur hins vegar komið í ljós að samningur- inn reyndist ekki nægileg vörn. Frá því að evran varð til má segja að norður- og suðurhluti evrusvæðisins hafi rekið hvor frá öðrum þar sem ekki voru til staðar úrræði til að leiðrétta ójafnvæg- ið. Hlutfallslegur launakostnaður jókst merkjanlega í ríkjum eins og Grikklandi og Spáni en minnkaði í til að mynda Þýskalandi. Þetta gerðist aðallega af tveim- ur ástæðum. Í fyrsta lagi þar sem norðurríkin fylgdu aðhaldssamri og má segja skynsamlegri ríkis- fjármálastefnu en suðurríkin. Án evrunnar hefði gengi gjaldmiðla suðurríkjanna styrkst til að leið- rétta jafnvægið en evran kom í veg fyrir það og ójafnvægið ágerð- ist. Hin ástæðan er sú að raungengi krísuríkjanna virðist hafa verið of lágt þegar þau skiptu yfir í evruna og raungengi Þýskalands, Frakk- lands og fleiri ríkja of hátt. Þetta olli nafnvaxtamun sem gerði það að verkum að mikið fjármagn flæddi frá norðurríkjunum til suðurríkjanna á fyrri hluta síðasta áratugar. Það kynti undir fast- eignabóluna sem varð í nokkrum krísuríkjanna á meðan norðurrík- in glímdu við hægan vöxt. Hver er framtíð evrusvæðisins? Enn er ansi langsótt að halda því fram að evrusamstarfinu verði einfaldlega hætt vegna skulda- kreppunnar þótt það sé ekki úti- lokað. Hins vegar verða að öllum líkindum gerðar breytingar á fyrirkomulagi evrusamstarfsins þegar skuldakreppunni er lokið. Þó ber að taka fram að henni er hvergi nærri lokið. Ef marka má spámarkaðinn Intrade eru nokkr- ar líkur á því að eitthvert evru- ríkjanna dragi sig úr samstarf- inu á næstu misserum. Þá verður að teljast líklegt að afskrifa þurfi hluta af skuldum eins eða fleiri krísuríkjanna. Í framhaldinu blasa í raun tveir kostir við evruríkjunum. Annað- hvort að setja strangari reglur um ríkisfjármál hvers ríkis fyrir sig eða þá að koma einfaldlega á sam- eiginlegri stjórn ríkisfjármála. Seinni kosturinn virðist aftur á móti pólitískt óraunhæfur og því er sá fyrri mun líklegri. Ekkert hefur verið ákveðið um hvernig slíkum breytingum verð- ur háttað. Líklegast er þó að ríkj- um með óhóflegan fjárlagahalla og laka skuldastöðu verði refsað sem og að einhvers konar hvata- kerfi verði komið á til að tak- marka óhóflegan viðskiptahalla. Af hverju lætin núna? Sá titringur sem hefur skekið markaði síðustu daga virðist stafa af því að fjárfestar séu að verða sífellt svartsýnni á að stjórnmála- og seðlabankamönnum takist að leysa fyrirliggjandi vanda. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, að stjórnmálamönnum í Evrópu hefði ekki tekist að koma sér saman um það hver eigi að bera kostnaðinn við fjármálakreppuna. Auk þess hafa björgunaraðgerðir sem grip- ið hefur verið til verið ósannfær- andi. Gylfi sagði mikilvægustu spurninguna vera hver eigi að bera tapið. Eigendur bankanna eða skattgreiðendur? Ef svarið er skattgreiðendur, þá hvort það eru skattgreiðendur þeirra ríkja þar sem slæmu lánin voru veitt eða þeirra þar sem lánin voru tekin. Þá er einnig tekist á um það hvernig brúa á fjárlagagöt krísu- ríkjanna. Eiga þeir efnuðu að taka höggið með skattahækkunum, þeir sem minna hafa í gegnum niður- skurð á opinberri þjónustu eða þá lánardrottnar með gengisfalli evr- unnar og verðbólgu? Þetta eru erfiðar pólitískar spurningar og meðan ekki liggja fyrir svör við þeim mun skulda- kreppan halda áfram. Evrusam- starfið er að ganga í gegnum sína erfiðustu raun. Skuldakreppan í Evrópu magnast SEÐLABANKI EVRÓPU Margir kalla eftir markvissari aðgerðum við skuldakreppunni frá Evrópska seðlabankanum. Skuldakreppan hefur reynst erfiðasta raun evrusamstarfsins hingað til. NORDICPHOTOS/AFP Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Evrópski seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu á sunnudagskvöld um að bankinn hygðist berjast gegn skuldakreppunni með því að kaupa upp spænsk og ítölsk ríkis- skuldabréf. Tilkynningin hafði þau áhrif að í gær lækkaði ávöxtunarkrafa á ríkisskulda- bréf ríkjanna merkjanlega þótt hlutabréfamarkaðir hafi haldið áfram að falla. Hvort skuldabréfakaupin hafi tilætluð áhrif til lengri tíma á hins vegar eftir að koma í ljós. Evrópski seðlabankinn hefur verið tregur til að aðhafast í baráttunni gegn skulda- kreppunni og fara þar með út fyrir helsta hlutverk sitt: að hafa hemil á verðbólgu. Stjórnendur bankans hafa hvatt stjórnmálamenn til að koma á stjórn á ríkisfjármálunum í krísuríkjunum og leysa vandann þar með sjálfir. Sumir hagfræðingar hafa hins vegar gagnrýnt bankann fyrir þetta aðgerðaleysi og sagt að það væri kominn tími til að eyða hluta af þeim mikla trúverðugleika sem bankinn hefur byggt upp frá stofnun sinni. Evrópski seðlabankinn heitir aðstoð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.