Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 18
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 20112 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. SKELFILEG SKÓLAGJÖLD Menntastofnanir í Bretlandi óttast nú að fjöldi nemenda sem ætla sér í grunn- nám í háskólum muni lækka um allt að fimmtung, samkvæmt frétt í dagblaðinu Telegraph. Ástæðan er sú að skólagjöld munu hækka upp í allt að 9.000 pund fyrir árið, það eru um 1,7 milljónir íslenskra. Skólarnir vonast til að brúa fjárhagsleg göt með því að laða til sín útlendinga. Nemendur frá löndum utan Evrópusam- bandsins eru rukkaðir um allt að 26.000 pund fyrir skólaárið, sem eru um fimm milljónir íslenskra. Frá árinu 2012 mun breska ríkið hætta nær öllum niðurgreiðslum á námskeiðum í háskólum og skólagjöldin hækka sem því nemur. Nemendum bjóðast námslán frá ríkinu og verða afborganirnar launatengdar. Rúmlega helmingur breskra háskóla býst við minnkandi eftirspurn og andstæðingar breytinganna segja að margur hæfileikaríkur nemandinn muni fara forgörðum. Hotel and Tourism Management Studies Iceland/Switzerland Nánari upplýsingar eru veittar hjá: Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða Baldur Sæmundsson, Sími: 594-4000 The Passport to your future! Fyrsta ár: Joint Certificate programme Hospitality and Culinary School of Iceland Annað & þriðja ár : Bachelor of International Business University Centre "César Ritz" in Switzerland Skólinn hefst á eftirfarandi dags. Fyrsta ár: 29. águst 2011 Umsóknarfrestur er til 19. ágúst Hótel og Veitingaskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi Merkja umsókn B/t. Baldur Sæmundsson www.cesa rritz.is Hospitality and Culinary School of Iceland LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Breski hugmyndabankinn CentreForum hefur skilað af sér skýrslu þar sem lagt er til að foreldr- ar nýti sér svokallaða „fimm sinnum á dag“ nálgun í uppeldi barna sinna. Þannig geti þeir hjálpað börnum sínum við að ná sem mestum árangri í lífinu. Frá þessu greinir á fréttavef BBC. Í skýrslunni er áréttað að lengi búi að fyrstu gerð. Þannig hafi gott uppeldi strax á fyrstu árum barnsins mun meiri áhrif en stuðningur seinna þegar kemur á skólaárin. Þau uppeldisatriði sem talin eru hafa góð áhrif eru eftirfarandi: Fimm sinnum á dag: Lestu fyrir barnið þitt í 15 mínútur Leiktu við barnið þitt á gólfinu í 10 mínútur Talaðu við barnið þitt í 20 mínútur og hafðu slökkt á sjónvarpinu á meðan Tileinkaðu þér jákvætt viðmót og hrósaðu oft Gefðu barni þínu næringu sem hjálpar þroska þess. ÁSTIR Í NÚTÍÐ OG FORTÍÐ Háskólalestin verður í Bolungarvík laugardaginn 13. ágúst. Dagskráin verður í félagsheimili bæjarins og Tónlistar- skólanum frá 12 til 16. Sprengjugengið verður á ferð en auk annarra dagskrár- liða má nefna eldorgel, stjörnutjald, furðuspegla, ástarsögur og kröftugar sýnitilraunir. Þá verða í félagsheimilinu marg- vísleg fræðsluerindi um hitt og þetta er snertir ástir í nútíð og fortíð, á jörðu, himni og hafi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.hi.is Í nýrri úttekt á hundrað bestu háskólum heims á sviði félags-vísinda vermir Harvard-há- skóli fyrsta sæti í átta af tíu fögum sem rannsökuð voru. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á spurn- ingum sem beint var til vinnuveit- enda á alheimsvísu og þeir beðnir um að meta gæði starfsfólks eftir því hvar það fékk menntun sína. Stanford-háskóli var sá eini sem gat skákað Harvard en það var á sviði tölfræði og aðgerðagrein- ingar. Annars var Harvard efstur á sviði bókhalds, fjármála, hag- fræði, hagmælinga, laga, stjórn- mála, alþjóðasamskipta og félags- fræði. Á topp tíu listanum er nær ein- göngu að sjá háskóla í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Þó eru þar Háskóli Ástralíu og Melbourne- háskóli, Háskóli Singapore og Toronto-háskóli, en þeir kom- ast á topp tíu á sviði tölfræði og aðgerðagreiningar. Þeir háskólar sem raða sér að mestu leyti í efstu sætin eru Ox- ford-háskóli, Cambridge-háskóli, Stanford-háskóli, Hagfræði- og stjórnmálaháskóli Lúndúnaborg- ar, Berkeley-háskóli í Kaliforníu, Yale-háskóli, Princeton-háskóli, MIT og Háskólinn í Chicago. Harvard er óumdeildur sigur- vegari þessarar úttektar. Ekki er langt síðan hann mældist besti háskólinn á sviði líffræði og var metinn sá háskóli sem hefur besta orðsporið. Háskólar á Íslandi hafa ekki komist inn á þessa lista enda er við ramman reip að draga. Nú eru hins vegar liðin fimm ár síðan rektor Háskóla Íslands setti sér það markmið að koma skólan- um á þennan lista og forvitnilegt verður að sjá hvort hann muni á endanum ná inn. Aðeins fáeinir skólar á Norður- löndum komust inn á þennan lista og eru þeir allir í sætum frá 45- 100. Þetta eru Kaupmannahafn- arháskóli, Háskólinn í Lundi, Há- skólinn í Bergen, Háskólinn í Ár- ósum, Háskólinn í Stokkhólmi og Háskólinn í Helsinki. Könnunin var framkvæmd af QS World University Rankings sem sérhæfir sig í að meta gæði háskóla. Samkvæmt skrá þess sama fyrirtækis yfir 600 bestu há- skóla ársins 2010 í heiminum var íslenska háskóla hvergi að finna en mögulegt er að finna íslenska háskóla á topp 1000. Harvard hefur vinninginn Harvard-háskóli ber af öðrum skólum á sviði félagsvísinda ef marka má nýja úttekt QS World University Rankings. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.