Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 17
Kynningarblað Símenntun, námskeið, framhaldsnám, snyrting, háskólar, menntaskólar SKÓLAR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 & NÁMSKEIÐ Menntaskólinn Hraðbraut hefur nú sitt níunda starfsár í hvetjandi námsumhverfi. Þar eru þarfir nemenda alltaf í fyrsta sæti. Fjög urra ára framhalds-skóli er tímaskekkja, tíma-eyðsla og gríðarleg sólundun á almannafé,“ segir Ólafur Hauk- ur Johnson skólastjóri Menntaskól- ans Hraðbrautar, þar sem nemendur ljúka stúdentsprófi á tveimur árum í stað fjögurra. „Í menntakerfinu ríkir agaleysi á meðan námstími íslenskra fram- haldsskólanema er að meðaltali fimm og hálft ár. Það er miklu hag- kvæmara fyrir þjóðina að fram- haldsskólanemendur ljúki stúd- entsprófi á skemmri tíma og lykil- atriði fyrir þjóðarbúið að fá fólkið sem fyrst út í atvinnulífið sem vel menntaða og tekjuháa skattgreið- endur. Á þeim tveimur árum sem einstaklingar úr Hraðbraut eru lengur á vinnumarkaði aukast ævitekjur þeirra til mikilla muna. Skattgreiðsla á starfsævinni vex um mun hærri upphæð en sem nemur þátttöku ríkisins í mennt- un þeirra í framhaldsskóla,“ segir Ólafur. Hugmyndin að Hraðbraut varð til við rekstur sumarskóla sem byggði á hliðstæðu lotukerfi þar sem kennt var í fjórar vikur og tekin próf í þeirri fimmtu. Í Hrað- braut fá nemendur sem standast próf frí í sjöttu viku hverrar lotu. „Í sumarskólanum sá ég fljótt að lotukerfið hentar mörgum betur en hefðbundnar annir þar sem kennd- ar eru sjö til átta námsgreinar á tólf vikum. Það hefur svo sýnt sig að engin stór vandamál fylgja því að fara yfir námsefni á svo stuttum tíma. Nemendur segja að það sé einfaldara að læra þrjár náms- greinar í skamman tíma, í stað sjö til átta á lengri tíma,“ segir Ólafur um nemendur Hraðbrautar sem eiga það sameiginlegt að vera vinnusamir og einbeittir í að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Meginverkefni Hraðbrautar er að búa nemendur undir háskóla- nám. Hér bjóðast því ekki dæmi- gerðar vinnumarkaðsbrautir, held- ur eingöngu bóknámsbrautir sem búa fólk sem allra best undir há- skólanám,“ segir Ólafur sem frá stofnun Hraðbrautar hefur útskrif- að á fimmta hundrað stúdenta sem flestir hafa farið beint í háskóla- nám, frá 17 til 18 ára að aldri. „Átján ára aldurinn er góður aldur til að hefja háskólanám og tíðkast í flestum löndum nema á Íslandi. Það er engin ástæða til að ætla íslenskum ungmennum að vera eftirbátar jafnaldra sinna ann- ars staðar í heiminum, enda víst að aðrar þjóðir setja ekki vangetandi einstaklinga í háskólanám,“ segir Ólafur sem gerir reglulega kann- anir á árangri útskrifaðra nem- enda sinna í háskólanámi og er árangurinn góður. „Við kennum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á þriðjudögum og fimmtudög- um vinna nemendur „heimavinn- una“ í skólanum. Það kennir þeim öguð og góð vinnubrögð fyrir há- skólastigið og gerir að verkum að hér koma nemendur síður ólærðir í tíma en í öðrum framhaldsskól- um. Nemendum er haldið stíft við efnið með alls konar verkefnavinnu og skyndiprófum, og unnið að því öllum árum að láta þá vinna vel allt skólaárið í stað þess að önnin endi í mikilli vinnulotu í mörgum náms- greinum samtímis, eins og gerist í venjulegum framhaldsskólum og er ekki eins vænlegt til árangurs,“ segir Ólafur. Hraðbraut nýtur sem fyrr mik- illa vinsælda og í ár sóttu 140 nem- endur um 60 pláss. „Við tökum alla umsækjend- ur í viðtöl til að ganga úr skugga um að þeir eigi erindi í skólann, en í framkvæmd fær minna en helm- ingur þeirra inni í skólanum,“ segir Ólafur. „Stundum er talað um mennta- skólaárin sem yndislegasta tíma ævinnar, en áður en ég fór af stað með Hraðbraut gerði ég umfangs- miklar kannanir meðal framhalds- skólanema. Þar sýndi sig að flest- ir voru búnir að fá nóg og leiddist mjög á fjórða árinu. Staðreyndin er því sú að mest er gaman fyrst og ljóst að í menntaskólanámi er klár- lega einu til tveimur árum ofaukið.“ Tveggja ára forskot út í lífið Ólafur Haukur Johnson skólastjóri segir mannleg samskipti hátt metin á vinnumarkaði og að þátttaka í félagslífi sé nauðsynleg til að halda tengslum. Nemendafélagið Auto- bahn stendur fyrir öflugu félagslífi innan Hraðbrautar. MYND/VALLI FRAMÚRSKARANDI MENNTASKÓLI „Hraðbraut býr yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til að gera skóla framúrskarandi. Eftir tveggja ára mennta- skólanám fór ég beint í verkfræði- nám við Háskólann í Reykjavík. Þar var ég að minnsta kosti jafnvígur nemendum sem þangað komu úr öðrum skólum. Ég tel skólann vera mikilvægt innlegg í það persónumiðaða nám sem er að ryðja sér braut hérlendis, því hann skapar ögrandi vettvang fyrir þá sem eiga auðvelt með að læra.“ Steindór Hjartarson, 22 ára meistaranemi í orkuverkfræði við Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems. DUGLEGIR OG SAM VISKUSAMIR „Menntaskólinn Hraðbraut er lítill og persónulegur skóli þar sem allir eru mjög nánir. Nemendur eiga að taka ábyrgð á eigin námi, en kenn- urum er alls ekki sama um þá. Dyr þeirra eru alltaf opnar og engin vandamál eru of stór eða of lítil til að leysa. Áhersla er líka lögð á að nemendur hjálpist að og vinni saman. Andinn er léttur og skemmtilegur, en miklar kröfur eru gerðar til nemenda. Þeir verða því að vera duglegir og samviskusamir.“ Stefán Björnsson, 19 ára nemandi á 2. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu koma í frábæran skóla? Kennsla hefst í Menntaskólanum Hraðbraut 15. ágúst nk. Venjulega losna þá nokkur pláss í skólanum. Ef þú hefur áhuga á að koma í krefjandi nám í persónulegum skóla, þar sem nemendur ljúka stúdentsprófi á tveimur árum, skaltu hafa strax samband við skólann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.