Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 25
Kynning Efnið Bioflavinoid skort- ir í nútímafæði mannsins en er nauðsynlegt mannslíkamanum meðal annars til þess að vinna á og útrýma candida-sveppnum og sýkingum í líkamanum. Bioflavinoid er unnið úr hvítu himnunni sem umlykur greipaldinávöxinn. Citroceptið dregur úr sykurlöng- un. Gott fyrir alla sem sækja í sætindi. Citrosept er ríkt af andoxunar- efnum og forvörn gegn krabbameini. Citrocept er frábært eftir sýklalyfjanotkun. Pöntunarsími: 5128040 www.heilsuhotel.is Citrosept Biofla- vinoid, loksins á Íslandi Hagfræðingurinn Ólafur Ís-leifsson tók þá ákvörðun að sækja um dvöl á Heilsu- hótelinu í sumar og sér ekki eftir því. „Allar mínar væntingar upp- fylltust og ég er mjög ánægður með þann árangur sem ég náði.“ En hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun? „Ég vildi taka mér tak og bæta mataræð- ið. Mér fannst ég ekki borða nógu hollt fæði og það var farið að sjást á mér. Ég vildi geta tekið fata- skápinn minn aftur í notkun,“ segir Ólafur. Hann hafði heyrt vel af Heilsuhótelinu látið og var ekki lengi að ákveða sig. Ólafur dvaldi á hótelinu í tvær vikur og missti hátt í tíu kíló. „Ég upplifði það mjög sterkt að þarna gekk ég inn í þraut- prófað plan sem snýst um skyn- samlegt mataræði, hreyfingu og hvíld. Ég var mikil sykuræta en sá matur sem þarna er á boðstól- um er án fitu og kolvetna. Þetta er engu að síður góður matur og ég var aldrei svangur, jafnvel ekki á vatnsföstunni! Auðvitað saknaði ég sjávarfangs og brauðs en það var einfaldlega ekki í boði. Inni í dagskránni er auk þess mikil úti- vera, fyrirlestrar og heitir klefar þar sem fólk svitnar heil ósköp og það er mikið við að vera allan daginn,“ lýsir Ólafur. Hann segir að það takist góð kynni með fólki á staðnum enda stefni það að sama marki. Þetta er heilsuhótel en ekki sjúkra- stofnun og þarna er fólk af fúsum og frjálsum vilja. Ekki spillir fyrir að fá skemmtikrafta á staðinn og á meðan ég dvaldi á hótelinu komu þrír yfirburða- menn úr íslensku sönglífi til að skemmta. Það voru þeir Herbert Guðmundsson, Bergþór Pálsson og Geir Ólafs.“ Ólafur segir umhverfið auk þess bjóða upp á mikla mögu- leika. „Það er mikil náttúrufeg- urð á Reykjanesinu sem margir láta framhjá sér fara. Mér fannst gaman að ganga um Keflavík, Njarðvíkur, Sandgerði og Garð- inn og skoða vitana og söfnin í kring,“ segir Ólafur og dregur kosti hótelsins saman: Þarna er um að ræða skilvirka dag- skrá og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt. Aðbúnaðurinn er til fyrirmyndar og umhverfið áhugavert. En hvernig hefur gengið að viðhalda árangrinum? „Mér finnst dvölin hafa framkall- að hugarfarsbreytingu hjá mér. Eins og ég upplifi þetta þá eru nok k ra r g r u ndva l la r reg lu r sem þarf að fara eftir. Það er að sneiða hjá hvítum sykri, hvítu hveiti og að temja sér hófsemi. Þær eru þó ekki klappaðar í stein en ég finn að ég hef gírast inn á annað hugarfar og hugsa betur um innihald matarins. Ég forðast unninn mat og reyni að velja afurðir sem eru hvað næst upprunanum.“ Endurheimti fataskápinn eftir skemmtilega dvöl á Heilsuhótelinu Ólafur Ísleifsson missti hátt í tíu kíló á tveimur vikum. Dvölin á Heilsuhótelinu stóðst fyllilega væntingar Ólafs og segir hann náttúrufegurðina og umhverfið í kring ánægjulegan bónus. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allar mínar væntingar uppfylltust og ég er ánægður með þann árangur sem ég náði. 12.-26. ágúst 9.-23. september 14.-28. október Endurnýjuð orka PÓLLAND: 27. ágúst verður farin tveggja vikna heilsuferð til Póllands. Nánari upplýsingar í síma 512-8040 eða heilsa@heilsu- hotel.is Sjá líka www.heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands, Ásbrú, Reykjanesbæ. Næstu námskeið hjá Heilsuhóteli Íslands Starfsfólk Heilsuhótels Íslands tekur vel á móti gestum. Fjöldi spennandi námskeiða eru á dagskrá hjá Heilsuhóteli Ís- lands á næstunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.