Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 10
10 9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokk- anna við tillögu ráðsins að nýrri stjórn- arskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráð- ið hefði orðið fyrir vonbrigðum með frétta- flutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmanna- eyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mik- ilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsa- skógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillög- unnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og við- brögð hafa komið við tillögunni. Er skyn- samlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til inni- haldið, okkar á þinginu er að gera umgjörð- ina þannig að niðurstaðan verði sú sem flest- ir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórn- lagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kost- gæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Stjórnlagaráð – hvað næst ? Ný stjórnar- skrá Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Illa farið með góðan dreng Ekki er laust við að bestu þýðingu kvikmyndatitils hafi skotið upp í hugann á mörgum við lestur einkaviðtals Pressunnar við Karl Wernersson. Er þar vísað í hina sígildu mynd frá 1985, Turk 182, sem hlaut þá snilldarþýðingu Illa farið með góðan dreng. Blaðamaður Pressunnar spyr Karl út í viðskipti hans sem leigusala, bæði hér heima og á Ítalíu, hvort hann verði fyrir ónæði í sínu daglega lífi á Íslandi og hvernig honum gangi að fóta sig í lífinu. Allt gríðarlega áhugaverðar spurningar. Einhver hefði þó talið að meiru skipti að spyrja Karl út í fjölda riftunarmála á hendur honum og Steingrími bróður hans vegna Milestone, hlut hans í hruninu og fleira smáræði. En Pressan vill vita hvort Karl sé ekki „annars bara góður“. Málsvarslausi hópurinn Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðum um ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar, en hann var að vanda skorinorður í yfirlýsingum sínum vegna Gay Pride. Páll sagði opið skotleyfi á alla sem ekki væru hvítir gagnkynhneigðir karlmenn í jakkafötum, hægri sinnaðir og ættu peninga. Margir hafa jesúsað sig yfir þessum ummælum og oft er engu líkara en með þessu hafi Páll Óskar ráðist að undirmálshópi. Raunin er hins vegar sú að þarna lýsir Páll Óskar ráðandi stétt, en ekki málsvaralausum hópi. Leiðrétting Í þessum dálki í gær var fjallað um hugmynd Lilju Mósesdóttur um skatt á útflutning sem hún lýsti í útvarpsþætti á sunnudag. Blaðamaður misskildi orð Lilju og sagði hana hafa haldið því fram að 10 prósenta útflutningsskattur myndi hækka gengi krónunnar. Lilja sagði það ekki, heldur það að með slíkum skatti væri hægt að ná inn tekjum sem myndu vega upp þann kostnað sem of veik króna veldur þjóðarbúinu. Lilja telur krónuna of veika sem nemur rúmlega 10 prósentum. kolbeinn@frettabladid.is, magnusl@frettabladid.isU ndanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. Fréttablaðið sagði í gær frá verktaka á Akureyri sem vildi ráða smiði í vinnu og hafði samband við 20, sem skráðir voru atvinnulausir en enginn þeirra vildi þiggja starfið. Sömu sögu sögðu eigendur bíla- og véla- verkstæða, sem auglýst hafa án árangurs eftir starfsfólki með iðnmenntun. Stefán Einarsson, bygginga- verktakinn sem við var rætt, segir þetta ástand mjög sér- stakt. „Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér,“ segir hann. Það er út af fyrir sig rétt að háir skattar geta ýtt undir að menn reyni að svindla á skattkerfinu. Það er þó aldrei hægt að nota háa skatta sem afsökun fyrir því að svíkja undan skatti. Skattsvikarar koma sér einfaldlega undan því að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs sjóðs landsmanna, en halda flestir áfram að þiggja þjónustuna sem skattgreiðendur fjármagna. Þegar menn þiggja svo bætur frá samborgurunum á þeim forsendum að þeir hafi ekki atvinnu en afla sér á sama tíma tekna sem engir skattar eru greiddir af, er það svindl af ómerkilegustu sort. Það á ekki að umbera, loka augunum fyrir því eða þegja um það. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir í Frétta- blaðinu í gær að stífar reglur eigi að gilda um það, þiggi menn á atvinnuleysisskrá ekki vinnu. Þeir eigi þá að fara af henni og missa bæturnar, nema um alveg sérstakar ástæður sé að ræða. Fullt tilefni er til að fylgja þessum reglum fast eftir, því að bæturnar eru fyrir þá sem eru raunverulega atvinnulausir, ekki fyrir gerviatvinnulausa í svartri vinnu. Sérstakt vettvangsteymi á vegum átaks Alþýðusambands- ins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta fylgist nú með á vinnustöðum og hefur fundið allnokkur dæmi um svarta vinnu. Slíkt eftirlit er góðra gjalda vert, en kemur þó aldrei í staðinn fyrir heiðar- leika, löghlýðni og það viðhorf að menn standi einfaldlega skil á sínu til samfélagsins, jafnvel þótt þeir séu ósammála skattprósentunni sem Alþingi hefur ákveðið. Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur en stunda svarta vinnu hlunnfara samborgarana. Svindl af ómerkilegustu sort

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.