Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 16
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 BANDARÍSKIR VÍSINDAMENN SEGJAST HAFA GERBREYTT SKILNINGI Á ERFÐA- FRÆÐI SJÚKDÓMSINS GEÐKLOFA. GENIN SPILI AÐALHLUTVERK ÞÓ SJÚKDÓMUR- INN HAFI EKKI ERFST. Vísindamenn segja að finna megi „nýja stökkbreytingu“ í DNA í að minnsta kosti helmingi sjúkdómstil- fella af geðklofa þar sem engin saga er um sjúkdóminn í fjölskyldu sjúklings. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Vísindamenn greindu erfðalykil 225 manna sem ýmist voru með sjúkdóm- inn eða ekki og fundu stökkbreytingu í 40 mismunandi genum sem tengjast geðklofa. Þetta segja þeir útskýra hátt hlutfall sjúkdómstilfella um allan heim. Nánar á www.bbc.co.uk. Gen spila stærra hlutverk en áður var talið Vísindamenn hafa fundið nýja stökk- breytingu í genum sem tengist geð- klofa. Á heitum sumardögum er mikilvægt að ofþorna ekki og drekka meira en vanalega. Hafið því vatnsbrúsa ávallt meðferðis og dragið úr neyslu koffíndrykkja. Þá eru vatnsríkir ávextir og grænmeti besti millibitinn. Milljónir gætu sparast í gjald- eyri á ári hverju þegar fyrsti íslenski hjólastóllinn lítur dagsins ljós en hjólastólar hafa hingað til verið keyptir erlendis frá. Unnið er að þróun, hönnun og fram- leiðslu fyrsta íslenska hjólastóls- ins hjá Þresti Marsellíussyni ehf. á Ísafirði. Verkefnið fékk styrk frá iðnaðarráðuneytinu í vor úr verkefninu Atvinnusköpun í sjáv- arbyggðum. Jón Páll Hreinsson rekstrarráð- gjafi er inntur eftir því hvernig hugmyndin að verkefninu sé til- komin. „Við duttum niður á þá staðreynd að íslenska ríkið væri að kaupa hjólastóla fyrir milljónir á ári hverju. Það er flókið að kom- ast að niðurstöðu um hversu marg- ar milljónir það eru en við höfum gengið út frá hundrað milljónum.“ Jóhann Bæring Gunnarsson véliðn- og vél- fræðingur hefur unnið frum- teikningar að hjólastólnum. „Jóhann Bæring kom með þessa hugmynd til mín því ég hef verið í nýsköpunargeir- anum,“ segir Jón Páll og bætir við að hjólastóllinn verði sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður. „Þegar verið er að fram- leiða hjólastóla er rík krafa um það að þeir verða að þola ákveðið hnjask og þeir þurfa að fara í gegn- um árekstrarprófun. Þess vegna erum við með mjög góða samstarfs- aðila með okkur, tækniþróunarsvið Nýsköpunarmiðstöðvar og Rann- sóknarstofu í hreyfivísindum við Háskóla Íslands. Þar er fagfólk.“ Jón Páll segir að verkefnið sé sprottið úr því nýsköpunarum- hverfi sem hefur orðið til á Ísa- firði undanfarin tíu ár. „Við ætlum okkur að styrkja þennan iðnaðar- klasa sem hefur verið að þróast hérna. Hægt og rólega hefur verið að byggjast upp iðnaðarfyrirtæki hérna á Ísafirði.“ Kaup ríkisins á hjólastólum eru boðin út að sögn Jóns Páls. Stefnt er að því að Þröstur Marsellíus- son með nýja íslenska hjólastól- inn taki þátt í útboðinu á næsta ári. „Við stefnum á að vera tilbú- in með eina gerð hjólastóls þá. Við ætlum okkur að vera með margar gerðir en hjólastólar eru mikið til sérsmíðaðir eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin byggir á því að við munum geta sérsmíðað og aðlagað stólana að hverjum og einum.“ martaf@frettabladid.is Hanna íslenskan hjólastól Unnið er að hönnun og framleiðslu fyrsta íslenska hjólastólsins á Ísafirði. Stefnt er að því að hjólastóll- inn líti dagsins ljós á næsta ári en milljónir gætu sparast í gjaldeyri á ári hverju í framhaldinu. Jón Páll segir að verkefnið sé sprottið úr því nýsköpunarumhverfi sem hefur orðið til á Ísafirði undanfarin tíu ár. MYND/ÁGÚST ATLASON Jón Páll Hreinsson ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA ÚTSALA 25-60% afsláttur Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.