Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 38
9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 BESTI BITINN Í BÆNUM Á Jómfrúnni er maturinn ljúffengur og þjónustan afbragð. Þangað kem ég ýmist með mömmuklúbbnum eða fjölskyld- unni. Jómfrúin á alltaf við. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur. „Þeir hefðu ekki getað sett mig í ljótari búning. Þetta var alveg ferlegt,“ segir Breki Logason fréttamaður um það að þurfa að eyða öllum laugardeginum í KR-búningi. Breki gengur í það heilaga á næstu dögum og þeir sem til hans þekkja vita að hann er gallharður stuðnings- maður Vals í knattspyrnu. Félögum hans þótti því fyndið að tileinka steggjunina Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, erkifjanda Vals. Breki eyddi því góðum tíma í Frostaskjólinu þar sem hann spilaði körfubolta og mætti á æfingu með meistaraflokki KR í knattspyrnu. „Þetta var frábær dagur þó að ég hafi ekki verið par sáttur við að eyða svona miklum tíma í Frostaskjólinu. Ég byrjaði á að keppa í körfu við Brynjar Þór Björnsson,“ segir Breki en hann kom öllum á óvart og skoraði 7 stig á móti Brynjari. „Ég skoraði tvær mestu grís þriggja stiga körfur sem ég hef á ævinni gert.“ Á fótboltaæfingu var Breki látinn í markið og áttu knattspyrnumennirnir að koma boltanum í afturendann á honum. „Það var nú ekki sérstak- lega góð nýting hjá KR-drengjunum en Baldur Sigurðsson átti þvílíkt dúndurskot. Ég er enn þá að drepast í rassinum.“ Dagurinn endaði svo á KR-hverfiskránni, Rauða ljóninu á Eiðistorgi. „Það var toppurinn á deginum. Þá kom Bjartmar Guðlaugsson, átrún- aðargoðið mitt, og tók nokkra slagara fyrir okkur. Þá gat ég fyrirgefið strákunum fyrir KR-daginn mikla.“ Breki gengur að eiga unnustu sína, Védísi Sigurðardóttur, 20. ágúst í Háteigskirkju og er það félagi hans og samstarfsmaður á Stöð 2, Andri Ólafsson, sem sér um veislustjórn en þess ber að geta að hann er harður KR-ingur. - áp Valsarinn aumur í rassinum eftir KR-æfingu SVART-HVÍTT Breki Logason tók ekki annað í mál en að vera í Valstreyjunni undir KR-búningnum á meðan hann var steggjaður af félögum. MYND/ÓMARÖRN „Það er verið að pimpa aðeins dæmið,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, einn af eigendum skemmti- og veitinga- staðarins Austurs. Breytingar standa yfir á framsal Austurs. Ásgeir segir að með þeim sé verið að undirbúa dagopnun staðarins 26. ágúst næstkomandi, sem hefur hingað til opnað fyrir matargesti síðdegis. „Þá förum við að bjóða upp á mat, kaffi og kökur yfir daginn,“ segir hann. „Til þess að allt gangi upp þurfum að gera breytingar á framsalnum. Gera hann kaffihúsalegri.“ Ásgeir játar að ætli staðir í miðbæ Reykjavíkur að halda vinsældum sínum þurfi að fríska upp á þá endrum og eins. „Við erum enn þá á toppnum sem skemmtistaður fyrir okkar hóp og ætlum ekki að láta það drabbast niður,“ segir hann. Fjölmörg málverk af drengnum með tárið hafa verið á meðal einkennismerkja Austurs. Verða þau tekin niður í breytingunum? „Nei, drengurinn fer aldrei niður. Það er alveg bannað. Það eru engar breytingar á því sem er á bak við, hvorki gryfjunni né barsvæðinu.“ - afb Ásgeir pimpar Austur upp ALLT AÐ GERAST Iðnaðarmenn voru að störfum á veitinga- og skemmtistaðnum Austri í gær, en verið er að taka framsal staðarins í gegn. Ásgeir Kolbeins og félagar hyggjast hafa staðinn opinn á daginn frá og með 26. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN k HÁRIÐ Sýningar í ágúst komnar í sölu. E ki missa af Hárinu! SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is Yfir 12.0 00 miða r seldir! Sjónvarpskonan fyrrverandi, Þóra Sigurðardóttir, sem stjórnaði Stundinni okkar fyrir nokkrum árum, hefur síðustu árin einbeitt sér að barnauppeldi og skrifum um foreldrahlutverkið. Á næstunni snýr hún aftur í Efstaleitið með nýjan þátt á Rás 1 sem verður á dagskrá klukkan 13 á föstudögum. Ekki þarf að koma á óvart að í honum fjallar Þóra um börn og barnaupp- eldi og hafa þættir hennar fengið nafnið Foreldrahlutverkið. Vegfarendur við Klambratún í Reykjavík ráku upp stór augu í gær þegar litríkur skokkari geystist þar um. Skokkarinn var klæddur í rauðar stuttbuxur og bláan bol og síður ljós hár- makki var bundinn aftur á bak með teygju. Þarna var á ferð tónlistarmaðurinn Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín sem undanfarið hefur eytt meiri tíma í að syngja á klúbbum með GusGus en að rækta musterið. Með í för var Georg Hilmarsson úr Sprengjuhöll- inni sálugu og þóttu þeir félagar bera sig nokkuð fagmannlega að. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. „Ég held að það sé hægt að full- yrða að þetta sé einstakur árang- ur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfu- stjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund ein- tökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikn- ingum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund ein- tökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaða- maðurinn Arnar Eggert Thorodd- sen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónar- sviðið á Íslandi. „Þetta er ótrú- legt,“ segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á ein- hvern þjóðarpúls sem er sameigin- legur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa.“ Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær text- inn talar alþjóðlegt tungumál — Springsteen hefði ekki getað gert betur,“ segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt,“ segir hann. „Þetta er auðvitað árang- ur sem er með ólíkindum. Sér- staklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist.“ Plötur Bubba hafa selst misjafn- lega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæp- lega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þess- um magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu,“ segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp.“ atlifannar@frettabladid.is ARNAR EGGERT: BUBBI ER ÍSLAND EINS OG LÝSI OG LOPAPEYSA Bubbi Morthens hefur selt fleiri en 320.000 sólóplötur ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Bubbi Morthens hefur selt fleiri en 320.000 plötur á sólóferli sínum. Einstakur árangur segir Eiður Arnars- son, útgáfustjóri Senu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Dögun 26.000 eintök 2. Frelsi til sölu 22.000 3. Kona 20.500 4. Lífið er ljúft 20.000 5. Sögur af landi 15.000 FIMM MEST SELDU SÓLÓPLÖTUR BUBBA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.