Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin íhug-
ar að selja um 18,7% hlut í Lands-
banka Íslands. Hlutur þessi er sem
stendur í vörslu skilanefndar gamla
bankans og ætti að mestu leyti að
renna til ríkisins, þegar væntan-
legt uppgjör verður milli gömlu og
nýju bankanna, segir Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með
þeirri eignaraukningu yrði Lands-
bankinn nær eingöngu í ríkiseigu.
„En þarna er á ferðinni umtals-
verður eignarhlutur sem engin
skuld stendur á móti, þannig að
þar yrði um hreinan söluhagnað að
ræða ef ríkið kysi að auka ekki hlut
sinn í bankanum,“ segir Steingrím-
ur, sem hefur reifað hugmyndir um
að ríkið láti sér nægja 75% hlut í
bankanum.
Fram hefur komið að hugsanlega
verði 13% hlutur ríkisins í Arion
banka seldur, sem og 5% hlutur í
Íslandsbanka. Þá er horft til þess
að endurselja ýmsar fasteignir
sem lent hafa í kjöltu ríkisins. Ekki
stendur til að selja hluti ríkisins í
sparisjóðum að svo stöddu.
Næsta skref, segir Steingrím-
ur, er að móta pólitíska stefnu um
þessa hluti „með vönduðum og
viður kenndum hætti“ og lítur hann
þá sérstaklega til reynslu Norð-
manna af ríkisbankarekstri. Hann
ítrekar að málið sé á undirbúnings-
stigi, best sé að anda rólega.
Um hvort tryggja skuli dreifða
eignaraðild, segir Steingrímur:
„Í tilviki litlu bankanna erum við
með svo hverfandi lítinn eignar-
hluta að það hvernig honum yrði
ráðstafað hefur ekki mikið vægi
í sambandi við eignarhaldið þar.
Ef þeir bankar seldust, sem skila-
nefndirnar í sjálfu sér stefna að, þá
væntan lega myndi hlutur ríkisins
vera seldur þar með. Auðvitað er
ekki útilokað að hann yrði seldur
sjálfstætt, en það yrði alltaf í sam-
ráði við meirihlutaeigendur.“
Um Landsbankann segir hann
hins vegar: „Ég teldi auðvitað
mjög gott að þegar að slíku kæmi
yrði viðkomandi fyrirtæki skráð
og það yrði verðmyndun á markaði
og sú eign gæti þá mjög gjarnan
orðið að einhverju leyti dreifð, en
við erum bara ekki komin á þann
stað að útlista nákvæmlega hvernig
það yrði hugsað. Menn geta treyst
einu: það verða ekki vinnubrögðin
frá 2002 sem verða viðhöfð.“ - kóþ
Fimmtudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fartölvur
11. ágúst 2011
185. tölublað 11. árgangur
Menn geta treyst
einu: það verða ekki
vinnubrögðin frá 2002 sem
verða viðhöfð.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is
Kvikmyndin Dirty Dancing hafði mikil áhrif á
tískuheiminn þegar hún kom út árið 1987. Nú verður
myndin endurgerð og Kenny Ortega mun leikstýra.
Hvort nýja myndin nái jafn miklum vinsældum og hafi
jafn víðtæk áhrif skal ósagt látið.
Ugla Hauksdóttir er nýútskrifuð af virtri sjónlistabraut og er lærlingur hjá ljósmyndara fræga fólksins.Draumkennd ljósmyndun
U gla Hauksdóttir útskrifaðist í vor af sjónlistabraut hins virta listahá-skóla The Cooper Union í New York. Lagði hún áherslu á ljós- og kvikmyndun. Námsbrautin þykir eftirsóknarverð en af nokkur þúsund umsækjendum fá 65 manns inngöngu og fullan námsstyrk ár hvert.
2
VERÐHRUN
60 - 80%AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
FRÁBÆRT ÚRVAL AF FATNAÐIOG SKÓM. STÆRÐIR 36-52
teg 50590 - mjúkar, frábærar, sjást ekki undir fötum, fást í S,M,L,XL,2X á kr. 2.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugardögum í sumar.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
Vertu vinur
N Ý K O M N A R A F T U R - “Ó S Ý N I L E G U ”
FARTÖ VURFIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 KynningarblaðFartölvurForrit Leikir Tilboð Skólatölvur Aukahlutir
Launchpad er forrit með við-
móti svipuðu iOS, en skjáborðið
breytist þá í uppröðun á öllum
innsettum forritum á tölvunni
sama hvar þau eru staðsett. Hægt
er að raða þeim saman í möppur
eins og gert er í iOS 4 á iPad,
iPhone og iPod Touch og fjar-
lægja þau á auðveldan hátt eins
og þekkist í því stýrikerfi.
Resume, Auto Save og Versions
eru mikilvægir eiginleikar en
með hjálp þeirra þarftu ekki að
opna alla glugga upp á nýtt eftir
endurræsingu, þarft aldrei að
smella á „Save“ eða Cmd-S og
getur spólað til baka, skoðað fyrri
útgáfur af skjalinu sem þú ert að
vinna í og jafnvel afritað og límt á
milli útgáfa.
AirDrop er þægileg viðbót sem
gerir fólki kleift að deila skjölum
á mjög auðveldan hátt á milli
tölva á sama þráðlausa neti. Þú
sérð einfaldlega lista yfir tölvu-
notendur sem eru nálægt þér og
dregur skjalið til þeirra og þau fá
tilkynningu um það til að taka á
móti. Allt án nokkurrar upp-
setningar.
Mail hefur fengið veigamiklar
endurbætur og útlitsbreytingar.
Meðal nýjunga er að nú er hægt
að hafa forritið í fullri stærð til
þess að einblína betur á tölvu-
póstinn í stað glugga. Leit hefur
verið stórbætt d h
BREYTINGAR MEÐ
OS X LION
Apple hefur nýverið kynnt
nýja línu af MacBook
Air-vélum sínum.
A l
fyrir skólafólk á Íslandi. „Nýju
MacBook Air-tölvurnar eru hugs-
aðar sem skólatölvur. Þær eru líka
með nýja Lion-stýrikerfinu “ segir
Hjá Epli.is fást einnig MacBook
Pro-vélar en þær eru öflugar vélar
að sögn Bjarna. „Við erum búin
að lækk ðið á þ Ó
að sögn Bjarna. „Þær hafa náttúru-
lega verið rosalegar. Við afgreiðum
bara það sem við fáum Það hefur
Apple fyrir skólafólk
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is, segir að á laugardögum sé haldið ókeypis námskeið fyrir þá sem kaupa tölvur af fyrirtækinu.
MYND/STEFÁN
AFMÆLISTILBOÐ Opið til 21 í kvöld
Kennedy fyrirmyndin
Framboðsmynd Björns Jóns
Bragasonar í formannskjöri
SUS á allra vörum.
fólk 46
Minnast Sigursveins
Sigursveinn D. Kristinsson
tónlistarmaður hefði orðið
100 ára í ár.
tímamót 24
HÆGVIÐRI Í dag verður víðast
hæg breytileg átt eða hafgola.
Bjartviðri en skýjað með köflum
V- og A-til. Hiti 10-18 stig.
VEÐUR 4
14
14 14
12
13
EFNAHAGSMÁL Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útgerðarmanna
(LÍÚ) segir hugmyndir ríkisstjórn-
arinnar um að sækja meira fé í hend-
ur sjávarútvegsfyrirtækja vera
atkvæðaveiðar. Tekjur greinarinn-
ar skili sér í ríkissjóð.
„Það er verið að hækka veiði-
leyfagjaldið um 40 prósent og það
er komið í 13,3 prósent af reiknaðri
framlegð útgerðarinnar. Það þýðir
miklu hærri tölu af hagnaðinum.
Mér sýnist menn vera að gera sig
góða í einhverjum atkvæðaveiðum
með því að skattleggja sjávarútveg-
inn sérstaklega. Að halda því fram
að með því verði heimilin ekki skatt-
lögð er auðvitað bara firra. Sjávar-
útvegurinn er undirstaðan og allar
tekjur sem við fáum renna meira eða
minna til ríkisins.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði í samtali við Frétta-
blaðið í gær að sækja ætti meira fé
til stóriðju, banka og sjávarútvegs.
Friðrik minnir á að nýverið hafi
verið settur á olíuskattur, sem hjálpi
sjávarútvegsfyrirtækjum lítt í háu
olíuverði. „Við leggjum áherslu á
það að ef sjávarútvegurinn gengur
vel þá skilar það sér til þjóðarinnar.“
Friðrik gefur lítið fyrir tal stjórn-
valda um að hlífa litlum og meðal-
stórum fyrirtækjum við skatta-
hækkunum. „Við erum með fullt af
litlum og meðalstórum fyrirtækjum
í sjávarútvegi. Raunar á það við um
flest sjávarútvegsfyrirtækin.“ - kóp
Útgerðarmenn óánægðir með áform um hækkun veiðileyfagjalds:
Segja ríkisstjórn á atkvæðaveiðum
OFURHUGI Á FLUGI Skúli Þórarinsson fallhlífarstökkvari hangir hér utan á væng Yak-flugvélar í
fjögur þúsund feta hæð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli og Snorri Bjarnvin flugmaður leika þennan leik.
Sjá síðu 10 MYND/BALDUR SVEINSSON
Stór hluti Landsbanka seldur
Fjármálaráðherra skoðar hvort skuldlaus fimmtungshlutur í Landsbanka verði seldur. Honum hugnast vel
dreift eignarhald og að hluturinn verði seldur á markaðsverði. Sparisjóðirnir eru ekki til sölu sem stendur.
Sekkur neðar og neðar
Íslenska karlalandsliðið
fékk rassskell á móti
Ungverjum í Búdapest.
sport 38
BRETLAND Yfirvöld í Bretlandi
segjast munu taka af fullum
krafti á óeirðarseggjum sem hafa
valdið miklum skemmdum í borg-
um víða um landið.
Þrír ungir menn létust þegar
ekið var inn í hóp fólks á götu í
Birmingham aðfaranótt miðviku-
dags. Málið er rannsakað sem
morð og er einn í haldi.
Alls hafa um 1.200 manns verið
handteknir í óeirðunum sem geis-
að hafa síðan um helgina.
David Cameron sagði að einsk-
is yrði látið ófreistað til að stöðva
ólætin og hafa hendur í hári
glæpamanna.
„Ekkert er út af borðinu,“ sagði
hann. Meðal annars hefur verið
rætt um að nota háþrýstivatns-
byssur til að dreifa fjöldanum, en
slíkt hefur aldrei verið notað á
meginlandi Bretlands.
Hann sagði einnig að Bretar
myndu ekki láta „hræðslumenn-
ingu“ stjórna götum landsins.
Boris Johnson, borgarstjóri
í London, hefur kallað eftir því
að stjórnin endurskoði áætlanir
sínar um niðurskurði í löggæslu.
- þj sjá síðu 4
Upplausn í Bretlandi:
Allt gert til að
stilla til friðar