Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 2
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR2 Sævar Freyr, er ekki mikil samkeppni á þessum nám- skeiðum? „Jú, það er mikil samkeppni og það er eins gott að enginn falli.“ Starfsmenn Símans eru sendir á sérstök samkeppnisnámskeið eftir að Sam- keppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir brot á samkeppnislögum. Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans. VEITINGAREKSTUR Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu land- ans og minnka álag hjá lögreglunni. „Með þessum breytingum myndi kúnninn fara fyrr út og þá fyrr heim líka,“ segir hann. „Þar að auki myndi ungt fólk læra að drekka þessa drykki í stað þess að drekka landa, en neyslan á honum eykst með hækk- andi áfengis- verði. Þá myndi líka ungt fólk drekka minna af sterku áfengi.“ Hann segir, líkt og Óli Már Óla- son, annar eigenda Vegamóta, að eftir að áfengisverð hækkaði í kjöl- far efnahagshrunsins komi fólk síðar á veitingastaðina og krárnar og sé jafnframt ölvaðra þar sem það sitji lengur við drykkju í heima- húsum. ÁTVR heyrir undir fjármálaráðu- neytið og segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra að hann hafi ekki heyrt neinar hugmyndir í þessum toga og myndi vilja fá frek- ari rökstuðning fyrir þeim áður en hann tjái sig um þær. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, vildi heldur ekki tjá sig um þessar hugmyndir. Arnar Þór er vongóður um að þessi breyting nái fram að ganga jafnvel þó að hingað til hafi ekki verið tekið mikið tillit til óska veit- ingamanna. Vilja lægra bjórverð svo gestir komi fyrr Félag kráareigenda vill fá yfirvöld í samstarf um að bjóða bjór og léttvín á lægra verði með það fyrir augum að fá gesti til að koma fyrr á öldur- og veit- ingahús og fara fyrr. Fjármálaráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu um það. GULLIÐ FLÆÐIR Á ENSKA BARNUM Elva Dröfn Sigurjónsdóttir dælir hér Gulli í hádeginu í gær á Enska barnum. Eigandinn segir að með hækkandi áfengisverði komi gestir seinna og jafnvel ölvaðri en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ARNAR ÞÓR GÍSLASON EVRÓPUMÁL Nú telja 79% íbúa Evrópusambandsins að aukin samþætting efnahagsstefnu ESB- ríkja yrði árangursrík í glím- unni við yfirstandandi fjárhags- vanda, en 13 prósent telja að svo yrði ekki, að því er kemur fram í Eurobarometer-skoðanakönnun, er kynnt var á dögunum. Þar kemur og fram að um 77% telja það bæri árangur ef ESB fylgdist nánar með framferði stærstu fjármálastofnana og 73% telja árangursríkt að ESB setji fjármálaþjónustu skýrari mörk. Vilji íbúa til samræmdra aðgerða í efnahagsmálum hefur því aukist milli ára og er hreinn meirihluti í öllum aðildarríkjum fyrir þeim. - kóþ Evrópubúar sammála: Vilja aukna samþættingu fjármála Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki vel í hugmyndir Félags kráareiganda heldur verði að snúa sér að rót vandans. „Þessar glóru- lausu hækkanir ríkistjórnarinnar á áfengissköttum skila í raun lægri tekjum í þjóðarbúið en síðan valda þær líka siðrofi þar sem verið er að lokka fólk til lögbrota, þar á ég við brugg og smygl.“ Hann segir arðbærara að skattleggja áfengi, sem og aðrar vörur, hóflega. Engar undanþágur bara lægri gjöld SLYS Franskur ferðamaður féll í hver í Reykjadal upp af Hvera- gerði rétt eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Sel- fossi var ferðamaðurinn að taka ljósmyndir og rann til. Hann endaði með báða fætur ofan í hvernum. Hann hlaut fyrsta og annan stigs bruna á báðum fótum og upp á kvið. Hann leitaði sér sjálfur aðstoðar á heilsugæslu- stöðinni í Hveragerði en var fluttur þaðan með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann dvelur nú. Frakki féll í hver í Hveragerði: Brenndist á fótum og kviði TÍSKA Halldóra Eydís Jónsdótt- ir, skóhönnuður var beðin um að sýna fyrstu línu sína á tískuvikunni í Boston. Hún var valin úr hópi alþjóð- legra hönnuða til að taka þátt í sýningunni The Emerg- ing Trends þar sem verk fimmtán upprennandi hönnuða um víðan heim eru sýnd. Sýningin hefur reynst ágæt- ur stökkpallur fyrir þá hönn- uði sem fengið hafa að taka þátt í henni. Þátttakendum hefur meðal annars gengið vel í sjón- varpsþættinum Project Runway og fengið hönnun sína birta á síðum lífsstílstímaritsins Glamour. - mmf / sjá Allt Sýnir fyrstu línu sína: Beðin um að sýna í Boston HALLDÓRA EYDÍS JÓNSDÓTTIR REYKJAVÍK Skólastarf er að hefj- ast í 37 almennum grunnskólum í Reykjavík, tveimur sérskólum og fimm einkaskólum. Um 14 þúsund nemendur á grunnskóla- aldri setjast á skólabekk, þar af eru um 1.400 börn sem hefja nám í 1. bekk. Undirbúningsstarf fyrir skóla- byrjun er nú í fullum gangi og verður skólasetning mánudag- inn 22. ágúst í öllum almennum grunnskólum borgarinnar en verður auglýst nánar þegar nær dregur. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg má finna frek- ari upplýsingar um upphaf skóla- halds og innkaupalista á heima- síðum skólanna. Skólastarf að hefjast: 1.400 börn að byrja í 1. bekk Hann segir enn fremur að Reykja- víkurborg mætti hafa meira samráð við kráareigendur áður en ákvarð- anir séu teknar, til dæmis hafi Félag kráareigenda verið tilbúið til að stytta afgreiðslutímann um eina klukkustund á föstudags- og laugar- dagskvöldum gegn því að fá að hafa opið til klukkan tvö á fimmtudögum. „Við vorum ekkert að falast eftir því að fá að selja áfengi eftir klukkan eitt en við töldum það gæfulegra ef gestir gætu fengið að sitja inni hjá okkur til klukkan tvö, þá gæti þeir klárað í rólegheitunum án þess að þurfa að skvetta þessu í sig áður en þeim er gert að yfirgefa staðinn. Þessi breyting hefði líka komið sér vel fyrir lögregluna en vegna vakta- skipulagsins hentar þeim illa að fá holskefluna klukkan eitt.“ jse@frettabladid.is VIÐSKIPTI Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Helstu matsfyrirtækin þrjú, Moody‘s, Standard & Poor‘s og Fitch, tilkynntu seinna í gær að engin breyting yrði gerð á lánshæfiseinkunn franska ríkisins, hún væri enn AAA. Hlutabréf franska bankans Societe Generale lækkuðu um rúm 20 prósent. Við lokun nam lækkunin tæpum 15 prósent. Bandaríska hlutabréfavísitölur fylgdu þeim evrópsku eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,63 prósent eða 520 stig, S&P 500 lækkaði um 4,42 prósent og Nasdaq um 4,09 pró- sent. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentustigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýs- ingin myndi róa markaðina en það dugði ekki til. Gríðarleg spenna á hlutabréfamörkuðum beggja vegna Atlantshafs: Mikil lækkun á mörkuðum WALL STREET Mikil spenna er á hlutabréfamörkuðum þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJANES Dýragarði lokað Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Samkvæmt blaðinu var aðsókn í garðinn góð í sumar. REYKJAVÍK Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn deildu hart á meiri- hlutann þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar var lögð fyrir á aukafundi borgarstjórnar í gær. Meirihlutinn segir að lengi hafi legið fyrir að áætlunin yrði ekki lögð fram fyrr en fjármögnun nýrra málaflokka lægi fyrir. Sjálfstæðismenn deildu á meiri- hlutann vegna áminninga og fjár- sekta sem innanríkisráðuneytið lagði á borgina vegna vanskila á þriggja ára áætluninni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna sagði í ræðu sinni að seinkunin væri óvið- unandi fyrir stærsta sveitarfélag landsins. „Það virðist einfaldlega sem meirihlutinn ráði ekki við verk- efnið, ráði ekki við algjöra grunn- þætti í rekstri borgarinnar,“ sagði Hanna Birna. Hún sagði nóg komið af ráðaleysi borgaryfirvalda „og löngu kominn tími til að forystufólk meirihlut- ans taki á málum af meiri metnaði, ábyrgð og alvöru“. Dagur B. Eggertsson, formað- ur borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að honum finnist „upp- hlaup“ vegna þessa vera hálf vandræðalegt. Minnihlutanum hefði átt að vera ljóst frá upp- hafi árs að áætl- unin yrði ekki afgreidd fyrr en kostnaður vegna yfirfærslu mál- efna fatlaðra til sveitarfélaga yrði skýrður. Það hafi verið rætt reglulega í borgarráði. Dagur segir þriggja ára áætlan- ir frá hruni hafa verið „í skötulíki“ vegna óvissuþátta. Þær hafi í raun verið framreikningar og ekki mjög upplýsandi um framtíðarhorfur. „Ef þetta væri svona stórt mál hefðu fulltrúar minnihlutans getað kallað eftir þessari einföldu áætlun löngu fyrr. Að minnsta kosti áður en þeir fóru í sumarfrí.“ Áætlunin verður tekin til síð- ari umræðu og afgreiðslu í borg- arstjórn í næstu viku, en Dagur segir fimm ára áætlun fyrir fjár- mál borgarinnar vera í burðarliðn- um. Þar verði betur tekið á óvissu- þáttum og er stefnt að því að hún verði fullbúin í haust. - þj Deilur í borgarstjórn Reykjavíkur vegna seinkunar á skilum þriggja ára áætlunar: Segir upphlaup minnihlutans vandræðalegt DAGUR B. EGGERTSSON SPURNING DAGSINS lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að finna á www.gottimatinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.