Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 6
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR6 VITA er lífið Alicante VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti, 17. og 24. ágúst Verð frá 29.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar. Vikulegt flug út október 2011. ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 5 59 14 0 8/ 11 STJÓRNSÝSLA Verði reglum ekki breytt til samræmis við álit umboðsmanns Alþingis, sem segir fyrirkomulag tollaálagningar á inn- fluttar landbúnaðarvörur ólögleg- ar, verður málið kært til dómstóla. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ). Fyrirtækið Innnes sótti í gær um heimild til að flytja inn 100 kíló af nautakjöti. Heimildin var afgreidd með 112 prósenta álagningu. Það er í samræmi við álagningu sem land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að leggja á innflutt- ar landbúnaðar- vörur. Umboðs- maður Alþingis hefur úrskurð- að að sú heimild brjóti í bága við stjórnar skrá. Andrés segir að farið verði fram á að toll- stjóri endur- skoði á lagn- inguna í ljósi álits umboðsmanns. Með umsókninni hafi málinu verið komið í réttan farveg og hún kalli fram viðbrögð af hálfu kerfisins. „Nú komast þeir ekki hjá því að svara. Ég hef lagt fjölda skilaboða inn í ráðuneytið en ekki heyrt bofs þaðan,“ segir Andrés. Umboðsmaður úrskurðaði í júlí að heimild til álagningar stangist á við stjórnarskrá. Álagningarnar eru sagðar of víðtækar. Í fréttatilkynn- ingu frá SVÞ segir að niðurstaða umboðsmanns sé alvarleg áminn- ing um að víða séu brestir í lagaum- gjörð íslenskrar stjórnsýslu. „Um árabil hefur ráðherra byggt ákvarð- anir sínar um tollkvóta á heimild- um, sem stóðust ekki grundvallar- atriði stjórnarskrár.“ - kóp Innnes lætur reyna á tollaálagningu á innfluttar landbúnaðarvörur: Dómsmál ef álögur lækka ekki ANDRÉS MAGNÚSSON MENNTUN Ekki hefur verið boðað til verkfalls hjá kennurum sem starfa hjá einka- og foreldrareknum leik- skólum innan vébanda Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK). Sem kunnugt er hafa leikskóla- kennarar á leikskólum sveitar- félaganna samþykkt að fara í verk- fall 22. ágúst, náist samningar ekki við sveitarfélögin. Lítið virtist hafa þokast í deilunni að loknum síðasta samningafundi á mánudaginn. Innan SSSK eru á fjórða tug leikskóla, flest allir á suðvestur- horninu. - kóþ Leikskólakennarar sundraðir: Einkaskólarnir áfram opnir RAUÐI KROSSINN Samkvæmt alþjóða- sáttmálum má ekki ráðast á heilbrigðis- starfsfólk. NORDICPHOTOS/AFP SVISS, AP Árásum á heilbrigðis- starfsfólk á stríðshrjáðum svæð- um hefur fjölgað og þær vekja minni hneykslan en áður, þrátt fyrir að vera bannaðar samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum. Þetta segir Rauði krossinn. Nýleg tilvik í Sýrlandi, Bar- ein og Jemen sýna að í auknum mæli er árásum beint að spítöl- um, sjúkrabílum og heilbrigðis- starfsfólki, segir Rauði krossinn. 655 tilvik af slíkum árásum voru rannsökuð nýlega af stofnuninni, en það er aðeins lítill hluti af raun- verulegum árásum. Rauði krossinn vill hvetja ríkis- stjórnir og vopnaða hópa til að tryggja að árásum sem þessum verði hætt. - þeb Brýtur í bága við sáttmála: Ráðist á heil- brigðisstarfsfólk Í Fréttablaðinu í gær var sagt að fjár- lagahalli ársins 2012 muni nema allt að 45 milljörðum króna. Hið rétta er að það er líkleg útkoma á árinu í ár, 2011, sem sagt er skýrast af kjara- samningum. Halli á árinu 2012 verður mun lægri. LEIÐRÉTTING SVÍÞJÓÐ Svíþjóð er eitt af þeim tíu löndum í heiminum þar sem samfélagslegar deilur sem tengjast trúarbrögðum aukast mest. Þetta er niðurstaða rannsókn- ar á vegum bandaríska rann- sóknarsetursins Pew á trúar- deilum og kúgun í heiminum á árunum 2006 til 2009. Ofbeldi og kúgun af trúarleg- um toga eykst almennt í heim- inum, samkvæmt skýrslu rann- sóknarsetursins. Skýrslan er byggð á upplýs- ingum frá hinum ýmsu stofn- unum, meðal annars Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fjölda mannréttindasamtaka. Bent er á að opin lýðræðisríki greini frekar frá atvikum sem þögguð eru niður í lokaðri ríkj- um. - ibs Bandarískt rannsóknarsetur: Auknar trúar- deilur í Svíþjóð HEILBRIGÐISMÁL Brennisteins- vetni hefur það sem af eru þessu ári ekki farið yfir sólarhrings- heilsuverndarmörkin á höfuð- borgarsvæðinu. Í fyrra fór það tvisvar sinn- um yfir mörkin. Um er að ræða óyfir farin gögn, samkvæmt upp- lýsingum frá Umhverfisstofnun. Í reglugerð sem sett var í fyrra eru mörkin sett við 50 mík- rógrömm í rúmmetra að meðal- tali fyrir 24 klukkustundir. Leyfilegt verður að fara fimm sinnum á ári yfir mörkin fram til 1. júlí 2014 en þá verður óheimilt að fara yfir þau. Rannsókn Hanne Krage Carl- sen bendir til aukinnar úttekt- ar asmalyfja eftir að styrkur brennisteinsvetnis hefur mælst hár í Reykjavík. - ibs Styrkur brennisteinsvetnis: Ekki yfir mörk- in á þessu ári FERÐAMÁL „Það er umhugsunar- efni hvort eðlileg viðbrögð séu að fylgja fordæmi ýmissa nágranna- þjóða okkar þar sem gert er ráð fyrir að innlendur aðili sé með í öllum ferðum um viðkvæm svæði.“ Þetta segir Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra spurð um hvernig megi bregðast við tilvik- um eins og háskaakstri á vegum tékkneskrar ferðaskrifstofu. Aug- lýsingar henn- ar um ferðir til Íslands byggj- ast meðal ann- ars á háska- akstri trukks um óbyggðir. Tékkneska ferðaskrif- stofan Advent- ura býður upp á Íslandsferð- ir með farþegatrukkunum Tatra- bus. Kynningarmyndband á vegum hennar sýnir svo ekki verður um villst að þar hefur ekki verið farið að lögum og reglum sem gilda hér á landi. Myndefni sýnir hvar trukknum er ekið greitt eftir veg- arslóðum og yfir á með farþega á þakinu. Stundum er ekið á svo miklum hraða um óbyggðir landsins, að því er sést á myndbandinu, að trukk- urinn rennur til að aftan í beygj- um, og rykmökkurinn teygir sig langar leiðir aftur undan honum. Þá má sjá myndir þar sem trukk- urinn situr fastur þar sem hann hefur sokkið í jarðveg á hálendinu. Þetta aksturslag hefur haft í för með sér að stundum hefur munað mjóu að illa færi. Nýjasta dæmið átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar trukkurinn sökk í Blautulón. Rúmlega tuttugu tékknesk- ir ferðamenn voru á ferðalagi í honum, ásamt tékkneskum bíl- stjóra, en aðeins helmingur þeirra var í bílnum þegar honum var ekið út af vegarslóða. Þarna mátti litlu muna, því síðasta farþeganum var bjargað þegar bíllinn var kominn á kaf. Vart þarf að spyrja að leiks- lokum hefði allur hópurinn verið í trukknum þegar hann sökk. Svandís segist þakka fyrir að ekki hafi farið verr í því tilfelli, en augljóslega hafi ekki verið gætt fylltu varúðar. „En varúð snýst ekki bara um að gæta öryggis heldur líka að bera virðingu fyrir náttúru og við- kvæmu umhverfi,“ bætir hún við. Þá mátti litlu muna að illa færi í september í fyrra þegar fyrr- nefnd rúta og jeppi mættust í blindbeygju. Rútunni var þá ekið á öfugum vegarhelmingi. Ökumaður jeppans náði að bjarga lífi sínu með því að beygja bíl sínum upp í hæð sem var við veginn, og henda sér í farþegasætið, að því er RÚV hefur greint frá. Ferðaskrifstofan hefur nú fjar- lægt myndefni sem sýnir háska- akstur á Íslandi af heimasíðu sinni. Svandís segir málið ekki heyra beint undir hennar ráðuneyti, þar sem ferðamál séu undir iðnaðar- ráðuneyti. Hún bíður nú eftir skýrslum um málið og björgunina við Blautulón, en mun í framhaldinu ræða næstu skref við iðnaðarráðherra. jss@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is Skoða aðgerðir vegna ofsaaksturs á hálendi Umhverfisráðherra segir koma til greina að innlendir aðilar verði ávallt með í ferðum á viðkvæm svæði. Tékknesk ferðaskrifstofa kynnti Íslandsferðir með myndefni af háskaakstri. Mannbjörg varð þegar bíll hennar sökk í Blautulón. GÁLEYSI Ökumaður jeppans bjargaði sér með því að keyra upp í hlíð þegar trukkurinn kom á móti honum í blindbeygju. MYND/BJÖRN TRAUSTASON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Er rétt að hækka skatta og gjöld á stórfyrirtæki og útgerðir til að vinna gegn fjárlagahalla? JÁ 52,1% NEI 47,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Treystir þú meirihlutanum í borgarstjórn fyrir rekstri Reykjavíkurborgar? Segðu þína skoðun inni á visir.is Nýtt vikurit kemur út í dag Nýtt vikurit kemur út á Akureyri í dag. Blaðið nefnist „Akureyri“ og er það félagið Fótspor ehf. sem stendur fyrir útgáfunni. Blaðið verður gefið út í 8.000 eintökum og fer inn á öll heimili í bænum. Ritstjóri er Björn Þorláksson. AKUREYRI KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.