Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 12
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
GÓÐ HÚSRÁÐ – Þrif á örbylgjuofni
Gufan leysir upp óhreinindin
Ein auðveld leið til að þrífa örbylgjuofn
er að setja þrjár teskeiðar af sítrónu-
safa út í einn og hálfan bolla af
vatni og setja í skál sem má fara í
örbylgjuofn. Stilltu á hæsta hita og
hitaðu í fimm til tíu mínútur þannig
að vatnið sjóði og gufa myndist. Þegar
tíminn er búinn skaltu taka skálina úr
ofninum, strjúka yfir hann með tusku
og óhreinindin renna af.
Nokkrar undantekningar eru á reglum
um dagsetningarstimpla matvæla
hérlendis. Samkvæmt 22. grein í
reglugerð um merkingar matvæla,
númer 503/2005, sem fjallar um
undanþágur frá merkingum, þarf hvorki
að tilgreina framleiðsludag né „best-fyrir“ dagsetningu
(lágmarksgeymsluþol), meðal annars á eftirfarandi mat-
vælaflokkum:
■ Ferskir ávextir og grænmeti, þar með taldar kartöflur sem ekki hafa verið
meðhöndlaðar með neinum hætti.
■ Drykkjarvörur sem í eru 10% eða meira af vínanda miðað við rúmmál.
■ Edik, matarsalt og sykur.
■ Sælgæti sem nær einvörðungu er gert úr bragðbættum og/eða lituðum sykri.
■ Tyggigúmmí og hliðstæðar tyggjóvörur.
■ Matvæli
Undantekningar í „best-fyrir” dagsetningum
ER 12 MÁNAÐA VERÐBÓLGA samkvæmt
Seðlabankanum.5,0%
Um 7.300 manns hafa skráð sig í hóp
á Facebook sem mótmælir háu bens-
ínverði. Hópurinn ætlar sér að snið-
ganga verslanir N1 í heilan mánuð
og hefjast aðgerðirnar 19. ágúst
næstkomandi.
Ívar Áki Hauksson, forsprakki
hópsins, segir óformlega könnun
hafi orðið til þess að N1 varð fyrir
valinu. Stöðvar Skeljungs og Olís
hefðu alveg eins getað verið valdar.
„Ég fékk bara alveg nóg einn dag-
inn. Þetta var farið að vera of stór
hluti af mánaðarlaununum mínum,“
segir Ívar Áki. Spurður hvort hann
hafi trú á því að fólk muni standa
við að sniðganga fyrirtækið, svarar
hann því játandi. „Já, ég held það.
Vonandi mun þetta hafa góð áhrif.
En þetta er bara fyrsta skrefið, það
eru fleiri olíufélög, eins og allir
vita.“
Ívar Áki vonast til þess að stjórn-
völd hlusti á hópinn og aðgerðirnar
hafi viðvarandi áhrif. „Einn maður
úti í horni gerir ekki neitt, en þegar
röddin er orðin fleiri þúsund manns,
heyrist mun hærra í henni,“ segir
hann.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, segist skilja hug þeirra neyt-
enda sem vilja að verð á eldsneyti
lækki. Fyrirtækið myndi selja bens-
ín á lægra verði ef það væri hægt.
Honum þykir þó ómálefnalegt að
N1 hafi orðið fyrir valinu, þar sem
verðið er nánast það sama hjá öllum
aðilum.
„Ég myndi vilja selja bensín á
lægra verði, þannig myndi ég selja
meira,“ segir Hermann. „Hins
vegar eru neytendur frjálsir í sínum
aðgerðum, ég amast ekkert við því
að menn efni til fjöldamótmæla.“
Hann segir að mótmælin ein og sér
muni ekki verða til þess að bensín-
verð lækki hjá fyrirtækinu.
N1 hefur 115 eldsneytisstöðvar á
landinu, sem er svipaður fjöldi og öll
hin olíufyrirtækin til samans. - sv
Rúmlega sjö þúsund manns ætla að sniðganga N1 bensínstöðvar í mánuð:
Mótmæla of háu bensínverði
ELDSNEYTI HJÁ N1 Um 7.300 manns
ætla sér að sniðganga stöðvar N1 í
mánuð til að mótmæla of háu bensín-
verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Verð á smurostum frá MS hækkaði í raun um rúmlega 15 prósent þegar
vörurnar voru settar í nýjar umbúðir í maí síðastliðnum. Fyrir umbúðaskiptin
kostaði 300 gramma askja 348 krónur frá MS. Í nýju umbúðunum var magn
smurostsins 250 grömm og kostaði slík askja 340 krónur. Eftir að allar mjólkur-
vörur hækkuðu 1. júlí síðastliðinn kostar askjan 354
krónur frá MS.
Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs, vísar því á bug að neytendur
hafi verið blekktir þegar varan var komin í nýjar
umbúðir.
„Það var krafa á okkur frá neytendum að
vera með endurvinnanlegar umbúðir. Fólk er
farið að flokka umbúðir í meiri mæli en
áður og var pirrað yfir að þurfa að taka
gömlu umbúðirnar, sem keyptar voru
erlendis, í sundur því að þær voru bæði
úr plasti og pappa.“
Nýju umbúðirnar eru eingöngu úr
plasti og þær eru framleiddar hér á landi,
að sögn Jóns. „Þær eru aðeins dýrari en
gömlu umbúðirnar auk þess sem verð á
því sem við setjum í smurostana, eins og til
dæmis rækju og skinku, hefur hækkað.“ - ibs
■ Matvæli
Hærra verð á smurostum í nýjum umbúðum
Costa del Sol
20. ágúst
í 11 nætur
Frá kr. 139.900
með hálfu fæði á mjög góðum 4 stjörnu hótelum.
11 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Hotel Amaragua og Hotel Sol
Melia, sem eru afar góð 4 stjörnu hótel þann 20. ágúst í 11 nætur.
Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður
allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta
einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í
sumarfríinu.
Hotel Amaragua ****
Kr. 139.900 - með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu
fæði í 11 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 158.900.
Hotel Sol Melia kostar 4.000 krónur aukalega á mann.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða / herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara.
Stundum geta hinir viðsjárverðu tímar gert
kaup sem í fyrstu virðast kostakaup að algjörri
ólukku. Bryndís rifjar upp slíka sögu þegar
hún er innt eftir hennar verstu kaupum. „Það
var þannig að ég keypti mér Pajero-jeppa
rétt fyrir hrun,“ segir hún. „Þetta var reyndar
hinn besti bíll en mikið agalega gat hann
gleypt af bensíni. Það bætti ekki úr skák að
vinnu minnar vegna þurfti ég að aka mikið og
bensínlítrinn varð sífellt dýrari. Sem ég segi,
það var fínt að aka bílnum en hann kostaði
heldur betur skildinginn við þessar aðstæður í
þessu árferði.“
Svo eru til önnur kaup sem varla geta
klikkað. „Bestu kaupin gerði ég þegar ég lét
smíða þennan forláta pall við húsið mitt
hér í Borgarnesi. Það er ekki amalegt að
koma heim eftir erilsaman dag og setjast
út á pall og virða fyrir sér útsýnið. Héðan
blasir Snæfellsnesið við mér í allri sinni
dýrð, kórónað með jöklinum sjálfum.“ Spurð
hvort pallurinn hafi verið dýr svarar hún því
þannig að hann hafi verið hverrar krónu
virði. Hver veit nema Egill Skallagríms-
son, á sínum bernskuárum, nú eða
Snorri Sturluson á sínum Borgar-
árum, hafi hér forðum setið þar sem
pallur rektorsins er nú, horft á nesið
með jökulkórónu sína og leyft ljóði
að lifna við hið innra.
NEYTANDINN: BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR, REKTOR HÁSKÓLANS Á BIFRÖST
Pallurinn í Borgarnesi er bestur
Verð fyrir hótelgistingu er
ekki alltaf jafnlágt og það
lítur út fyrir að vera á vef-
síðum erlendra hótela, það
er að segja ef gestir vilja
horfa á sjónvarp á herberg-
inu, fá hreint handklæði,
nota hárþurrku, fá loftkæl-
ingu og synda í sundlaug
hótelsins svo eitthvað sé
nefnt. Á hótelum er nefni-
lega farið að rukka fyrir
aukaþjónustuna eins og gert
er hjá ýmsum flugfélögum.
Flugfarþegar geta til dæmis þurft
að greiða fyrir sætaskipti þegar
um borð er komið. Sjái þeir laust
sæti þar sem fótarýmið er meira
en við þeirra eigin sæti er að vísu
ekki sjálfgefið að leyfilegt sé að
skipta. Það er til dæmis ekki hægt
hjá Icelandair. Hjá Iceland Express
kostar sæti með auknu fótarými frá
2.990 krónum fyrir hvern fluglegg
og þetta gjald þurfa þeir að greiða
sem vilja skipta þegar um borð er
komið.
Viðskiptavinir flugfélaga eru
farnir að venjast ýmsum auka-
kostnaði sem leggst ofan á auglýst
fargjöld. Hótelgestum kemur enn
á óvart þegar gjaldið sem greiða
þarf fyrir gistinguna í lok dvalar
er hærra en verðið sem þeir sáu
fyrst uppgefið þegar þeir bókuðu
herbergið á netinu.
Það þarf ekki bara oft að greiða
aukalega fyrir morgunverð og afnot
af bílastæði hótelsins, Búast má við
aukagjaldi vegna þess rafmagns
sem notað hefur verið meðan á dvöl-
inni stóð auk gjalds fyrir þrif á her-
berginu. Þess eru einnig dæmi að
rukkað sé þegar aðgangur er veitt-
ur fyrr að herbergi en reglur segja
til um eða fyrir örlitlu lengri dvöl í
herberginu.
Ole Stouby, framkvæmdastjóri
leitarvélarinnar Travelmarket.dk,
segir í viðtali við dönsku frétta-
stofuna Ritzau að gisting sé fyrst
og fremst seld í gegnum netið og
þess vegna skipti verðið á herbergj-
um miklu máli í samkeppni hótela
um gesti. Neytendur geti svo sjálfir
valið hvaða aukaþjónustu þeir eru
reiðubúnir að greiða fyrir.
Á hótelinu Comfort Hotel Xpress
í Ósló kosta þrif meðan á dvöl stend-
ur 100 norskar krónur eða rúm-
lega 2.100 íslenskar krónur, að því
er greint er frá á fréttavef norska
blaðsins Aftenposten. Hreint hand-
klæði kostar 30 norskar krónur
eða rúmar 630 íslenskar krónur.
Morgunverður kostar 85 krónur
eða um 1.800 krónur. Hins vegar
er verð fyrir gistinguna sjálfa frá
299 norskum krónum eða rúmlega
6.300 íslenskum krónum.
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
kveðst ekki vita til þess að rukkað
sé fyrir aukaþjónustu á hótelum hér
á landi. - ibs
Rukkað fyrir notkun
hárþurrku á hótelum
SÓLARSTRÖND Gisting getur orðið dýrari en hótelgestir eiga von á skoði þeir ekki
fyrirfram gjöld fyrir aukaþjónustu.