Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 18

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 18
18 11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR Sigmundur Davíð Gunnlaugs-son, alþingismaður og formað- ur Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Frétta- blaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfær- andi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður. Of stórvirkt tæki Sigmundur Davíð rekur ágætlega í grein sinni hvernig hér í Reykja- vík varð til „sterkur öfugur hvati“ sem umbunaði þeim sem keyptu upp gömul hús til að rífa þau, og byggja stór hús í staðinn, en refs- aði hinum sem gerðu upp sín gömlu hús sem hefði þó átt að auka verð- mæti húsanna og næsta umhverf- is og þar með miðbæjarins, ef allt hefði verið með felldu. Rétt er að halda því til haga að fyrir 10 árum kepptist borgar- stjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu end- anlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Þróunaráætl- un um eflingu miðborgarinnar, sem samþykkt var aldamótaárið 2000, fól í sér miklar uppbygging- arheimildir á nokkrum miðborg- arreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingar- hlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgar- yfirvöld hafa sett af stað of stór- virk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkr- um númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Dagsektir gegn niðurníðslu Við Sigmundur Davíð erum áreið- anlega sammála um þetta. Hins vegar get ég ekki annað en mót- mælt þeim boðskap í grein Sig- mundar Davíðs að allt hafi verið gert til að „snúa þróuninni við“ meðan hann sat í skipulagsráði árin 2008 til 2010 en síðan, eftir að meirihluti Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar tók við fyrir rúmi ári, hafi ekkert gerst. Í grein sem ég skrifaði fyrir Fréttablaðið fyrir þremur mánuð- um vakti ég athygli á því að meiri- hluti skipulagsráðs samþykkti í vor að taka róttækara skref gegn niðurníðslu húsa í miðborginni en aðrir meirihlutar hafa vogað sér. Í yfirlýsingu ráðsins, frá því í byrj- un maí, segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eig- endum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingar- fulltrúa um úrbætur. Dagsektirn- ar geta orðið allt að 50.000 krón- um á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingun- arúrræða verði ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi eða mögulegra óska lóðarhafa um breytingar á skipu- lagi enda séu engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki. Það er varla hægt að hafa skila- boð stjórnvalda skýrari. Borgar- yfirvöld hefðu þurft að setja fram slíka yfirlýsingu fyrir löngu. Af hverju beitti Sigmundur Davíð sér ekki fyrir því um leið og hann var kjörinn í skipulagsráð fyrir þrem- ur árum? Sigmundur Davíð á líka að vita manna best að nýr meiri- hluti kemur aldrei að auðu blaði. Það er ævinlega búið að taka ótal ákvarðanir af fyrri borgarstjór- num, áreiðanlega í góðri trú, sem binda hendur þeirra sem taka við. Borgar yfirvöld geta ekki þurrkað pólitískar ákvarðanir og skuldbindingar út og kallað yfir sig heilan lögfræðingaskara með himinháar skaðabótakröfur. Sjóðir borgarinnar eru ekki mjög digrir þessa dagana. Víðtæk bótaskylda Eitt af því sem gerir skipulags- yfirvöldum í Reykjavík mjög erf- itt fyrir er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem virðist vera tryggður í bak og fyrir með gild- andi skipulagslögum. Í 51. grein skipulags- og byggingarlaga er kveðið á um að ef gildistaka skipu- lags leiðir til þess að „nýtingar- möguleikar“ fasteignar rýrni, geti sá sem telji sig verða fyrir slíku tjóni sótt skaðabætur í sjóði viðkomandi sveitarfélags. Þetta ákvæði hefur verið kallað „hlut- læg bótaregla“. Nýtingarhlutfallið sem borgin skilgreinir og útdeilir með deiliskipulagi, á landi sem hún á yfirleitt sjálf, er álitið vera eign lóðarhafans. Um aldur og ævi! Og eignarrétturinn er varinn í stjórn- arskránni. Sakleysislegt lögfræðihugtak hefur leitt til þess að þegar sveit- arstjórn hefur heimilað bygging- armagn í gildandi deiliskipulagi, hafa lóðarhafa í raun verið færð eignarréttindi á silfurfati sem geta gengið kaupum og sölum og jafnvel verið veðsett. Það hefur átt sinn þátt í því að sumar lóðir í miðbænum eru veðsettar upp úr öllu valdi þótt ekkert hafi verið framkvæmt á lóðinni. Ákvæð- ið hefur með öðrum orðum gert verslun með heimildir fyrir bygg- ingarmagni eða nýtingarhlutfalli gróðavænlega og það hefur meðal annars leitt til eins konar pattstöðu sem ríkir á allt of mörgum lóðum í miðbænum og víðar. Fagfólkið sem vinnur á skipu- lagssviði Reykjavíkur hefur lengi gert sér grein fyrir ógöng- unum sem þessi íslenska lög- fræði leiðir til og hversu mikil- vægt er að ákvæðinu verði breytt. Undanfarin misseri hefur nefnd alþingismanna á vegum umhverfisráðuneytisins unnið að breytingum á skipulagslögum. Í ítarlegri umsögn sem Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur- borgar sendi nefndinni í mars í fyrra var vakin athygli á vand- anum sem bótareglan í núverandi mynd veldur sveitarfélögunum. Í umsögninni er að auki vakin athygli á að þessi víðtæka bóta- skylda á ekki hliðstæðu í norræn- um skipulagslögum. Því miður treysti nefndin sér ekki til að endurskoða bótaregluna og breyta til samræmis við nor- ræna skipulagslöggjöf. Bótareglan er óbreytt í nýjum skipulagslögum sem Alþingi samþykkti í septem- ber í fyrra. Við þurfum því enn um sinn að búa við hana. Það breytir samt ekki því að borgaryfirvöld ætla sér að snúa öfugþróuninni við. Til þess þarf mikla lagni og nokkra áræðni. Núverandi borgar- stjórn býr yfir hvoru tveggja. En þarna var og er tækifæri fyrir þingmanninn Sigmund Davíð til að beita sér á þingi. Í grein sinni segir hann að með skynsamlegu og hvetjandi skipulagi megi snúa þróuninni hratt. En skipulagið getur tæplega verið skynsamlegt, eða hvetjandi á réttan hátt, nema skipulagslögin séu það líka. Öfugþróun snúið við Það er ástæða til að fagna grein dr. Magnúsar Magnússonar í Fréttablaðinu þann 10. ágúst á bls. 16 sem hann kallar ,Trúmál og tungumál“. Of sjaldan láta háskólaprófessorar utan guð- fræði- og trúarbragðafræðideild- ar sig trúmál varða. Það er miður því öll opinber umræða ætti að geta leitt til aukins skilnings á viðfangsefninu. Í greininni lýsir hann áhyggjum sínum: Framsetn- ing á trúarlegu efni á Íslandi sé of einhliða. Bendir hann réttilega á að ekki hefur farið mikið fyrir gagnrýninni umræðu um trúmál á Íslandi. Slíka umræðu þarf að efla og er ég honum sammála hvað það varðar. En forsenda slíkrar umræðu hlýtur að vera að hún fari fram á jafningjagrundvelli. Prófessor sem skrifar um trúmál og tungu- mál verður að gæta að eigin tungutaki. Við erum svo heppin í dag að fá að búa við fjölbreytni í samfélaginu hvað lífsskoðan- ir og menningu varðar. Sú fjöl- breytni fær staðist svo lengi sem við gætum þess öll að draga ekki hvort annað í dilka. Hér er ábyrgð háskólaprófessora mjög mikil. Inntak greinarinnar verður ekki skilið öðruvísi en svo að Magnús Magnússon hafi verið sá eini sem staddur var á 1.000 manna samkomu í Háskólabíói sem ekki var hafður að fífli, enda hann einn fárra sem hafi haft menntun til að skilja það sem fram fór. Því miður var ég ekki staddur á umræddri samkomu, þá hefðum við að minnsta kosti verið tveir! Nei, í allri alvöru, ef gagn- rýnin umræða á að skila sér sem rýni til gagns verðum við að taka hvort annað alvarlega og haga tungutaki okkar á þann veg að þeim sem er á annarri skoðun sé ljóst að hann er tekinn alvarlega í sínum veruleika. Í greininni vitnar Magnús í samtal við ónafngreindan guð- fræðing við HÍ. Ef rétt er haft eftir af hálfu Magnúsar er um alvarlegar aðdróttanir í garð guð- fræði- og trúarbragðafræðideild- ar Háskóla Íslands að ræða. Hann heldur því fram að þau sem starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar séu ekki fær um að setja fram gagn- rýni í garð þess hvernig aðrar kristnar kirkjudeildir starfa. Eins og alþjóð veit hafa flestöll sem starfa fyrir þjóðkirkjuna numið við HÍ. Vont væri ef satt reynd- ist að gagnrýn hugsun væri ekki kennd við HÍ og þarf Magnús að færa nánari rök fyrir því! Hitt er rétt að lítið fer fyrir umræðu um trúmál almennt, kannski af því að okkur hættir til að halda að umburðarlyndi felist í afskipta- leysi. Hér er úrbóta þörf og grein Magnúsar þörf áminning þar að lútandi. Rannsóknaprófessor og tungutak Skipulagsmál Hjálmar Sveinsson varaformaður skipulagsráðs Trúmál Pétur Björgvin Thorsteinsson djákni í Glerárkirkju og formaður AkureyrarAkademíunnar En skipulagið getur tæplega verið skyn- samlegt, eða hvetjandi á réttan hátt, nema skipulagslögin séu það líka. Um náttúrurétt Fullveldi Íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni um, hvort Ísland skal gerast aðili að Evrópusam- bandinu. Hér er ekki ætlunin að brjóta fullveldishugtakið til mergjar, heldur víkja að skyldri spurningu, þ.e. hvort til eru náttúrulegir meginstafir laga er æðri séu settum lögum. Íslenzk lög hafa verið talin gilda um athafnir íslenzkra þegna svo langt sem fullveldi íslenzka ríkisins nær, og lög ríkja eru yfirleitt talin hald- ast í hendur við fullveldisrétt þeirra, en alþjóðalög voru talin gilda um athafnir ríkja en ekki einstaklinga. Þessi heimsmynd laga og réttar hefur þó verið að riðl- ast, ekki sízt fyrir tilverknað kenninga um náttúrurétt. Þær ganga út á, að unnt sé að gera greinarmun á réttu og röngu án þess að sækja svarið í sett lög. Í Nürnberg 1945 voru þýzk- ir stríðsglæpamenn dæmdir fyrir grimmdarverk framin á árunum 1939-45 með vísan til æðri ólögfestra náttúrulegra meginstafa. Ekki dugði hinum ákærðu að bera fyrir sig að þeir hefðu verið að framfylgja settum lögum þýzka ríkisins. Réttarþróun gengur í þá átt, að alþjóðalög gildi ekki eingöngu um athafnir ríkja, heldur einnig um menn og athafnir þeirra eða m.ö.o. að þau tryggi mannréttindi. Harðstjórar sem gerzt hafa sekir um grimmdarverk geta ekki lengur skýlt sér á bak við „ónáttúruleg“, manngerð hugtök, eins og „ríki“ og „full- veldi“. Allsherjarlögsaga dóm- stóla, þ.e. lögsaga sem óháð er landamærum ríkja, hefur hlotið vissa viðurkenningu. Yfirmaður útrýmingarbúða Þriðja ríkisins, Adolf Eich- mann, flúði í stríðslok til Arg- entínu og fór þar huldu höfði, en leynilögregla Ísraels hafði upp á honum og flutti hann til Ísraels, þar sem hann var dæmdur og síðan hengdur 1962. Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra Chile, var handtekinn í Bretlandi 1999 og réttur settur yfir honum. Á vegum Sameinuðu þjóðanna var 2002 settur á laggir Alþjóðlegur glæpadóm- stóll (ICC) með aðsetri í Haag er hefur lögsögu hvarvetna. Er það gífurleg réttarfarsleg framför og sigur réttlætis. Misgjörðir pótentáta gegn eigin þegnum teljast ekki lengur innanríkismál ein- göngu heldur getur dómstóll- inn ákært þá – t.d. Milosevic, Karadzic, Mladic, Gaddafí og Assad – fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni og dæmt til refsingar. Í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) segir Sigurður Lín- dal á bls. 65: „Málum er miklu fremur þannig háttað, eins og Ari- stóteles benti á, að eðlis- rétturinn er útfærður í settu réttarreglunum. Af þessu leiðir að sérhver grundvall- arregla eðlisréttarins öðlast fulla viðurkenningu sem virk lagaregla með formlegri lög- helgun þeirra stofnana þjóð- félagsins sem ákvarða gildi laga.“ Vissulega er það rétt, en það dugir ekki til, þegar glæpamenn hafa rænt ríkis- valdinu. Ummæli sín birt- ir Sigurður eins og um hans eigin hugsanir sé að ræða, en í reynd er hann að þýða norsk- an texta Davids R. Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Berg- en 1992/1993), sem hann hefur tekið traustataki. Norðmenn- irnir segja á bls. 139: „Det er snarere slik, som allerede Aristoteles påpekte, at naturretten finnes nedfelt i enhver positiv rett. Dette utgangspunkt medförer at enhver naturrettslig grunn- setning får sin autoritative anerkjennelse gjennom de enkelte autoriseringssystemer som positiv rett.“ Allt sem Sigurður Líndal hefur um náttúrurétt að segja eru sex blaðsíður þýddar úr norsku fræðiriti, sem er fullt af missögnum. Gagnrýnis- laust gleypir hann við hinum norsku rangfærslum. Ástæð- an getur naumast verið önnur en að sjálfur hefur hann ekki þroskazt til sjálfstæðrar lög- fræðilegrar hugsunar. Fræði- mennska hans er sýndar- mennska. Norðmennirnir lýsa ekki kenningu sinni um náttúrurétt sem réttarkenn- ingu. Þeir staðhæfa, að nátt- úruréttarleg skuldbinding sé eingöngu af siðrænum toga og henni verði því einungis haldið fram með siðrænum meðulum, þ.e. ekki með því að beita lík- amlegu valdi. Í þýðingu sinni segir Sigurður því: „Reglum eðlisréttarins fylgir ekkert annað en aðhald siðferðisins.“ Náttúrurétti hefur vissulega áður verið lýst þannig, þótt það sé staðlausir stafir. Helzti andmælandi náttúruréttar, Hans Kelsen, fullyrti í Gen- eral Theory of Law and State (Harvard 1945/2006) á bls. 411, að náttúruréttur sé skipan sem „ekki aðeins lætur vera að mæla fyrir um líkamlega nauðung, heldur raunverulega hlýtur að banna líkamlega nauðung meðal manna“. Öfl- ugasti málsvari náttúrurétt- ar nú á dögum, John Finnis, staðhæfir hins vegar í Nat- ural Law and Natural Rights (Oxford 1980/2005) á bls. 29 að með þessu sé gefin afskræmd mynd af náttúrurétti, enda hafi hún ekki stoð í heim- ildarritum. Hann segir á bls. 260, að „í þessari veröld, eins og hún er, kann réttlæti að þarfnast þess að vera tryggt með líkamlegu valdi; mis- brestur á því að freista þess að veita með líkamlegu valdi viðnám gegn eyðileggingu og rupli innrásarherja, ræningja og þeirra sem af þvermóðsku virða lög að vettugi er jafnan réttlætisbrestur. Ef ´virkni´ er stillt upp sem andstæðu (eins og hún þarf ekki að vera) ´rétt- lætis´, er líkamlegt vald ekki eingöngu spurning um virkni.“ Lög og réttur Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður Allsherjarlög- saga dómstóla, þ.e. lögsaga sem óháð er landamærum ríkja, hefur hlotið vissa viður- kenningu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.