Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 27

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 27
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 2011 3 Söngkonan Faith Hill keypti sér nýlega silkikimono úr línu Nicole Richie, Winter Kate. Hill á að hafa pungað út um 500 dollurum fyrir flíkina í versluninni Sofia Boutique í Chicago. www.news.style.com Fyrir brúðkaupið Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Ótrúlegt úrval af fallegum kjólum St. 36-48 ÚTSALAKímonóar japanskra geisja eru talsvert frábrugðnir venjulegum kímonóum. Kímonóar japanskra geisja eru flóknar flíkur sem eiga sér langa sögu. Ekta kímonó geisju þarf að uppfylla ákveðna staðla, sem frá- brugðnir eru stöðlum venjulegs kímonó. Geisjukímonóinn er flókinn og gerður úr nokkrum hlutum. Jafnvel einfaldasta gerð hans er með undir-kímonó, litríkan yfir- kímonó og flókið belti sem kallað er obi. Flestar geisjur eiga sér- stakan kímonó fyrir hverja árs- tíð, þar sem litir og mynstur hæfir tímanum. Þrátt fyrir að kímonóar séu talsvert dýrir, þeir geta jafnvel kostað nokkur þúsund dollara hver, þurfa geisjur oft að eiga þá nokkra. Í gegnum tíðina hafa kímonóar geisja því verið gjöf velgjörðar- manna þeirra, en geisja sem vann á geisjuhúsi gat fengið styrk til fata- kaupa. Eitt af einkennum geisjukímonóa er að hann er opinn í bakið og sýnir efri hluta þess og hálsinn. Geisjur eru dansarar, tónlistar- og listamenn en auk þess þekktar fyrir daðurs- lega hegðun. Þar sem hálsinn er talinn nautnafullur hluti líkam- ans í Japan tók geisj- an nokkra áhættu með því að sýna hann. - mmf Japanskar geisjur klæðast kímonó Geisjur hafa þurft að eiga nokkra kímónóa, sem geta þó kostað sitt. NORDICPHOTOS/GETTY Fátt minnir meira á japanska menningu en fáguð kona klædd silkikímonó. Hér skal farið yfir merkingu og sögu kímonósins sem er ein heitasta tískuvaran í dag. Undanfarin tólf hundruð ár hafa Japanar klæðst þessum þjóðbúningi sínum en það hefur verið á undanhaldi á þessari öld. „Í nútímasamfélagi Japans eru enn til eldri konur sem hafa ekki klæðst öðru en kímonó allt sitt líf. Nú klæðast flestir hins vegar vestrænum fatnaði og einung- is kímonóum við sérstök tilefni,“ segir Ariko Inaoka, japanskur ljós- myndari. Hún klæðist oft kímonó af ömmu sinni en kímonóar geta verið mjög dýrir og erfast þeir því milli kynslóða. „Það er fátítt að fólk klæðist kímonóum í fyrr- um höfuðborg Japans, Kyoto, og fá allir sem klæðast búningnum tíu prósent afslátt á veitingastöð- um og í leigubílum,“ segir Ariko Inaoka. Til eru margar tegundir af kímonóum og gefur litur, snið og hönnun þeirra til kynna aldur, kyn, líf, dauða, árstíð, tilefni og virðingu. Karlmenn klæðast yfir- leitt kímonóum sem eru dökkir að lit og lítið skreyttir. Ólíkt þeim eru konur í litskrúðugum kímonó- um skreyttum áberandi munstri. Ungar konur klæðast skærum litum en mildir litir eru merki um þroska. Í lifanda lífi eru kímonó- arnir bundnir á þann veg að vinstri framstykki fer yfir það hægra. Við jarðsetningu er það öfugt. Japanar telja hnakkann til kyn- þokkafullra hluta líkamans. Lengd- in á kraga kímonósins að hnakka er þannig merki um þroska. Vídd og sídd ermanna á hefðbundnum kímonóum segir til um þjóðfélags- legar skyldur. Fullorðinn maður, sem hefur mestum skyldum að gegna, er í þrengstu ermunum en ermar hjá ókvæntri konu geta náð niður að ökkla, kallast sú tegund kímonóa furisode. Það getur verið tímafrekt að klæða sig í kímonó og getur klæðn- aður ókvæntra kvenna innihaldið 35 mismunandi hluti. Hefðbundnir kímonóar eru bundnir með mittis- linda úr handofnu silki sem kallast „obi“. Lindinn er vafinn nokkrum sinnum um líkamann og bundinn að aftanverðu en áður fyrr bundu gleðikonur hann að framanverðu, svo þær gætu afklæðst fljótt. Margar íslenskar konur klæð- ast þessum japanska búningi en Urður, söngkona GusGus, klædd- ist brúðarkímonó á forsíðu nýjasta tölublaðs Nýs lífs og Björk var í- kímonó frá Alexander McQueen framan á plötuumslagi Homo - genic. hallfridur@frettabladid.is Vitni um virðingu og stétt Japanskir kímonóar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið í tískuheiminum. Allar helstu tískudrósirnar klæðast nú kímonóum og margir fatahönnuðir hafa sótt innblástur sinn til þessa sögulega klæðnaðar. Ungar stúlkur klæðast skreyttum kímonóum í skærum litum.Kímonóar fást í Spúútnik í Kringlunni og Nostalgiu á Laugavegi. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.