Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSING FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365. is s. 512 5462 og Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5424 . Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. „Fartölvur eru í dag oft fyrstu hljómflutningsgræjur unglinga, en hljómgæði þeirra hafa ekki verið full- nægjandi. Því sérhannaði rapparinn og upptöku- stjórinn Dr. Dre hljóðkerfið Beats, svo tónlistin gæti notið sín sem best,“ segir Óskar sem í OK-búðinni selur Beats-heyrnatól og HP-tölvur með Beats-hljóð- kerfi sem gerir tónlistarflutning í tölvum að unaðs- legri upplifun. „Árið 2008 hóf Dr. Dre samstarf við Monster Cables sem sérhæfir sig í framleiðslu kapla og annars bún- aðar fyrir fagaðila í tónlistarbransanum. Fyrsta af- urðin var Beats-heyrnartól, því eins og Dr. Dre orðaði það sjálfur voru flott heyrnartól rusl og gæðaheyrnartól eins útlítandi og gömlu heyrnartólin hans pabba. Því hann- aði hann töff heyrnartól með bestu fá- anlegu hljómgæðum og fór tveimur árum síðar í samstarf við HP um að koma hljómgæðum sínum enn betur fyrir í tölvum með Beats-hljóðstýr- ingu, hátölurum og fleiru sem komið er í HP-tölvur síðan og HP situr eitt að á fartölvumarkaði.“ Beats þykir einkar svalt og hafa gæði þess fallið vel í kramið hjá tónlistarmönnum í fremstu röð, eins og Lady Gaga og Black Eyed Peas. Þá er ein tegund heyrnartóla Beats sérstak- lega merkt Red, styrktarfélagi mannvinarins Bono í írska bandinu U2. Með draumatakti Dr. Dre OK-búðin við Höfðabakka er gimsteinn í krúnu HP-búða Evrópu. Þar mætir fólki notalegheit og persónuleg þjónusta við val á framúrskarandi tölvum. Hún er stundum kölluð Ókei-búðin og það er líka alveg ókei,“ segir Óskar Sæ- mundsson, rekstrarstjóri OK-búð- arinnar, og slær á létta strengi, enda allt með besta móti í OK-búð- inni sem er stærsta og glæsilegasta HP-sérverslun Evrópu. „Við ákváðum að opna einstaka tölvuverslun í tilefni 25 ára afmæl- is Opinna kerfa í fyrra og setja þar með HP-vörumerkið í þann virð- ingarsess sem það á skilið,“ bætir Óskar við. Í OK-búðinni finnast lausnir fyrir alla, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Þar mætast einnig tveir ólíkir tölvuheimar, því ásamt HP- tölvum selur verslunin alhliða tölvu- og af þreyingarbúnað frá Apple. „Tölvunotendur skipast vanalega í tvær fylkingar, eftir því hvort þeir aðhyllast PC-tölvur eða Makka. Því ákváðum við að gera Apple einnig hátt undir höfði og sinna með því ólíkum óskum viðskiptavina,“ út- skýrir Óskar. Þessa dagana er mikið um dýrð- ir í OK-búðinni því skólavertíð er í hámarki og úr mörgu að velja þegar kemur að úrvali og fágætum kosta- kjörum. „Nú er afbragðs tími til að kaupa tölvur því úrvalið hefur sjaldan verið meira eða verðið hagstæðara. Við bjóðum þrjá fjölbreytta kosti af mest seldu fartölvum í heimi; ódýr- ar og einfaldar tölvur sem eru til- valdar til ritvinnslu, netnotkunar og léttrar Microsoft Office-vinnslu, en einnig sterkbyggðar, flottar skóla- tölvur úr ProBook-fyrirtækjalínu HP. Þá eru einnig á skólatilboði enn öflugri tölvur, eins og Pavilion með mikið vinnsluminni, stóran harðan disk, öflugt skjákort og Beats-hljóð- kerfi, sem þykir afar eftirsóknarvert meðal unga fólksins sem vill hlusta á tónlist í góðum gæðum í tölvunni sinni,“ upplýsir Óskar. Í bjartri og fallegri OK-búðinni ríkir notalegt og afslappað and- rúmsloft. Þar má því skoða tölv- ur í rólegheitum með ráðagóðum fagmönnum og óþarfi að fara sér óðslega í tölvukaupum. „Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og hér er alltaf nýlagaður kaffisopi og gos- drykkir í boði fyrir viðskiptavini. Verslunin á bakland í stóru fyrir- tæki með þrautreyndum sérfræð- ingum og varla hægt að reka okkur á gat með jafnvel flóknustu spurn- ingum. Við tökum því hlýlega á móti viðskiptavinum og förum vel ofan í saumana á því hvað þeir ætla að nota tölvur sínar í, því okkur finnst mikilvægt að hver og einn fái réttu vélina til þeirra starfa sem hann ætlar sér með hana,“ segir Óskar. Tölvudjásn Evrópu Óskar í fallegri OK-búðinni þar sem vöruúrval er ríkulegt og ávallt í samræmi við óskir markaðarins. MYND/STEFÁN Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre með tónlistarmanninum Jay Z sem er einn margra í fremstu röð sem nota Beats- hljóðkerfi doktorsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.