Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 31

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 31
KYNNING − AUGLÝSING11. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR Í meira en aldarfjórðung hafa Opin kerfi séð íslenskum tölvunotendum fyrir hágæða HP-tölvum, en þær njóta einmitt mestra vinsælda heimsbúa. Við erum afar stolt af því að selja HP-tölvur því þær eru leiðandi vörumerki á tölvumarkaðnum,“ segir Ólafur Tryggvason, vöru- og viðskipta- stjóri neytendalausna hjá Opnum kerfum sem hefur 26 ára reynslu í innflutningi og þjónustu HP- tölvubúnaðar. „HP, eða Hewlett Packard, er stærsti tölvuframleiðandi heims og selur langmest allra af tölvu- búnaði, ásamt því að vera stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims. Þróunarvinna þess er afar metn- aðarfull og árlega setur fyrirtækið í hana þrjá milljarða Bandaríkja- dala, sem er meira en margir aðrir framleiðendur velta á ári,“ upplýs- ir Ólafur. Vörulína HP er í senn fjölbreytt og stór, og á einstaklingsmarkað kemur nýr búnaður þrisvar á ári. „Þá er þróun í innri búnaði tölu- vert mikil þótt ytra útlit breyt- ist hægar í takt við strauma og stefnur. Almennt séð byggja tölv- ur á búnaði sem kemur víðs vegar að og mikil kúnst að láta hann vinna óaðfinnanlega saman. Því skiptir öflug þróunarvinna á vél- búnaði miklu svo tölva virki sem best. Þrotlaus vinna HP við að gera tölvubúnað sinn sterkari, ásamt því að tengja hann traust- um fótum saman við önnur tengd tæki, eins og prentara og net- þjóna, tryggir að allt vinni óbrigð- ult saman við ólíkar aðstæður,“ út- skýrir Ólafur. Vegna áratuga, farsælla sam- skipta eru Opin kerfi í góðu sam- starfi við framleiðendur HP ytra. „Við verslum beint við HP Nordic sem þjónustar Norður- löndin. Það gerir okkur kleift að hafa bein áhrif á hvaða búnað við viljum fá. Íslenski markaðurinn er gjarnan frábrugðinn öðrum og þá afar dýrmætt að geta komið á framfæri séróskum til HP, hvort sem það er í tengslum við tölvu- búnað fyrir einstaklings- eða fyrir- tækjamarkað. Tveir samstarfsað- ilar okkar hérlendis, Omnis og TRS, eru einnig í góðu samstarfi við HP Nordic og hafa beint sam- band vegna fjölþættrar þjónustu að utan, en sá aðgangur tryggir í senn faglega þekkingu og miðlun á upplýsingum,“ segir Ólafur. „Í ár lögðum við áherslu á að fá tölvur sem svara betur þörfum námsmanna. Þess vegna bjóðum við upp á nýjustu Intel-örgjörva, umgjarðir úr áli, vökvavarin lykla- borð, góða vörn fyrir harða diska og praktíska þætti eins og talna- borð og Microsoft Office Starter,“ segir Ólafur og bendir á að tölv- ur, líkt og önnur raftæki, þurfi á traustri þjónustu að halda og þar búi Opin kerfi að áratuga reynslu. „Okkar þjónusta er í föstum skorðum þegar kemur að viðhaldi og ábyrgðarviðgerðum. Það er enda mikils virði fyrir tölvunot- endur að vinna á tölvum sem eru vel yfirfarnar af sérfræðingum sem hafa gert búnaðinn eins góðan og mögulegt er. Metnaður og ábyrgð í hvívetna útskýrir vinsældir HP og hvers vegna þær eru mest seldu fartölvur veraldar. Fólk veit að þær bregðast ekki.“ HP tölvur eru fáanlegar í öllum landshornum og geta viðskipta- vinir skoðað og keypt HP-tölvu- búnað hjá samstarfsaðilum um land allt. HP eru mest seldu tölvur í heimi Ólafur Tryggvason vöru- og viðskipta- stjóri neytendalausna. Opin kerfi og OK-búðin eru til húsa í glæsilegu húsnæði að Höfðabakka 9. Sölunet Opinna kerfa nær um landið allt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.