Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.08.2011, Blaðsíða 46
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Málþing helgað Guðrúnu frá Lundi og öðrum sagn- firskum sagnaskáldum verður haldið í Ketilási í Fljótum laugardaginn 13. ágúst. Þetta er annað árið í röð sem mál- þing um Guðrúnu Árnadóttur, sem kenndi sig við Lund í Fljótunum, er haldið í Ketilási. Málþingið í fyrra var haldið að áeggjan heimamanna sem vildu efla menningartengda heimaþjónustu. Á fjórða hundrað gesta sóttu málþingið og varð því ekki undan því vikist að endurtaka leikinn í ár. „Í fyrra var yfirskrift málþings- ins: „Er enn líf í Hrútadal?“, sem er sögusvið Dalalífs. Það reynd- ist svo sannarlega vera og því er yfirskriftin í ár: „Það er líf í Hrútadal,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson einn af skipuleggjend- um málþingsins en Hrútadalur er sögusvið Dalalífs sem dregur dám af Fljótunum og Stíflunni. Guðjón segir sjónar- horn dagskrár- innar víðara í ár en í fyrra. „Við beinum sjónum okkar einnig að öðrum sagnaskáldum í Skagafirði, þótt Guðrún og verk hennar séu enn þungamiðjan.“ Guðjón segir verk Guðrúnar frá Lundi alls ekki gleymd. Miðað við útlán á bókasöfnum er Guðrún frá Lundi enn einn vinsælasti rithöf- undur þjóðarinnar; á bókasafninu í Skagafirði hafi til að mynda þurft að binda bækur hennar inn til að forða þeim frá sliti. „Ég held að fólk sæki í bækur hennar því sjónarhorn hennar er svo sérstakt. Hún fangar tíðarand- ann afskaplega vel og gegnum verk hennar birtist andblær hins liðna manni ljóslifandi. Fyrirmyndum Hrútadals, Fljótunum og Stíflu, var sökkt 1945 en Dalalíf kom út árið eftir og þegar maður lítur yfir svæðið sér maður fyrir sér bæina sem Guðrún skrifar um.“ Svandís Svavarsdóttir mennta- málaráðherra setur málþingið á laugardag. Að því loknu flytur Baldur Hafstað prófessor erindi um skagfirska sagnamenningu. Hallgrímur Helgason rithöfund- ur og Álfdís Þorleifsdóttir, meist- aranemi í íslensku, flytja erindi um verk Guðrúnar, auk þess sem Hallgrímur heldur spurninga- keppni, Flettu betur. Fluttur verður leikþátturinn Brot úr degi Guðrúnar frá Lundi, eftir Ingi- björgu Hjartardóttur. Þá verður efnt til landsmótsles- hópanna, þar sem almennir les- endur geta lagt orð í belg um höf- undarverk Guðrúnar. Um kvöldið verður slegið upp harmoníkuballi þar sem andi Hrútadals svífur yfir vötnum. „Við leggjum áherslu á að þetta er alþýðleg bókmenntahátíð, þar sem allir geta tekið þátt,“ segir Guðjón. „Við keyrum þetta áfram á léttleikanum og gleðinni.“ bergsteinn@frettabladid.is Hrútadalur lifnar við Mörg tónskáld hafa verið samkyn- hneigð. Corelli var hommi, líka Saint-Saens, Tsjajkovskí, Leonard Bernstein, John Cage og ótal fleiri. Sjálfsagt hafa allnokkrir tónleikar verið haldnir á Íslandi þar sem ein- göngu klassísk tónlist eftir samkyn- hneigð tónskáld hefur verið á dag- skránni. En það hefur aldrei verið yfirlýst þema tónleikanna fyrr en nú. Alltént man ég ekki eftir því. Í tilefni Hinsegin daga í Reykja- vík var efnt til slíkra tónleika í einum af minni sölum Hörpunnar, Norðurljósum. Þetta eru aðrir tón- leikarnir sem ég fer á í Norðurljós- um, hinir fyrri voru rafmagnaðir. Það var allt í lagi með þá. Sömu sögu er ekki að segja nú. Tónlist- in var órafmögnuð, hljóðfæraleik- urinn og söngurinn. Hvorugt kom nægilega vel út í hljómburði salar- ins. Strengir virkuðu flatir og lit- lausir, Gunnhildur Daðadóttir á fiðlu, Guðný Jónasdóttir á selló og sjálf Sigrún Eðvaldsdóttir. Mér heyrðist Sigrún reyna að bregðast við þessum aðstæðum með óhóf- legu víbratói, en það virkaði ekki sem skyldi. Þess ber að geta að bæði Guðný og Gunnhildur eru fremur óreynd- ir spilarar. Og það er ekki auðvelt að gera sitt besta á tónleikum þar sem efnisskráin er bland-í-poka. Hver flytjandi hefur aðeins nokkr- ar mínútur. Það er enginn tími til að komast almennilega í gang. Þetta var fremur áberandi galli á tónleik- unum. Flytjendur týndu sér aldrei í tónlistinni. Söngurinn kom ekki betur út í hljómburðinum. Í minningunni um frábæra tónleika í Salnum í vetur var hin bráðefnilega Herdís Anna Jónasdóttir aðeins skugginn af sjálfri sér. Bergþór Pálsson var líf- legur og skemmtilegur að vanda, en rödd hans hefur notið sín betur ann- ars staðar. Fallegar raddir þeirra Eyjólfs Eyjólfssonar og Hafsteins Þórólfssonar hljómuðu ekki heldur nægilega vel. Sömu sögu er að segja um klarinettuleik Einars Jóhannes- sonar og píanóleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Og fleira. Í rauninni hefðu þetta verið leið- inlegir tónleikar ef Árni Heimir Ingólfsson, sem sá um langmestan meðleikinn, hefði ekki verið svona skemmtilegur. Hann spilaði prýði- lega, og svo var hann einstaklega líflegur þegar hann talaði á milli atriða og sagði frá músíkinni sem var næst á dagskrá. Þetta gerði að verkum að sjálfur tónlistarflutn- ingurinn varð aukaatriði. Allt sem fólk fékk að vita UM tónlistina – það var málið. Árni Heimir reytti af sér brandarana og maður skellihló hvað eftir annað. Tónskáldin, líf þeirra og verk, sögulegur bakgrunnur – þetta varð ljóslifandi í hugskoti manns. Hljómburðurinn í Norðurljósum er vissulega vonbrigði. En eins og kom hér fram að framan virðist raf- mögnuð tónlist þar hljóma vel. Og veggirnir geta skipt litum, sem er einstakt á Íslandi. Þetta gerir Norð- urljósin að ákjósanlegum vettvangi fyrir rafmagnaða, „nýgilda“ tónlist. En klassíkin ætti sennilega að vera annars staðar. Jónas Sen Niðurstaða: Fremur misjafnir tónleikar sem liðu fyrir slappan hljómburð. En kynningin á verkunum og tónskáldunum var frábær. Flott kynning en fátt annað Tónlist ★★★ Á hinsegin nótum Tónlist eftir samkynhneigð tón- skáld í Norðurljósum Hörpu. Flytjendur: Ýmsir Kynnir: Árni Heimir Ingólfsson GUÐJÓN RAGNAR JÓNASSON BALKÖNSK SVEIFLA FYRIR NORÐAN Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur á Listasumri á Akureyri í kvöld og á Café Haiti í Reykjavík á morgun. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Efnisskrá hljómsveitarinnar er samsett úr þjóðlegri tónlist frá Balkanlöndunum. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á tamboura, bouzouki og saz, Þorgrímur Jónsson á rafbassa og Erik Qvick á trommur og slagverk. LJ Ó SM YN D /B EN M AT H IS 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Frelsarinn - kilja Jo Nesbø Íslenskur fuglavísir - nýr Jóhann Óli Hilmarsson Hefndargyðjan Sara Blædel Skindauði - kilja Thomas Enger Einn dagur - kilja David Nicholls METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 03.08.11 -09.08.11 Ófreskjan Roslund & Hellstrom Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Nemesis - kilja Jo Nesbø Sokkaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir 10 árum yngir á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir STÍFLA FYRIR VIRKJUN Stífla í Fljótum er fyrirmynd Hrútadals í Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Árið 1940 var ákveðið að virkja Stífluá til að sjá Siglfirðingum fyrir rafmagni. Fór þá ein fegursta sveit landsins undir vatn en hún lifir áfram í verkum Guðrúnar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 11. ágúst ➜ Tónleikar 20.00 Sænsku tónskáldin Eva Sidén og Jens Hedman verða með tónleika í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leika í Deiglunni, Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir félaga í Djassklúbbi Akureyrar. 22.00 Hljómsveitin Coral með útgáfu- tónleika á Faktorý. Hljómsveitin Cater- pillarmen sér um upphitun. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Hljómsveitin Prinspóló heldur tónleika á Café Riis, Hólmavík. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Pétur Ben og Eberg halda útgáfutónleika á Sódómu. Hljómsveitin Ourlives sér um upphitun. Aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Söfn 20.00 Minjasafn Reykjavíkur, Ljós- myndasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir sameiginlegri kvöldgöngu um Laugaveginn og nágrenni. Gangan tekur um klukku- stund og er lagt af stað milli Tryggvagötu 15 og 17. Þátttaka er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.