Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 54

Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 54
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38 sport@frettabladid.is Búdapest í Ungverjalandi Ungverjaland Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–8 (10–1) Varin skot Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Horn 8–5 Aukaspyrnur fengnar 13–12 Rangstöður 3–2 ÍSLAND 4–3–3 Stefán Logi Magnússon 6 Birkir Már Sævarsson 4 (74., Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Eggert Gunnþór Jónsson 5 Hermann Hreiðarsson 4 (68., Elfar Freyr Helgason 4) Indriði Sigurðsson 3 (52., Hjörtur Logi Valgarðsson 5) Aron Einar Gunnarsson 4 (66., Jón Guðni Fjóluson 4) Eiður Smári Guðjohnsen 5 (83., Arnór Smárason -) Birkir Bjarnason 5 Rúrik Gíslason 3 Jóhann Berg Guðmundsson 4 Heiðar Helguson 2 (46., Alfreð Finnbogason 4) 1-0 Vladimir Koman (32.) 2-0 Gergely Rudolf (45.) 3-0 Balázs Dzsudzsák (59.) 4-0 Ákos Elek (88.) 4-0 Stark, Þýskalandi (8) STÆRSTA TAP Í VINÁTTULEIK SÍÐAN 2004 Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað stærra í vináttulandsleik síðan að liðið steinlá 6-1 á móti Englendingum á Manchester-mótinu 5. júní 2004. Wayne Rooney skoraði þá tvö markanna en hin mörk þeirra gerðu Frank Lampard, Darius Vassell (2) og Wayne Bridger. Heiðar Helguson minnkaði muninn í 3-1. KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfu- boltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guð- mundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Gla- cerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. „Ég er búin að vera að stefna að þessu í ár. Ég er mjög spennt fyrir þessu en líka smá stressuð. Þetta verður öðruvísi enda í fyrsta skiptið sem ég spila fyrir annað lið en Hamar. Ég var lengi að hugsa þetta því það var svolítið erfitt að fara frá Hamri. Það er bara ekki oft sem maður fær svona tæki- færi og ég ákvað bara að slá til,“ sagði hin 22 ára Fanney sem er á leiðinni til Cherbourg í Normandí- héraði í Frakklandi. Fanney ætlar bara að einbeita sér að körfunni úti en hún verður ekki ein úti þar sem fjögurra ára dóttir hennar, Máría Líney Dalmay, verður með í för. „Hún verður með mér úti en kemur nokkrum vikum seinna með mömmu. Ég verð síðan með „au pair“ sem mun gæta hennar á meðan ég er á æfingum og í leikj- um. Þetta er algjör draumur og ég er mjög ánægð,“ sagði Fanney sem kvíðir því ekki að vera einstæð móðir í atvinnumennsku. „Það er allt hægt og ég ákvað bara að prófa þetta,“ sagði Fanney sem var lykilmaður í deildarmeist- araliði Hamars á síðasta tíma- bili. „Ég er mjög stolt af mínum tíma í Hamri en þetta verður bara ævintýri,“ sagði Fanney Lind sem mun spila í sömu deild og Sigrún Ámundadóttir gerði á síðasta tíma- bili. Ragna Margrét sem hefur leik- ið með Haukum ætlar að spila með KFUM Sundsvall í næstefstu deildinni í Svíþjóð. „Ég hafði samband við þjálfar- ann og spurði hvort ég mætti ekki vera með. Hann var mjög glaður með það,“ sagði Ragna Margrét. Telja má líklegt að Ragna verði mikill liðstyrkur fyrir Sundsvall- liðið enda spilaði hún mjög vel með Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins. - óój, ktd Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir ætla báðar að spila í Evrópu í vetur: Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku FANNEY LIND GUÐMUNDSDÓTTIR Í leik með Hamarsliðinu á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Undankeppni EM 2012 C-RIÐILL Norður-Írland - Færeyjar 4-0 Vináttulandsleikir Úkraína - Svíþjóð 0-1 0-1 Tobias Hysen (90.) Noregur - Tékkland 1-0 1-0 Moa (23.), 2-0 John Arne Riise (72.), 3-0 Moa, víti (89.) Ítalía - Spánn 2-1 1-0 Riccardo Montolivo (11.), 1-1 Xabi Alonso, víti (37.), 2-1 Alberto Aquilani (84.). Skotland - Danmörk 2-1 1-0 William Kvist, sjálfsmark (23.), 1-1 Christian Eriksen (31.), 2-1 Robert Snodgrass (44.). Þýskaland - Brasilía 3-2 1-0 Bastian Schwinsteiger, víti (61.), 2-0 Mario Götze (67.), 2-1 Robinho, víti (71.), 3-1 Andre Schürrle (80.), 3-2 Neymar (90.). Frakkland - Síle 1-1 1-0 Loic Remy (20.), 1-1 Nicolas Cordova (76.). Portúgal - Lúxemborg 5-0 1-0 Helder Postiga (26.), 2-0 Cristiano Ronaldo (44.), 3-0 Fabio Coentrao (46.), 4-0 Hugo Almeida (58), 5-0 Hugo Almeida (73.) Rússland - Serbía 1-0 Lettland - Finnland 0-2 Hvíta-Rússland - Búlgaría 1-0 Kýpur - Moldóva 3-2 Fílabeinsströndin - Ísrael 4-3 Albanía - Svartfjallaland 3-2 Liechtenstein - Sviss 1-2 Pólland - Georgía 1-0 San Marino - Rúmenía 0-1 Tyrkland - Eistland 3-0 Austurríki - Slóvakía 1-2 Írland - Króatía 0-0 Slóvenía - Belgía 0-0 Wales - Ástralía 1-2 Bosnía - Grikkland 0-0 ÚRSLIT MARIO GÖTZE Þýska undrabarnið skoraði í fyrsta sigri Þjóðverja á Brössum í átján ár. MYND/NORDIC PHOTOS/BONGARTS ALBERTO AQUILANI Livepool-maðurinn tryggði ítölum sigur á heimsmeisturum Spánverjar í Bari í gær. MYND/AFP FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson þurfti að horfa upp á eina verstu frammi- stöðu íslenska landsliðsins undir sinni stjórn í gærkvöldi þegar Ungverjar unnu 4-0 stórsigur á íslenska landsliðinu í vináttulands- leik í Búdapest. Var þetta kannski eins og gamla stórveldi Ungverja væri að vakna úr dvala? Nei, svo var nú ekki því lítið mótstaða og ítrekuð mistök íslensku leikmann- anna sáu til þess að heimamenn litu út eins og ein af betri knatt- spyrnuþjóðum Evrópu. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa. Ég er ekki viss um að segja að þetta hafi verið versti leikurinn undir minni stjórn en þetta var allavega versta tapið. Tölurnar eru stórar,“ sagði Ólafur eftir leikinn í gær. Íslenska liðið mætir með auman rassinn inn í lokaleiki sína í undankeppninni og er víst til að falla enn neðar á hinum umtalaða FIFA-lista bætist enn fleiri töp við á síðustu vikum Ólafs Jóhannessonar í landsliðsþjálfarastöðunni. „Það vantaði í okkar hóp hérna og þeir menn sem ég valdi fyrir þetta koma líklega allir inn aftur. Auðvitað verða einhverjar breytingar eins og alltaf eru á milli leikja.Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur þetta ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur mátt þola harða gagnrýni í nokkurn tíma enda hefur gengi liðsins verið afar slakt. Ólafur gat þó oftast í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega en svo var nú ekki í gær. „Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi,“ sagði Ólafur. Íslenska liðið átti nokkra ágæta spilakafla í fyrri hálfleiknum með þá Eið Smára Guðjohnsen og Birki Bjarnason í fararbroddi en liðinu gekk illa að skapa sér færi með Heiðar Helguson algjörlega týnd- an í fremstu víglínu. Heiðar gerði að auki slæm mistök þegar Ung- verjarnir komust yfir á 32. mínútu. Heiðar átti þá slæma sendingu sem reyndist vera fyrirtaksstoð- sending á Vladimir Koman sem lék upp að teignum og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrri hálf- leiksins þegar Gergely Rudolf slapp í gegn eftir skyndisókn, sólaði Stefán Loga Magnússon og skoraði af öryggi. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af smá krafti en önnur varnarmistök gáfu Ungverjum þriðja markið og eftir það var íslenska liðið sem lamað inn á vell- inum á meðan heimamenn léku sér og gátu bætt við nokkrum mörk- um. Það var þó bara eitt mark sem bættist við og er hægt að þakka markverðinum Stefáni Loga Magn- ússyni fyrir það. Það munar 74 sætum á Ungverj- um og Íslendingum á Styrkleika- lista FIFA og það má lesa milli lín- anna hjá forráðamönnum KSÍ að staða íslenska landsliðsins á list- anum gefi nú ekki rétta mynd af styrk íslenska fótboltans. Í gær- kvöld var gullið tækifæri til að opinbera vankanta heimslistans en þegar upp var staðið gengu íslensku landsliðsmennirnir nið- urlútir af velli vitandi það að það er ekki tilviljun að íslenska lands- liðið er í 121. sætinu. Það er löngu orðið ljóst að Ólaf- ur Jóhannesson er að stýra sínum síðustu landsleikjum en í gærkvöld læddist einnig að manni sá grunur að nokkrir leikmenn liðsins væri einnig komnir á endastöð. Heiðar Helguson og Indriði Sigurðsson hreyfðust varla á vellinum og fyr- irliðinn Hermann Hreiðarsson var örugglega manna fegnastur þegar hann var tekinn út af í seinni hálf- leik. ooj@frettabladid.is Hversu langt getur liðið sokkið? Íslenska landsliðið í fótbolta beið afhroð í vináttulandsleik á móti Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi en liðið steinlá 0-4 og hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ungverjar refsuðu íslensku strákunum fyrir mistökin og brutu á endanum allan vilja og kraft úr íslenska liðinu. LANDSLIÐIÐ OKKAR Í SLÆMUM MÁLUM Eiður Smári Guðjohnsen var einn skásti leikmaður íslenska liðsins í gær en mátti oft ekki við margnum. NORDICPHOTOS/AFP Stærstu töpin undir stjórn Ólafs Jóhannessonar: 0-4 á móti Ungverjum í Búdapest 10. ágúst 2011 0-3 á móti Dönum í Kaupmannahöfn 21. nóvember 2007 1-3 á móti Portúgölum á Laugardalsvelli 12. október 2010 0-2 á móti Makedóníu í Skopje 10. júní 2009 0-2 á móti Holland í Rotterdam 11. október 2008 0-2 - á móti Hvíta-Rússlandi á Möltu 2. febrúar 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.