Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 5
n & $8 & $ & & & $8 3* Hp & $ & & & & & 1$ Sfc $$ SÞ $8 & $® SÞ $35 §Þ $® fc & & fav & ^ w ^ ^ w ‘n wtí w ^ ^ ^ Páll Þórðarson, sóknarprestur í Njarðvikurprestakalli Jólaguðspjall, lwað er nú það? Er það nokk- uð annað og meira en fallegt ævintýri úr aust- urlöndum, sem dregið er fram í dagsljósið á þeirri tíð, sem sólargangur er hve skemmstur? Hvað gagnar stutt saga af barnsfœðingu við heldur nöturlegar aðstæður í lieimi veruleikans, í brauðstritsheiminum, þar sem mennirnir eru að keppast við að koma sér áfram, flestir að byggja og tyggja. Til eru þeir, sem telja það algjöran óþarfa að gera lítið úr tiðindunum frá Betlehemsvöllum, en telja að sama skapi úti í hafsauga að taka mark á þeim. Ágústus keisari var valdamikill maður, eins og þeir segja i sjónvarpinu, en hvar er veldi hans i dag? Það var vissidega raunverulegt á sinni tið, en livar er það nú? Rómaveldi er látið fyrir löngu. Ágústus keisari lifir á snjáðum spjöldum sögunnar, eingöngu vegna þess að Jes- ús Kristur er enn i dag lifandi veruleiki milljóna manna. Ágústv.s var dæmigerður fulltrúi þeirra sem koma og fara. Sól hans skein mjög sterkt um stund, en settist siðan út við sjóndeildar- liring tímans. Hann minnir á flugeld á gaml- árskvöld, sem þýtur upp á næturhimininn og springur þar með f jölskrúðugri litadýrð, en er að morgni nýs árs útbrunnið prik á frosnum sverði. Dagar mannsins eru sem grasið liann blómgast sem blómið á mörkinni. Þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar. Þ-annig er saga okkar dauðlegra manna. Hún greinir frá fálmkenndu brambolti í fallvöltum heimi. Hún lýsir þvi, hvernig við grípum krampakenndu taki á lifinu sjálfu og kreistum það eins og sítrónu, í þeim tilgangi að fá sem allra mest út úr því fyrir okkur sjálf. Og sagan segir ennfremuf frá fyrirgangi okkar vegna þeirra manna, sem við teljum að búi yfir mögu- leikunum; hæfileikum. til stjórnunar og getu til þess að gera vegferð okkar sem glœsilegasta. Það var enginn smákvellur lijá þeim grönnum okkar i vestri núna á dögunum, er þeir völdu sér nýjan Ágústus. Keisaraefnin, Carter og Ford, lofuðu gulli og grænum skógum og fyrir- heit þeirra gætu vafalítið leyst vandamál lieilla sclkerfa, kæmust þau einhverntíma i fram- kvæmd. En sá sem. fæddist i húmi heilagrar nætur i Brauðhúsum hafði ekki á að skipa. fjöl- mennu liði afkastamikilla kosningasmdla. Veg- ferð hans hófst ekki með fyrirgangi þessa heims og mxnnlega séð, þá benti flest til þess að lífi hans væri búin harla möguleikálítil framtíð. Fréttasnatar allra tima og staða spara svo sannarlega sporin að svo hversdagslegum tið- indum, sem fæðing umkomulauss barns er. Þar grípa þeir ekkert það kvak, sem hljómar sæt- lega í eyrum fréttarþyrstrar heimsbyggðar- innar. Á jólunum viljum við helst kveikja á kerta- Ijósum og fá að borða jólasteikina í friði með fjölskyldunni. Okkur þykir þau kærkomin til- breyting, þegar norðanáttin lemur gluggann og ekki er hundi út sigandi. Og þá leggur ilminn úr eldliúsinu, Siggi er á síðum buxum og Solla á bláum kjól. En til eru þær nöldurskjóður, sem spyrja á slíkum stundum: „Er þetta vegna Guðs, eða gjafanna; Jesú eða jólasvemsins?“ Týnist innilialdið i öllu umbúðaflóðinu? Eru jólin inni- haldslítil hátíð barna og kaupmanna? / Betlehem snertust himinn og jörð. Á því augnábliki urðu skilin miklu í mannkynssög- Framliald á bls. 1/8 ?r ðf flöf 45 af 45 45 flöf at 45 ftf 45 aj 45 45 45 45 flöí 45 áöf 45 ftf áöf 45 ftf 45 flfc? 45 fif 45 fif 45 45 áöf 45 45 ^fr n ir ir *? ir *? n *? tr *? tr *? ^ «? ir *? tr <? *r *? :<r *? tr w v FAXI — 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.