Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 15
Grindavík. í september 1975 voru boðn-
ar út framkvæmdir við 1. áfanga dreifi-
kerfis í Grindavík og í nóvember við
aðveituæð að Grindavík, Grindavíkuræð.
Gerðardómur lauk störfum í janúar
1976 og mat hann jarðhitaréttindi og
nauðsynleg landsvæði á 87,7 Mkr. og
samþykktu báðir aðilar að hlýta þeim
úrskurði. Hófst þá undirbúningur að
framkvæmdum við hitaveitu fyrir öll
Suðurnes. Eins og áður segir hófust
framkvæmdir við hitaveitu í Grindavík
haustið 1975. Það ár var unnið fyrir um
67 Mkr.
Á þessu ári er ráðgert að vinna fyrir
um 890 Mkr. Helstu framkvæmdir á ár-
inu eru:
Virkjun: Bráðabirgðaorkuver reist
við Svartsengi. Boraðar þrjár holur til
ferskvatnsöflunar, Iögð safnæð fyrir
ferskt vatn og nauðsynlegir rafstrengir
lagðir. Framkvæmdir hafnar við 1.
áfanga orkuvers. Aðveituæðar: Lokið
við Grindavíkuræð og miðlunargeymi
fyrir Grindavík. Framkvæmdir hafnar
við 1. áfanga stofnæðar í gegnum Njarð-
vík og Keflavík. Dreifikerfi: Lokið við
dreifikerfi í Grindavík að undanskildu
Þórkötlustaðahverfi og Viðlagasjóðs-
hverfi, sem er allt rafhitað. Lagður 1.
áfangi dreifikerfa í Njarðvík og Kefla-
vík. Á þessu ári er ennfremur fyrirhug-
að að bjóða út efni og framkvæmdir,
við aðveituæð að Njarðvík, Njarðvíkur-
æð.
Á árinu 1977 er áætlað að vinna fyrir
1.535 Mkr. en helstu framkvæmdir, sem
þá eru fyrirhugaðar eru:
Virkjun: Lokið verði 1. áfanga
varmaorkuvers ásamt nauðsynlegum
borholum fyrir kalt vatn og safnæðum
fyrir heitt og kalt vatn. Framkvæmdir
hafnar við 2. áfanga orkuvers. Aðveitu-
æðar: Lögð verði aðveituæð að Njarð-
vík og lokið við stofnæð í gegnum
Njarðvík og Keflavík. Dreifikerfi: Lok-
ið verði við dreifikerfi í Njarðvík og
Keflavik. Árið 1978 er ráðgert að vinna
fyrir 1.563 Mkr. og helstu framkvæmd-
ir sem fyrirhugaðar eru: Virkjun: Lok-
ið verður við 2. áfanga orkuvers ásamt
nauðsynlegum borholum og safnæðum.
Aðveituæðar: Lagðar aðveituæðar að
Sandgerði, Gerðum og Keflavíkurflug-
velli. Dreifikerfi: Lögð verði dreifikerfi
í Sandgerði, Gerðum, Vogum og hafnar
framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.
Árið 1979 er áætlað að vinna fyrir
736 Mkr. og helstu framkvæmdir sem
fyrirhugaðar eru það ár eru: Stækkun
virkjunar og framkvæmdir við dreifi-
stöð og dreifikerfi á Keflavíkurflug-
velli.
Árið 1980 er ráðgert að ljúka fram-
kvæmdum ð Keflavíkurflugvelli og að
það ár verði unnið fyrir 345 Mkr.
Framkvæmdir við hitaveitu í Grinda-
vík eru nú það langt komnar að nú eru
húsatengingar hafnar, búið að tengja
um 50 hús. Á næstu vikum verður þess-
um framkvæmdum lokið, þannig að all-
ir íbúar Grindavíkur utan Þórkötlu-
staðahverfis og Viðlagasjóðshverfis
geta fengið heitt vatn fyrir næstu ára-
mót.
Haustið 1977 er ráðgert að Njarðvík-
uræð verði tilbúin til notkunar og að á
síðustu mánuðum ársins verði unnt að
koma vatni til meirihluta íbúa í Njarð-
vík og Keflavík. Gert er ráð fyrir. að
fyrstu íbúarnir í Sandgerði, Gerðum og
Vogum fái heitt vatn seint á árinu 1978.
Ennfremur er áætlað að taka þá í notk-
un 1. áfanga hitaveitu á Keflavíkurflug-
velli, en að framkvæmdum þar verði
lokið á árinu 1980.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvort
hitaveita verði lögð í Hafnir eða hvort
húshitun þar verði leyst á annan hátt.
Hitaveita Súðurnesja, sem nú hefur
hafið rekstur, er að því leyti frábrugð-
in nær öllum öðrum hitaveitum hér á
landi að því leyti að hitanotkun er unn-
in á háhitasvæði. Virkjun jarðvarmans
er því að verulegu leyti frábrugðin því
sem annars staðar er. Heita vatnið í
borholunum inniheldur mikinn kísil, sem
fellur út við kólnun og myndi fljótlega
stífla allar lagnir, ef nota ætti vatnið
beint. Ennfremur er vatnið mjög salt
eða um 2/3 af seltu sjávar. Útilokað er
að nota vatnið beint fyrir hitaveituna
og þarf því að afla fersks vatns, sem
hitað er upp með gufu úr jarðhitasvæð-
inu. Ferska vatnið er fengið úr borhol-
um 3—4 km norðan Svartsengis. Þaðan
er því dælt að orkuverinu, þar sem það
er hitað upp með því að blanda í það
gufu. Til þess að losna við súrefni og
aðrar óæskilegar lofttegundir úr vatn-
inu er það hitað yfir suðumark og síðan
látið sjóða.
Sá áfangi I-Iitaveitu Suðurnesja, sem
nú hefur verið tekinn í notkun er um
5MW að afli. Haustið 1977 þegar 1.
áfangi varmaorkuvers er tilbúin og
Njarðvíkuræð verður tekin í notkun er
áætlað afl hitaveitunnar um 22MW, en
þegar Keflavíkurflugvöllur hefur tengst
hitaveitunni 1980 er afl hennar áætlað
um 90MW.
Stjórnarmenn Hitaveitu Suðurnesja
í dag eru:
Jóhann Einvarðsson, formaður
Eiríkur Alexandersson, ritari,
Ólafur G. Einarsson, varaform.
Alfreð Alfreðsson,
Þóroddur Th. Sigurðsson,
Framkvæmdastjóri er:
Ingólfur Aðalsteinsson.
Helstu verktakar fram að þessu eru:
Véltækni hf., Víkurverk hf., Ellert og
Svavar Skúlasynir, Sveinn Skaptason.
Ástvaldur Gunnlaugsson.
Ráðgjafafyrirtæki: Fjarhitun hf.,
verkfræðistofa Guðmundar og Krist-
jáns, Orkustofnun, Rafteikning hf., Raf-
agnatækni hf. Arkitektar; Arkitekta-
stofan s.f.
Lögrmennimir horfa á frú Ingveldi Einarsdóttur afhenda afsal í hendur Jóhanns Ein-
varðssonar, fonnanns stjórnar H.S., en hann hampar sparisjóðsbók.
FAXI — 15