Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 15
Grindavík. í september 1975 voru boðn- ar út framkvæmdir við 1. áfanga dreifi- kerfis í Grindavík og í nóvember við aðveituæð að Grindavík, Grindavíkuræð. Gerðardómur lauk störfum í janúar 1976 og mat hann jarðhitaréttindi og nauðsynleg landsvæði á 87,7 Mkr. og samþykktu báðir aðilar að hlýta þeim úrskurði. Hófst þá undirbúningur að framkvæmdum við hitaveitu fyrir öll Suðurnes. Eins og áður segir hófust framkvæmdir við hitaveitu í Grindavík haustið 1975. Það ár var unnið fyrir um 67 Mkr. Á þessu ári er ráðgert að vinna fyrir um 890 Mkr. Helstu framkvæmdir á ár- inu eru: Virkjun: Bráðabirgðaorkuver reist við Svartsengi. Boraðar þrjár holur til ferskvatnsöflunar, Iögð safnæð fyrir ferskt vatn og nauðsynlegir rafstrengir lagðir. Framkvæmdir hafnar við 1. áfanga orkuvers. Aðveituæðar: Lokið við Grindavíkuræð og miðlunargeymi fyrir Grindavík. Framkvæmdir hafnar við 1. áfanga stofnæðar í gegnum Njarð- vík og Keflavík. Dreifikerfi: Lokið við dreifikerfi í Grindavík að undanskildu Þórkötlustaðahverfi og Viðlagasjóðs- hverfi, sem er allt rafhitað. Lagður 1. áfangi dreifikerfa í Njarðvík og Kefla- vík. Á þessu ári er ennfremur fyrirhug- að að bjóða út efni og framkvæmdir, við aðveituæð að Njarðvík, Njarðvíkur- æð. Á árinu 1977 er áætlað að vinna fyrir 1.535 Mkr. en helstu framkvæmdir, sem þá eru fyrirhugaðar eru: Virkjun: Lokið verði 1. áfanga varmaorkuvers ásamt nauðsynlegum borholum fyrir kalt vatn og safnæðum fyrir heitt og kalt vatn. Framkvæmdir hafnar við 2. áfanga orkuvers. Aðveitu- æðar: Lögð verði aðveituæð að Njarð- vík og lokið við stofnæð í gegnum Njarðvík og Keflavík. Dreifikerfi: Lok- ið verði við dreifikerfi í Njarðvík og Keflavik. Árið 1978 er ráðgert að vinna fyrir 1.563 Mkr. og helstu framkvæmd- ir sem fyrirhugaðar eru: Virkjun: Lok- ið verður við 2. áfanga orkuvers ásamt nauðsynlegum borholum og safnæðum. Aðveituæðar: Lagðar aðveituæðar að Sandgerði, Gerðum og Keflavíkurflug- velli. Dreifikerfi: Lögð verði dreifikerfi í Sandgerði, Gerðum, Vogum og hafnar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Árið 1979 er áætlað að vinna fyrir 736 Mkr. og helstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru það ár eru: Stækkun virkjunar og framkvæmdir við dreifi- stöð og dreifikerfi á Keflavíkurflug- velli. Árið 1980 er ráðgert að ljúka fram- kvæmdum ð Keflavíkurflugvelli og að það ár verði unnið fyrir 345 Mkr. Framkvæmdir við hitaveitu í Grinda- vík eru nú það langt komnar að nú eru húsatengingar hafnar, búið að tengja um 50 hús. Á næstu vikum verður þess- um framkvæmdum lokið, þannig að all- ir íbúar Grindavíkur utan Þórkötlu- staðahverfis og Viðlagasjóðshverfis geta fengið heitt vatn fyrir næstu ára- mót. Haustið 1977 er ráðgert að Njarðvík- uræð verði tilbúin til notkunar og að á síðustu mánuðum ársins verði unnt að koma vatni til meirihluta íbúa í Njarð- vík og Keflavík. Gert er ráð fyrir. að fyrstu íbúarnir í Sandgerði, Gerðum og Vogum fái heitt vatn seint á árinu 1978. Ennfremur er áætlað að taka þá í notk- un 1. áfanga hitaveitu á Keflavíkurflug- velli, en að framkvæmdum þar verði lokið á árinu 1980. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort hitaveita verði lögð í Hafnir eða hvort húshitun þar verði leyst á annan hátt. Hitaveita Súðurnesja, sem nú hefur hafið rekstur, er að því leyti frábrugð- in nær öllum öðrum hitaveitum hér á landi að því leyti að hitanotkun er unn- in á háhitasvæði. Virkjun jarðvarmans er því að verulegu leyti frábrugðin því sem annars staðar er. Heita vatnið í borholunum inniheldur mikinn kísil, sem fellur út við kólnun og myndi fljótlega stífla allar lagnir, ef nota ætti vatnið beint. Ennfremur er vatnið mjög salt eða um 2/3 af seltu sjávar. Útilokað er að nota vatnið beint fyrir hitaveituna og þarf því að afla fersks vatns, sem hitað er upp með gufu úr jarðhitasvæð- inu. Ferska vatnið er fengið úr borhol- um 3—4 km norðan Svartsengis. Þaðan er því dælt að orkuverinu, þar sem það er hitað upp með því að blanda í það gufu. Til þess að losna við súrefni og aðrar óæskilegar lofttegundir úr vatn- inu er það hitað yfir suðumark og síðan látið sjóða. Sá áfangi I-Iitaveitu Suðurnesja, sem nú hefur verið tekinn í notkun er um 5MW að afli. Haustið 1977 þegar 1. áfangi varmaorkuvers er tilbúin og Njarðvíkuræð verður tekin í notkun er áætlað afl hitaveitunnar um 22MW, en þegar Keflavíkurflugvöllur hefur tengst hitaveitunni 1980 er afl hennar áætlað um 90MW. Stjórnarmenn Hitaveitu Suðurnesja í dag eru: Jóhann Einvarðsson, formaður Eiríkur Alexandersson, ritari, Ólafur G. Einarsson, varaform. Alfreð Alfreðsson, Þóroddur Th. Sigurðsson, Framkvæmdastjóri er: Ingólfur Aðalsteinsson. Helstu verktakar fram að þessu eru: Véltækni hf., Víkurverk hf., Ellert og Svavar Skúlasynir, Sveinn Skaptason. Ástvaldur Gunnlaugsson. Ráðgjafafyrirtæki: Fjarhitun hf., verkfræðistofa Guðmundar og Krist- jáns, Orkustofnun, Rafteikning hf., Raf- agnatækni hf. Arkitektar; Arkitekta- stofan s.f. Lögrmennimir horfa á frú Ingveldi Einarsdóttur afhenda afsal í hendur Jóhanns Ein- varðssonar, fonnanns stjórnar H.S., en hann hampar sparisjóðsbók. FAXI — 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.