Faxi - 01.12.1976, Page 19
heimili aldraðra og heilsugæslustöð í
þessu húsi var send þann 7. ágúst.
Ráðuneytið vísaði umsókninni til um-
sagnar landlæknis og þann 12. nóvem-
ber 1975 ritar ráðuneytið bréf þar sem
leyfi er formlega veitt fyryir stofnun
dvalarheimilis fyrir aldraða og heilsu-
gæslustöð í húsi Grímshóls í Garði.
Eftir þetta hófust samningaviðræður
milli Gerðahrepps og þeirra sveitarfé-
laga sem hugsuðu sér þátttöku í reksr-
inum. Varð niðurstaðan sú, að ákveðið
var að taka húsnæðið fullbúið á leigu
af Gerðahreppi og skuldbundu allir að-
ilar sig til þess að leggja fram eða
ábyrgjast vissa fjárupphæð til endur-
bóta á húsinu, sem endurgreiddist að
5 árum liðnum með húsaleigu. Skipting
reksturskostnaðar færi að öðru leyti eft-
ir íbúatölu aðildar sveitarfélaganna.
Fjárreiður fyrir rekstur heimilisins yrði
í höndum rekstrarnefndar, en fjárreið-
ur í sambandi við breytingu og viðhald
á húsinu í höndum Gerðahrepps.
um aðildarsveitafélaganna og sam-
starfsmönnum mínum í samstarfsnefnd
sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir ein-
staka samstöðu og áhuga á málefninu.
Margar dýrar og góðar gjafir hafa
borist heimilinu m.a. frá Lionsmönnum
í Njarðvík, sem gáfu litasjónvarp, Ki-
wanismönnum á Keflavíkurflugvelli,
sem gáfu snyrtiskápa í öll herbergi,
GARÐVANGUR
á hana sem dvalarheimili fyrir aldraða,
heldur einnig sem stórt heimili fyrir
fólk, hvað unir sér vel á síðasta ævi-
skeiði sínu eins og samhent fjölskylda,
glatt og ánægt með tilveruna. Til þess
að það megi takast, verður að hlúa vel
að heimilinu félagslega og þjónustulega.
Að svo mæltu vil ég fyrir hönd Gerða-
í maí 1976 var hafist handa af fullum
krafti við breytingar og standsetningu
á húsnæðinu og er þessu nú að ljúka
að undanskilinni vinnu og skipulagn-
ingu á lóð umhverfis húsið. Húsabygg-
ing hf. tók að sér breytingar og smíða-
vinnu og var Unnar Már Magnússon
yfirsmiður. Raflagningaverkstæði Sig-
urðar Ingvarssonar sá um rafmagns-
vinnu og Jón Ásmundsson um pípulagn-
ir. Teppi á gólfum eru frá Sverri Bern-
höft hf. og innanstokksmunir frá Skeif-
unni hf. og Bústofn hf. Málarameistari
var Hjörleifur Mátthíasson. Vil ég sér-
staklega færa þessum aðilum og öðrum,
sem við þetta störfuðu þakkir fyrir
einstaka lipurð og skilning á verkefn-
inu.
Frú Sólveig Óskarsdóttir var ráðin
forstöðukona og vil ég þakka henni
sérstaklega, svo og öðru starfsfólki fyr-
ir mikinn áhuga oð ósérhlífni í starfinu
undanfarið. Jafnframt vil ég nota tæki-
færið til að þakka sveitarstjórnarmönn-
reykskynjara í allt húsið og hljómflutn-
ingstæki með inanhúskerfi í öll herbergi,
sem áeftir að setja upp. Kiwanismenn
í Garði hafa haft veg og vanda af stand-
setningu heilsugæslunnar og gefið tæki
í hana og til dvalarheimilisins. Einnig
eru að berast gjafir frá kvenfélögum og
ýmsum félögum öðrum á Suðurnesjum
og mörgum einstaklingum. Landeig-
endafélag Gerðahrepps hefur gefið land
undir bygyginguna. Vil ég færa öllum
þessum aðilum kærar þakkir fyrir
rausnarlegar gjafir og jafnframt fyrir
þann hug sem á bak við þær liggja.
Ég vil biðja gesti að gera okkur þá
ánægju að skoða híbýlin hér í dvalar-
heimilinu og einnig heilsugæslustöðina
í vesturálmu hússins. Að því loknu
bjóðum við gestum upp á veitingar hér
í salnum.
Vistmenn býð ég velkomna til nýrra
heimkynna og við skulum vona, að þessi
stofnun eigi eftir að dafna og þróast
á þann veg, að ekki verði einungis litið
hrepps og jafnframt fyriry hönd sam-
starfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesj-
um afhenda rekstrarnefnd dvalarheim-
ilisins húsið til ráðstöfunar um leið og
ég óska þeim allra heilla í starfi.
Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suður-
nesjum:
Haraldur Gíslason formaður,
Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri,
Albert K. Sanders bæjarstjóri,
Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri,
Alfreð Alfreðsson sveitarstjóri,
Jóhann G. Jónsson sveitarstjóri,
Jósef Borgarsson sveitarstjóri.
Rekstrarnefnd dvalarheimilisins:
Jón Ólafsson, skólastjóri, formaður,
Sesselja Magnúsdóttir,
Albert K. Sanders,
Alfreð Alfreðsson,
Jóhann G. Jónsson,
Jósef Borgarsson.
Forstöðukona; Sóveig Óskarsdóttir.
FAXI — 19