Faxi - 01.12.1976, Síða 22
r
Ávarp á árshátíð
Iðnaðarmannafélags Suðurnesja,
EGILL JÓNSSON, tæknifræðingur:
Iðnaðarmaðurinn
á að vinna með hug og hönd
Sjúkrahúsid í Keflavík
óskar starfsfólki sínu og sjúkl-
ingum gleðilegra jóla
og gæfuríks komandi órs.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Kiwanisklúbburinn Hof,
Garði
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptin ó liðna órinu.
Rafborg sf., Grindavík
Grindvíkingar
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Kaupfélag Suðurnesja
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og gæfuríks kom-
andi árs.
Verzlunin Lyngholt
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna órinu.
Húsabygging hf., Garði
Sandgerðingar
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Kaupfélag Suðurnesja
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
FAXI
Um þessar mundir eru 42 ár liðin
síðan Iðnaðarmannafélag Suðurnesja
var stofnað. Þá voru tímarnir allt aðrir
og málin, sem vinna þurfti að önnur.
Ég mun ekki fjölyrða um það, þar sem
hér eru aðrir félagar mér mun hæfari,
sem þekkja sögu félagsins af eigin raun,
öll þau ár sem það hefur starfað. En
eitt er víst, að félagið hefur verið eitt
öflugasta iðnaðarmannafélag landsins í
gegnum árin og notið frábærra starfs-
krafta.
1 dag hugsum við með þaklæti til
brautryðjendastarfsins og munum
byggja á þeim trausta grunni, sem
kominn er og horfa á veginn framundan.
Ég vil því drepa á nokkur atriði sem
framundan eru: — Fyrst ber að nefna
Iðnskóla Suðurnesja. Hann var lagður
niður í haust sem slíkur og iðnnám að
hluta til tekið í hinn nýja Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Hér verðum við að
vona, að svo vel takist til, að þetta nýja
fyrirkomulag verði til að lyfta náminu
upp á hærra plan, en hingað til hefur
verið og sporið sé fram á við, en ekki
öfugt.
Um Iðnskóla Suðurnesja mátti þó
margt gott segja og stjórn hans var
í góðum höndum Ingólfs Halldórssonar,
en hann var einn aðalhvatamaður að
sameiningu iðnskólans og fjölbrauta-
skólans í trausti þess, að um framför
sé að ræða. Ég mun því ræða nokkuð
um námið í minum nýja fjölbrauta-
skóla. Ég á von á, að fjölbrautaskóli
skili vel bóklegu námi, enda verður
minna um endurtekningu í námi, frá
því sem var, er iðnskólanemndur end-
urtók oft og tíðum sama námsefni og
þeir höfðu áður lært í gagnfræðaskóla.
I f jölbrautaskóla stendur iðnnám
jafnfætis öðru námi og þar með mun
það fá fulla viðurkenningu sem slíkt á
bóklega sviðinu. Vonandi verður því
ekki sagt í framtíðinni: „hann eða hún
fór bara í iðnskóla, en þessi eða hinn
gekk menntaveginn". Þetta almennings-
áliti var að vísu óþolandi snobb, sem
íslenska þjóðin á sennilega eftir að súpa
seyðið af. Vonandi verður reyndin einn-
ig sú í frrmtíðinni að verklegt nám og
viðhorf til þess verði almennt á öllum
skólastigum metið ekki síður en bók-
legt nám. —Fjölbrautaskóli hefur einn-
ig kosti, sem slíkur, þar sem lífsstarf
nemandans er að mótast og getur hann
skipt um námsbrautir án þess að lenda
á blindgötu eða þurfa að endurtaka
fyrra nám, ef hugurinn beinist að öðru.
Við fögnum því, að nú hefur í fyrsta
sinni verið settur á stofn hér á Suður-
nesjum, með tilkomu fjölbrautaskólans,
skóli með verklegri kennslu. Eru málm-
iðnaðarmenn þeir fyrstu sem njóta þess
og hefur tekist vel til að afla skólanum
húsnæðis, á sjálfu athafnasvæði Slipp-
stöðvarinnar í Njarðvík. Eru nemendur
þar undir handleiðslu góðra kennara.
Aðrar greinar munu væntanlega fylgja
á eftir. Augljóst er, að allt verklegt nám
getur ekki farið fram inni í kennslu-
FAXI — 22