Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1976, Page 29

Faxi - 01.12.1976, Page 29
Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! HAFRENNINGUR hf. Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! VÍKURNESTI hf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! FISKANES hf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! SKIPANAUST hf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! HELGI HJARTARSON rafvirkjameistari, Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! VÉLSMIÐJA GRINDAVÍKUR Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! VÍSIR sf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! FISKIMJÖL OG LÝSI hf. Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! HÓPSNES hf., Grindavík LEIKFÉLAG GRINDAVÍKUR: Allir í verkfall Höfundur: Duncan Greenwood Þýðing: Torfey Steinsdóttir Leikstjóri: Kristján Jónsson Leiklistarbakterían sem hreiðraði um sig í Grindavík í fyrrahaust lifir ,enn góðu lífi og ekki er að sjá að henni verði útrýmt á næstunni, ef dæma má eftir þriðju uppfærslunni á rúmu ári. Uppselt var á frumsýninguna og leikurum og leikstjóra var fagnað með lófataki og blómum í leikslok. Eins og fram kom í fréttum hrjáði ,,karlmannsleysi“ leikfélagið er starf- semin var að byrja í haust, svo erfið- lega gekk að „manna' í hlutverkin svo notað sé fiskibæjarmál. Einna tregast gekk að fá einhvern í hlutverk verk- stjórans, sem var í verkfalli, aðalhlut- verk leiksins. Um síðir rættist úr vand- anum. Sigurpáll Einarsson skipstjóri brá sér úr hlutverki baráttumanns sjó- mannastéttarinnar, sem hann hefur staðið í að undanförnu, og í gervi land- krabbans, sem berst fyrir bættum kjör- um í verksmiðjunni. Að vísu er þar um nokkuð ólíkar baráttuaðferðir að ræða en þrátt fyrir að Sigurpáll hafi ekki komið á fjalirnar áður stóð hann sig með stakri prýði í hlutverki Alberts, mátulega kærulaus í atburðarásinni, sem leiddi af verkfallinu. Auðvitað naut hann þar reynslu og hæfileika leikstjór- ans, Kristjáns Jónssonar, sem óragur teflir nýliðunum í Grindavík fram í stór hlutverk án þess að bregðist. Það sann- aðist einnig á öðrum nýliða, Svavari Svavarssyni í hlutverki samviskusama ríkisstarfsmannsins, Benjamíns, sem þó verður hált á heiðarleikans braut og lætur glepjast af Bakkusi. Gott gervi og skýr persónusköpun öfluðu honum mestra vinsældi meðal áhorfenda í Festi þetta kvöldið. Eiginkonuna og dótturina, sem lýstu vanþóknun sinni á verkfallinu með því að fara sjálfar í verkfall á heimilinu, léku þær Þóra Júlíusdóttir, Klöru, og Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Elsie. Tengda- soninn tilvonandi lék Lúðvík Jóelsson. Öll gerðu þau hlutverkum sínum bestu skil, enda sviðsreynd. Valgerður Þor- valdsdóttir var gustmikil sem uppgjafa- leikkonan glaðlynda og slóttuga, frú Flannel, og örugg í fasi. Náði hún góð- um tökum á persónunni og ekki var síðri Rosie dóttir hennar leikin af Guð- rúnu H. Jóhannsdóttur, eitt minnsta hlutverkið en mjög vel af hendi leyst. Erfiðar aðstæður, grunnt svið og lágt, hefur vafalítið verið leikstjóranum erf- itt viðureignar en furðu gegnir hvað honum tekst að koma öllu haganlega fyrir á sviðinu án þess að allt fari í hnút í hraða leiksins og þrengslunum. Grindvíkingarnir fóru á flakk með „verkfallið", sýndu í Sandgerði við góð- ar undirtektir, tvívegis ,og hyggjast ef til vill sýna í Garðinum eftir áramótin og víðar. emm FAXI 29

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.