Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 45

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 45
$00fi Aðalsteinn Sigurjónsson — Alli frá Litla-Hólmi — er maður fáskiptinn en skjótur til svars ef svo ber undir, og hnyttinn. Því miður kunnum við aðeins fátt af tilsvörum hans, en þiggjum með þökkum allt það sem lesendur geta bætt í okkar litla safn af Alla og annarra orðsnjallra manna. Vinsamlega sendið i Pósthólf 115, Kefalvík, merkt Tímarit- ið Faxi. ★ Aðalsteinn var staddur austur við Laugarvatn ásamt fleira fólki af Suð- urnesjum. Þá vindur sér að hinum kona ein úr Garðinum, Marta að nafni, og spyr: „Hvernig heldur þú að veðrið verði á morgun?“ „Ég skal segja þér það hinn daginn, góða.“ Alli starfar í kaupfélaginu og einn dag kom lögreglumannsfrú inn í versl- unina, ásamt manni sínum í fullum skrúða. „Ég kom nú bara með lögregl- una, til að hirða þig“, sagði konan í glettni. ,,Hún hlýtur þá að hirða allt, fyrst hún hefur einhverntíma hirt þig.“ ★ Maður að nafni Ormur keypti sement í kaupfélaginu, en gat ekki tekið það strax, og kvaðst ætla að koma rétt fyrir lokun en lét ekki sjá sig, fyrr en morg- uninn eftir. Þegar hann framvísar af- greiðslunótunni, pírir Alli augunum á blaðið og spyr: „Hvað heitir þú góði minn?“ ,,Ég heiti Ormur.“ „Já, ert það þú sem ætlaðir að koma í gær — ég leit einmitt í bókina og hugsaði með mér, ætlar bölvaður orm- urinn ekki að koma.“ ★ Alli fór eitt sinn austur i Hveragerði með frænda sinum til að sækja farm. Á leiðinni bað frændinn Alla um að gæta þess að minnast ekkert á biblíuna við afgreiðslumanninn, því hann væri ein- mitt kenndur við þá merku bók. Alli lofar því og þegar austur kemur, ræða þeir saman góða stund, þar til af- greiðslumaðurinn segir: „Ljómandi er veðrið gott, logn og sólskin.“ ,,Já, það fjúka þá ekki blöðin úr bibl- íunni á meðan.“ ★ Maður einn spurði Alla: „Hvað ætlið þið að gera við Litla-Hólminn, Alli?“ „Ætli hann verði ekki kyrr þar sem hann er.“ ★ Alli var eitt sinn ökumaður á vöru- bíl, sem var á leið um Reykjanesbraut- ina með fiskfarm. Vigtarmenn frá Vega- gerðinni, svonefndir „pundarar" könn- uðu öxulþunga vörubifreiðanna. „Nú máttu ekki hreyfa bílinn“, sagði pund- arinn“ við Alla eftir að hann hafði ekið vörubílnum á vigtina. Alli læsti þá bíln- um vandlega og gekk spölkorn í burtu. Þegar „pundarinn" hafði lokið verki sínu og Alli gerði sig ekki líklegan til að aka bílnum af vigtinni kallaði hann: „Ætlarðu ekki að færa bílinn?“ „Hva, þú sagðir að ég mætti ekki hreyfa hann.“ ★ Alli kom þjótandi inn á símstöðina á Siglufirði á síldarárunum miklu. Spari- klæddir útgerðarmenn og síldarsaltend- ur, með harða hatta, biðu þar eftir sím- tali suður. Alli, sem var í vinnufötunum mátulega kámugum, að vélstjóra hætti, bað um Leiruna með, forgangshraði. Grósserarnir spertu eyrun, forgangs- hrað, hvað var að gerast? „Já, halló, mig langaði bara til að vita hvernig veðrið væri í Leirunni, pabbi???“ Sparkaup Hefur jófamatinn á góðu verði FAXI — 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.