Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Síða 48

Faxi - 01.12.1976, Síða 48
Signrbjörn Guönason F. 6. OKT. 1913 — D. 1. DES. 1976 Þann 1. desember lést Sigurbjörn Lín- dal Guðnason, Faxabraut 9, Keflavík. Hann hafði farið til vinnu sinnar þá um morguninn, en fannst örendur í vörubifreið sinni skammt fyrir utan bæinn. Banamein hans var hjartaslag. Sigurbjörn var fæddur í Keflavík 6. október 1913 og ól þar allan sinn aldur. Forreldrar hans voru Sigurbjörg Jóns- dóttir, sem ættuð var úr Húnavatns- sýslu, og Guðni Jónsson úr Landeyjum. Sigurbjörn var yngstur sex ystkina, en af þeim eru nú tvö á lífi, Ólafía og Ragn- ar Jón. Suður með sjó tengjast flestir útvegi með einum eða öðrum hætti. Sigurbjörn vann og við báta sem landmaður árum saman. Þá var hann eitt ár lögreglu- þjónn, enda vel að manni, hann hafði reyndar verið í því liði vaskra Keflvík- inga sem unnu sjálft höfuðborgarliðið í þeirri þjóðlegu aflraun, reiptogi. En lengst af st"'fsævinnar eða síðastliðin þrjátíu ár ók Sigurbjörn vörubifreið. Sigurbjörn Guðnason kvæntist árið 1935 Svövu Árnadóttur frá Veghúsum. Þau áttu tvö börn. Sigríður hét dóttir þeirra, sem var vanheil alla ævi. Naut hún fágætrar umhyggju foreldra sinna þar til hún lést tuttugu og fjögurra ára að aldri. Sonur þeirra er Guðni, rafvirki að iðn. Mikil eindrægni hefur jafnan ríkt í þeirri fjölskyldu og þeir feðgar einstaklega samrýmdir; mér er nær að halda að þar við Faxabraut hafi aldrei verið fitjað upp á því bili milli kyn- slóða, sem svo margt er um skrafað á síðari árum. Miðaldaskáld eitt taldi, að þeim yrði vistin daufleg í öðrum heimi, sem hefðu í þessum verið daprir og hnuggnir, einn- ig þegar sólin blíð við þeim brosti. Sé þetta rétt, þá mundi Bjössi Guðna engu hafa að kvíða. Hvort sem með blés eða í móti var hann hress og glaðsinna, góður og hjálpsamur granni. Hann hafði jafn- an gott hljóð í hópi vina og ættingja, því hann bar gott skyn á það frásagn- arverða og um leið kímilega í atvikum hversdagsleikans og kunni vel með það að fara. Við kveðjum góðan dreng, sem lauk sínu verki heima og að heiman með þeirri prýði að ekki verður um bætt, og sendum innilegustu samúðarkveðjur Svövu og Guðna í þeim harmi, sem kvaddi dyra með skjótum og óvæntum hætti. Árni Bergmann & 0 $$ & & $ & & $$ & & n JÓLAGUÐSPJALLIÐ — Framhald af hls. 5 unni. Það var í grátandi barni, sem Guð heim- sótti lieiminn, sem hann skój) í öndverðu. Betle- hemsatburðurinn er engin blekking. Jólin eru alls ekki eingöngu hugljúft ævintýri, sérstak- lega við barna hcefi. Jólin minna okkur á níst- andi félagslegan veruleika. Þau sýna oklcur lífið nákvcemlega eins og það er. Betlehem minnir okkur á blekkingarvefinn, sem við hjúpum gjarnan líf okkar. Þess vegna búum við til fall- egar glansmyndir af Jesúbarninu í jötunni. Þær deyfa vervleikann og gera sviðann léttbærari. Jólin eru vissulega liátíð gleðinnar og Ijóssins. En sú gleði er trega blandin, er við horfum á þann heim sem við lifum í. Og stundum beinist Ijósið i aðra átt en við ætluðum. Það beinist. að okkur sjálfum. Er kristnir menn krjúpa við jötuna, þá ættu þeir að minnast atburðanna á Hausaskeljarstað nóttina forðum. Þar var lífið sjálft fótum troð- ið af þeim sem eigi vissu lwað þeir gjörðu. Þar var sá tekinn af lífi, sem boðaði frið og kær- leika, umburðarlyndi og tillitssemi í mannlegum samskiptum. Beinum Ijósi jólanna að heiminum og horfum á mo.nnlífið eins og það er. Þá grein- um við þá, sem hokra í heilsuspillandi kjallara- íbúðum. Þá sjáum við þá sem hafa orðið fórn- arlömb ómannúðlegs þjóðfélags. Þá opnast augu okkar fyrir því, að það er ekki jólagæs á hvers manns borði. Gefum livert öðru sanna jólagleði, með því að gera heiðarlega tilraun til þess að uppfylla boð hans, sem í jötu var lagður á hinni fyrstu jólanótt: Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars. Guð gefi öllum mönnum sönn jól. 48 48 48 48 fij 48 w ^ r? ^ w w w ^ w t? w ^ ^ FAXI — 48

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.