Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1976, Page 52

Faxi - 01.12.1976, Page 52
*EJemía og Jlóiii Einu sinni var gömul kona, Efemía að nafni. Hún átti sóp, svín og bát. Sópurinn hét Hvatur, svínið hét Feit- ur og báturinn hét Maryanna. Efemía sagði alltaf: „Ef eitthvað er þess virði að það sé gert, þá er það þess virði að það sé vel gert.“ Þess vegna sópaði sópurinn vel, svínið var feitt og bátur- inn flaut vel, og Efemía var góð við alla, sem komu til hennar. En dag einn kom flóð að tröppunum hjá henni, heilmikið vatn flæddi yfir bakka árinnar. Vatnið fossaði og vall þangað til það rann inn um dyrnar hjá Efemíu. Hún sagði: Það er ekki^fallegt af ánni að flæða svona yfir allt, en við skulum ekki sitja hér og æpa á hjálp. Við skulum fara og sjá hvert flóðið er að fara. Síðan setti gamla konan Hvat og Feit upp í Maryönnu, leysti hana og reri niður ána. Róðu Feitur, sagði Efemía. Svínið tók árarnar og reri þyngsla- lega. Efemía tók sópinn og ýtti hvat- lega öllum trjábolum og rusli frá, svo að það rækist ekki í bátinn. Maryanna flaut vel og þau sigldu hratt niður ána. Efemía brosti og sagði: Ef eitthvað er þess virði að það sé gert, þá er það þess virði að það sé gert vel. Áður en langt um leið sá hún skúnk skríða upp á litla eyju og sitja þar renn- andi blautan. Nú er ég loksins öruggur, sagði skúnkurinn. Öruggur, alls ekki, sagði Efemía. Áin vex stöðugt, og hvað ætlar þú að borða, sitjandi á þessum moldarhól, kannski í marga daga? Þú ættir heldur að stökkva um borð til okkar. Gamla konan seildist í moldarhólinn með Hvati og hélt bátnum föstum. Ég er öruggari en ég var, sagði skúnkurinn og lamdi moldina með löpp- unum. Heimski skúnkur! hrópaði Efemía. Þú munt deyja úr hungri eða drukkna. Teygðu þig yfir borðstokkinn Feitur. Svínið hallaði sér yfir borðstokkinn og Efemía ýtti skúnknum hvatlega yfir bakið á svíninu upp í bátinn. Maryanna flaut. Jæja, sagði Efemía, ef eitthvað er þess virði að það sé gert, þá er það þess virði að það sé gert vel. Skúnkurinn hristi sig svo mikið að þau urðu öll blaut — og áfram héldu þau. Brátt sá gamla konan þrjá unga á hænsnakofaþaki. Þakið flaut á polli hjá ánni. Þið komist hvorki aftur á bak eða áfram á þessum forarpolli, kallaði Ef- emía. En ungarnir kvökuðu: Það er betra en það var. Úræðalausu ungar! æpti Efemía. Ef þið ætlið að vera á vatninu, ættuð þið að sjá hvert flóðið er að fara. Þið getið róið þessu hænsnakofaþaki með vængjunum. Beygðu þig yfir borð- stokkinn Feitur. Svínið beygði sig yfir borðstokkinn og gamla konan batt Maryönnu við hænsnahúsið með reipi og þau sigldu niður ána með ungana í togi. Ungarnir flögruðu um og tístu á þess- ari hröðu ferð niður ána, en Efemía bara brosti. „Ef eitthvað er þess virði að það sé gert, er það þess virði að það sé gert vel.“ Þar næst fundu þau björn, sem busl- aði um í ánni og hélt sér við trjágrein. Þegar hann sá þetta ferlíki koma sigl- andi niður ána í áttina til hans, bát, svín, skúnk, gamla konu með sóp og hænsnahússþak fullt af ungum, hróp- að hann: Hjálp, hjálp, víkið úr vegi! Efemía kallaði: Það erum við, við erum hjálpin þín, komdu upp í til okkar. En björninn buslaði og spriklaði og æpti að þeim. Ég er betur kominn án ykkar. Trjá- greinin mun bjarga mér. Bjánalegi björn, bátur er betri en grein. Gríptu hann Feitur. FAXI — 52

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.