Faxi - 01.12.1976, Qupperneq 57
EGGERT — Framhald af bls. 9
fiskaði mun betur heldur en þeir sem
skelltu sér að þann blett sem við höfð-
um aflað vel daginn áður. Svo þröngt
var stundum á hinum hefðbundnu mið-
um línubátanna, sem þyrptust þangað
frá öllum verstöðvum Faxaflóa, að við
vorum neyddir til að reyna á dýpri mið-
um en áður þekktist., — eða Ieggja
ofan á línu annarra báta og setja allt í
tóma flækju og vitleysu. Stýrimaðurinn
hristi sig allan og skók og taldi þetta
hiðmesta óráð, hér væri ekki branda,
ekki kvikindi í dýpinu, en ég sagði að
einhvers staðar yrði fiskurinn að fara til
að komast upp á „kantinn" — og hann
gæti hæglega átt leið hér um dýpið. Við
þurftum tvöfalda lengd af færum, en
það var alveg ótrúlegt hvað við fengum
af fiski á þessum nýju slóðum, en ég
vil taka það fram, að þetta var ekki
nein speki hjá mér, — við vorum neydd-
ir til að fara ótroðnar slóðir vegna gang-
leysis bátsins.“
Eltu gangversta bátinn.
í endaðan febrúar var Víðir kominn
með nærri tvö hundruð skippunda for-
skot í Sandgerði umfram næst afla-
hæsta bátinn. Reyndum skipstjórum
fannst þetta vera með ólíkindum hvern-
ig strákurinn vissi nákvæmlega um
ferðir þorskins, eins og um fasta áætlun
væri að ræða. Orðin, slembilukka,
heppni, glópalán heyrðust oft þegar rætt
var um aflabrögð Víðis, framan af ver-
tíðinni, en þær raddir hljóðnuðu smám
saman. í stað þess að þorri skipa elti
gangbesta bátinn, eins og kindur for-
ustusauð, og keyrðu vélarnar til hins
ýtrasta, tóku skipstjórarnir upp á því
að slá fremur af og bíða eftir gang-
versta bátnum og fylgjast með því hvert
hann sigldi. Sú saga gekk, að Eggert
hefði einhvern tíma angrað þá með því
að slökkva siglingaljósin og stinga af
úr í myrkrið. „Nei, ekki mlnnist ég
þess, — það gerði ég aldrei. Ýmsar
kúnstir voru nú ef til vill hafðar í
frammi á bátunum, — lagningaljósin
sett á án þess að verið væri að setja
línuna í sjóinn. Kannski hef ég eitthvað
reynt að snúa bátana af mér við Drang-
inn með kúnstum, — en það var ekki
°ft og alveg saklaust."
Þrátt fyrir aukna tækni
verður að nota skynsemina.
Margir eru þeirrar skoðunar, að
miklir aflamenn séu aðeins kappsfullir
og metorðagjarnir veiðimenn og leggi
sig alla fram við að drepa sem mest
magn af fiski til að öðlast aflakóngs-
titilinn, burt séð frá aflaverðmætinu og
kostnaðinum, — semsagt, veiðimenn
af versta tagi, sem göslist áfram beint
af augum, skeyti ekkert um skömmina,
bara heiðurinn. Slíkt álit á góðum afla-
mönnum skapast oft af öfund, stundum
af illgirni. Ekki þarf lengi að ræða við
Eggert, sem mér verður svo oft á að
kalla Edda, til að komast að raun um
að hann ígrundar sjómennsku og afla-
brögð frá ýmsum hliðum, mannlegum,
fræðilegum, hagkvæmum og tæknileg-
um. Alveg er sama hvar borið er nið-
ur, — honum verður aldrei fátt um
svör, sem hann orðar skýrt og öfga-
laust. Tal okkar berst að breyttum veiði-
útbúnaði, stærri skipum og ýmsum
tækjum. „I þeim efnum hefur orðið
mikil breyting á nokkrum áratugum.
Handafliö hefur vikið fyrir tækninni.
Áður var landað á höndum, lagt, snurp-
að og róið. Ég man þá tíð er ég reri á
þrælaborðinu á snurpunótinni, en það
er léttara að vera til sjós í dag. Samt
verður að minnast þess, að brjóstvitið
er ávallt þyngst á metunum. rátt fyr-
ir undursamlega tækni, verður að beita
skynseminni. Ekkert gengur af sjálfu
sér. Við verðum að ráða yfir tækninni
en hún ekki yfir okkur. Mér er minnis-
stætt þegar ég fékk fyrsta handasdic til
síldveiða. Hún olli mér miklum heila-
brotum. Sagt hefur verið að ég hafi
kastað mörgum æfingaköstum til að
þreifa mig áfram, — og það gerði ég,
en aldrei nema í huganum, reyndi að
glöggva mig á öllum atriðum. Á hitt
reyndi aldrei, — fyrsta kastið eftir
asdic-inu heppnaðist vel, fengum 400
tunnur. Auðvitað getur mistekist í slík-
um tilraunum. Þetta er eins og á knatt-
spyrnuvellinum, skotin hitta ekki ávallt
í mark.“
Gullið er við strendurnar.
„Likamlega er léttara að starfa á fiski-
skipum en áður, en um leið hafa kröf-
urnar til kunnáttu aukist, sem fer þó
nokkuð eftir því hvað menn tileinka sér.
Tæknin þróast óendanlega á margan
máta. Lífsnauðsyn er að taka hana í
sína þjónustu, vera vakandi fyrir öllum
nýjungum, það er enginn of góður að
sækjast eftir því sem fullkomnast er á
hverjum tíma. íslendingar hafa því mið-
ur dottað á verðinum í sambandi við
þróunina á nótaskipunum. í samanburði
við frændur okkar færeyinga erum við
langt á eftir tímanum. Þarna verðum
við að taka okkur á. Okkur er þess
mikil þörf með vaxandi síldarstofni,
kolmunna og spærlingi, sem eiga eftir
að skapa okkur geysilega mikil verð-
mæti á næstu árum. Við ættum ekki að
þurfa að kvíða á íslandi með allt gullið
í sjónum við strendur landsins. Við
þurfum ekki að bæta við neinum stór-
iðjum til að lifa góðu lífi á hólmanum,
heldur nýta betur sjávarfangið.“
Útlitið ekki eins svart
og menn vilja halda fram.
„Ég vildi rökstyðja þetta atriði svo-
lítið nánar. Við þurfum ekki að fara
mörg ár aftur í tímann, þá þekktist ekki
að nýta loðnu nema til beitu í litlum
mæli, humar, rækju, karfa, kolmunna,
spærling og skötusel. Þorskur og ýsa
var það eina sem menn kölluðu fisk.
Sumar tegundirnar nýtum við í dag,
en aðrar eru í sjónmáli. Fiskistofnarnir
eru ekki eins slæmir og fiskifræðing-
arnir ætla. Ýsustofninn er mjög vax-
andi, en um þorskstofninn vil ég ekk-
ert fullyrða eða um deila. Að mínum
dómi er útlitið ekki eins dökkt og haldið
er fram af lærðum mönnum og leikum.
Á flakki mínu á sjónum, vítt og breitt
kringum landið, hef ég reynt að skoða
hlutina, fylgjast með og ég trúi því ekki
að þorskstofninn sé eins hrjáður og
mikið veður hefur verið gert út af.“
Nýtum fiskistofnana betur.
„Ef við tökum fyrir eina og eina
fisktegund, þá er loðnan sá stofn sem
mikið hefur verið sótt í, en ég held ekki
þó um of. Auðvitað hefur náttúran
þarna sitt að segja, klakið. í augnablik-
inu er nægileg loðna og engin hætta á
ferðum. Hún tímgast fljótt og verður
ekki gömul. Magnið er geysilegt í haf-
inu kringum landið. Við drepum hana
ekki það mikið að stofninn sé í hættu,
en auðvitað verður að fara að með fullri
gát, og við þurfum að finna aðferðir
til að nýta hana betur, rétt eins og kol-
munnann. Ekki hefur tekist að koma
honum i verð ennþá, en ég efast ekki
um að búa má úr honum geysilega gott
hráefni í t.d. fars, eða eitthvað slíkt.
FAXI — 57