Faxi - 01.01.1986, Page 7
verið ófáanlegt, því menn vildu
hækka hann frá því, sem verið
hafði.
dhngsl Hallgríms Péturssonar
við kirkjuna voru honum mjög
kær og vildi hann því gera veg
hennar sem mestan.
Safnaðarfulltrúi Hvalsnes-
hirkju, Gísli Guðmundsson seg-
ir svo frá er hann lýsir viðgerð og
endurbótum á Hvalsneskirkju
sumarið 1945, í blaðinu FAXÁ.
begar hann hefur lýst í hverju
viðgerðin hafi verið fólgin, segir
hann:,, Ég vil geta þess að okkur
hafði langað til að fá gylltar
stjörnur í hvelfingu kirkjunnar,
en þær kostuðu svo mikið fé í
Reykjavík, að ráðamenn kirkj-
unnar töldu frágangssök að
leggja út í slík kaup, og hefði
kirkjan orðið án þessarar
skreytingar, ef henni hefði ekki
borist óvænt hjálp. Það voru þeir
'lbrfi ogGuðni Magnússon, sem
veittu hjálpina. Ibrli skar
stjörnumótin út í tré, en Guðni
steypti þau, og þannig atvikaðist
það, að þrátt fyrir mikla erlið-
leika, sem virtust um tíma
tnundu hamla þessari iram-
hvæmd, blasir nú við augum
kirkjugesta í Hvalsneskirkju
lögur og stjörnusett hvelfing."
ibrfi lagði niður snu'ðaverk-
stæði sitt vegna þess að hann bil-
abi í baki. Var hann nú vigtar-
’Uaður við Keflavíkurhöfn
skamma hríð uns hann tók við
íorstjórastarfinu við Félagsbíó í
veikindaforföllum Björns bróð-
ur síns. Var það upphafiega
aætlað í hálfan mánuð, en urðu
12 ár, frá 1957 til 1969.
l’að kom í hlut i'orfa að sjá um
byggingu FÉLAGSBÍÓS, ekki
ehiu sinni heldur tvisvar, vegna
þess að húsið brann að nóttu.
Eigi var vitað um eldsupptök.
Við uppbyggingu hússins í
bæði skiptin sýndi ibrfi mikinn
dugnað og hagsýni. Hann var af
þeirri gerð, að hann lagði sig all-
au fram við að gera verkið sem
best úr garði, án óhófs kostnað-
ar.
Tbrfi var tengdur Verlealýðs-
°g sjómannafélagi Kefiavíkur
Irá stofnun þess. l lann var ritari
þess í fjölda ára og skilaði þar
ruiklu og góðu starfi, sem aldrei
verður fullþakkað.
Um leið og ég þakka vini mín-
Urn ibrfa samstarf liðinna ára,
sem aldrei bar skugga á, fiytjum
vio hjónin konu hans, börnum,
barnabörnum, svo og öðru
lengdafólki okkar hjartanleg-
ustu samúðarkveðjur.
Ragna Guðleifsson
Til INGIB JARGAR
SIGURÐARDÓTTUR
á 60 ára afmælisdegi,
17. ágúst 1985.
I
Við ysta haf á œsku vori
hvar öldur stríðar að landi stefndu,
horfðir þú oft á hrannir œða
og hamrammar knýja bjargið trausta.
Við unnir frammi á œskuvori
undir þú hljóð er sólin bjarta
laut sínu höfði, en Ijósar bárur
lauguðust hennar geisla rúnum.
III
Megi þér auðnast um œvidaga
óskadraumunum þínum að sinna
listinni fögru í Ijóðsins böndum,
og lífsins sögum er örlög tvinna.
Megi þíns hjarta guðleg göfgi
gceðunum œðstu lífs á vegi
miðla svo geti mannleg meinin
mildast, á vegferð lífs á jörðu.
Við unnir frammi þá vorið vœna
vakti af dvala blómin ungu,
löngum undir þú lífs á morgni
við Ijóma dags og ölduniðinn.
Æskudaganna unaðsstundir
innst þér í sálu gegmdar leynast.
Uppspretta eru þœr andans snilldar
og ótœmandi lista-brunnur.
II
Hlutverk var þér í heimi fengið
hlúa þú skyldir með kœrleiks mundum
að öllu sem á í vök að verjast
í veröld, hvar svalur kuldinn nístir.
Lítt því sinnt hefur eigin óskum,
eigin högum né sjálfrar gengi,
annarra hagur öllu réði
í önnum ströngum lífs á vegi.
Lyfti þér alheims Ijósið bjarta
langt yfir svipul heimsins gœði,
veiti þér styrk í stríði hörðu,
strái á veg þinn gleði rósum.
Pökkum við nú afheitu hjarta
hugljúf kynni á liðnum árum.
Vinátta þín og viðmótshlýja
vissulega er gulli betri.
Óskum við nú af heilum huga
hér að enduðum sextíu' árum
megir þú njóta heilla handa
og hamingju fram að síðasta kvöldi.
Með innilegum kveðjum,
frá Aðalheiði Tómasdóttur
og Ingvari Agnarssyni.
Kálfshamarsnes og
Kálfshamarsvík,
œskustöðvar lngi-
bjargar Sigurðar-
dóttur
FAXI 7