Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1986, Page 9

Faxi - 01.01.1986, Page 9
Þar komst hann í kynni við Kurt Westphalen, rafmagnsverkfræð- ing. Staðhæfði hann með nánum útfærslum að forsendur þær, sem Eyjólfur byggði kenningar sínar á, stæðust fullkomlega. Kom þannigt.d. í ljós að 8 kW venjuleg- ur rafall skilaði 12 kW, eða 50% aukningu, með því að nýta hinn nýja hugbúnað Eyjólfs. Þegar þetta lá fyrir var falast eftir því við Eyjólf, að hann seldi hugmynd sína og/eða sett yrði upp framleiðsluverksmiðja er- lendis, en öllu slíku hafnaði hann. Þess í stað hélt hann heim og hófst handa við að brjótst í því að koma upp húsnæði, sem hentað gæti og afla sérhannaðra véla til framleiðslu rafala sinna. Vélarnar keypti hann frá Eng- landi og voru þær framleiddar eft- ir hans fyrirsögn. Þegar svo húsnæði, vélar, tæki, mannafli og annað sem með þurfti var allt til staðar hófst framleiðsla rafala. Leið ekki á löngu þar til þeir voru framleiddir í breytileg- um stærðum frá 2,5—15 kW. Síðar framleiddu þeir og komu á mark- að 22 og 30 kW rafölum, en það munu vera þeir stærstu, sem framleiddir hafa verið í heim- inum. Auk þessa hefur Alternator h/f framleitt jafnstraumsmótora í stærðunum frá 0,25—5 hestöfl og í framhaldi af þeirri framleiðslu komu svo tæki, sem breyta jafn- straum í riðstraum, svonefndir .,omformerar“, að styrkleilta frá 600—3000 volt/amper. Rafalar Alternators h/f eiga sér enga hliðstæðu á markaðnum og hafa margsannað yfirburði sína. Ruddu þeir því úr vegi erlendum rafölum í íslenskum fiskiskipum. Síðustu 10 árin hefur fyrirtækið getað annað innanlandsmark- aðnum og um tíma var hluti fram- leiðslunnar fluttur út, en á seinni árum hefur útflutningur lagst af vegna verndartolla og þess háttar ráðstafana. Einnig er svo á hitt að líta að eft- irspurn innanlands hefur minnk- að vegna breyttra þarfa stærri og freknivæddaðri skipa og hefð- bundin sldpasmíði hefur nær alveg legið niðri, vegna þeirrar fiskveiðistefnu, sem nú er fylgt. Enn unnið að nýjungum Þegar hér var komið í upplýs- ingaöflun minni var Jón Tómas- son ritstjóri, kominn á vettvang, til að smella mynd af tæknifræð- ingunum, Snæbirni Sveinssyni, Eyjólfi og Þórarni syni Eyjólfs, en hann var þá staddur hér heima í stuttri heimsókn. Undanfarin ijögur ár hefur hann starfað í sínu fagi á vegum Sameinuðu þjóð- A/ternator h/f Iðavöllum 3, Keflavík. Mdlin rœdd við skrifborðið. F.v. Snœbjörn Sveinsson, tœknifrœðingur, EyjólfurÞórarinsson, forstjóriogað baki honum sonur hans Þórarinn, rafvélavirki. Við hönnunarverkefnið — ,,driðilinn“. F.v. Arnar Sigurjónsson, rafvélavirki, Snœbjörn Sveinsson, tœknifrœðingur og hugvitsmaðurinn Eyjólfur Þórarinsson, forstjóri. anna við landamæri ísraels og Líbanon. Lærði Þórarinn á sínum tíma rafvirkjun og rafvélavirkjun hjá föður sínum og starfaði síðan í Alternator h/f frá stofnun fyrir- tækisins og þar til hann hélt utan. Eftir þessa myndatöku höldum við úr skrifstofunni inn í vinnu- salinn til að skoða og festa á mynd það nýjasta í framleiðslunni. Er það rafeindatæki, sem nú er unn- ið við að prófa og fullhanna. Tæki þetta nefnist ,,áriðill“ (Constant frequancy — Variable speed power unit). Tilraunatæki þetta — „áriðill- inn“ — á að svara til 30 kW rafals, en er m.a. fullkomnari honum að því leyti, að hann á að skila ná- kvæmlega 50 riðum og réttum voltastyrk burtséð frá ákveðnum snúningshraða sé hann á bilinu 1500—3500 sn. á mínútu. Með tilkomu þessa nýja tækis, ef áformin heppnast svo sem von- ir standa til, vinnst það m.a., að þau skip sem nú þurfa að hafa tvær ljósavélar munu komast af með að hafa aðeins eina, en við það sparast t.d. rými, vél ogrekst- urskostnaður hennar. í þessu sambandi ber svo einnig að hafa það í huga, að jafn- straumskerfi eru nú sem óðast að hverfa úr notkun, en riðstraums- kerfi ryðja sér að sama skapi til rúms og, ,áriðillinn“ er því sem að líkum lætur í takt við þróunina að þessu leyti sem öðru. Horfi vonglaður fram á veginn Nú er komið að lokum heim- sóknar rninnar í Alternator h/f og að endingu svarar Eyjólfur spurn- ingu minni um ástand og horfur á þessa leiða: ,,Við höfum verið mjög heppnir með alla okkar framleiðslu. Að sönnu steðja erfiðleikar að hvað heföbundna framleiðslu okkar snertir, því hún gagnast ekki hin- um stóru og nýjustu fiskiskipum okkar, sem stöðugt eru búin fleiri og fleiri orkufrekum og viðkvæm- um tækjum, sem þola ekki spennubreytingar. Það er því mik- ilsvert nauðsynjamál að koma ,,dnð/inum“sem fyrst á markað- inn. Auk þessa er svo frá því að segja að ég hef þurft að vera mikið frá vinnu að undanförnu vegna veik- inda, en á meðan hefur starfsemin hér verið í traustum höndum Snæbjarnar, tæknifræðings og Arnars Sigurjónssonar, rafvéla- virkja. Ég er svo annars enn sem fyrr bjartsýnismaður og horfi því von- glaður fram á veginn.“ K.A.J. FAXI 9

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.