Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1986, Page 11

Faxi - 01.01.1986, Page 11
Gunnar Sveinsson: Vertíðarby rj un Við, sem búið höfum hér í Keílavík um nærri 40 ára skeið, skynjum vel þá miklu breytingu sem orðið hefur á merkingu þessa orðs á þessu tímabili, hvað þá hinir sem muna miklu lengra. Vertíð var á þeim árum nokkuð sem allir tóku eftir og fylgdust með af áhuga og innlifun, því á því byggðist afkoman. Fyrir utan bátana sem hér voru gerðir út komu margir bátar að norðan og austan og fengu hér viðlegupláss hjá útgerðarstöðvunum, og með þeim kom fjöldi fólks sem setti svip á bæinn. Með tilkomu togara og eflingu út- gerðar um land allt er þetta fyrirkomulag horfið, og ekki nóg með það, útgerð hefur stórlega dregist saman hér í Keflavík og útgerðar- stöðvum hefur fækkað. Þannig að hér er nú aðeins eitt frystihús með tvo togara. Bátum, sem byrja á róðrum hér í upphafi vertíðar, hefur fækkað mikið þó tonnaljöldi þeirra sé meiri, vegna stækkunar bát- anna. Vertíðin hefur ekki þau áhrif, sem hún hafði áður á atvinnulíf Keflavíkur, en sem betur fer fyrir Suðurnes er þróttmikil útgerðar- starfsemi í Grindavík og Sandgerði, þó þar sé við erfiðleika að etja eins og annarsstaðar. Ljóst er af þessu ef við lítum á Suðurnesjasvæðið í heild að þá hef- ur þátttaka útgerðar og fiskvinnslu í verðmætasköpun svæðisins far- ið þverrandi, en nýjar greinar hafa tekið við. Efst á blaði þar er þjón- ustustarfsemin. Við höfum fjölgaö bankastofnunum. Við höfum aukið við skólakerfið. Við höfum fjölgað verslunum. Við höfum aukið heilbrigðiskerfið, lögreglu og eftiriitsstörf aliskonar. Veitinga- rekstur hefur dafnað og bráðum fara hótelin að taka til starfa . . . Með nýrri flugstöð eykst sá mannafli, sem þarf til að sinna þeim verkefnum. Mikill mannafli er sífellt bundinn við þjónustu og upp- byggingarstörf á flugvallarsvæðinu og eykst því meir sem meira er um byggingarframkvæmdir. Iðnaður og byggingaþjónusta hefur aukist verufega. Til allra þessara starfa hefur vertíðarfólkið okkar farið, og við þessi störf verður útgerð og fiskvinnsla að keppa. Það er því nauðsynlegt að minna okkur á að undirstaðan er ennþá sjávarútvegurinn og fisk- vinnsla og þaðan kemur okkar aðal verðmætasköpun. Einnig er gott að minna menn á að vertíðin verður ávallt sá tími sem mest hefur áhrif' á fjárhagslega afkomu íbúa þessa svæðis. En því miður er svo komið að við getum hitt margan manninn og spurt. Hvernig gengur vertíðin? Og hann gæli ósköp vel svarað. Vertíð, hvað er nú það? Emil Pétur Ágústsson, Grindavík, fyrstur til ad ljúka prófi af skipstjórnarbraut Eins og fram kemur í skýrslu frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja hér í blaðinu, þá eru nú sjómennsku- brautir, s.s. skipstjóra- og vélstjórabraut kenndar við skólann og útskrifuðust margir Suðurnesja- menn af þeim í desember s.l. Sá fyrsti sem tók við prófskírteini af skipstjórnarbraut var Emil Pétur. Það gefur réttindi til að fara með fiskiskip allt að 80 tonna stærð. Sextán nemendur luku því prófi og héldu allir áfram í næsta áfanga. Að honum loknum fá þeir 200 tonna réttindi. Undanfarna daga hafa þeir verið í prófum og útskrifast væntanlega 8. febrúar. Emil tafdi líldegt að hann bætti einum námsvetri við, en að honum loknum hefur hann réttindi til að stjórna íiskiskipum af öllum stærðum. Emil er vestfirskrar ættar. Alinn upp á Patreksfirði og hóf togarasjómennsku þar 16 ára. Síðar var hann á togurum frá Reykjavík. Árið 1968 fór hann á vertíö til Grindavíkur og flutti svo með fjölskyldu sína þangað 1971. Hann var í 7 vertíðir á Hrafni Sveinbjamarsyni, en er nú á m /s Eldborgu frá Hafnarfirði, sem er 900 tonna skip. Kona Emils er Bryndís Jónsdóttir frá Hafnarfirði og eiga þau 5 börn. J.T. Mynd: Ljósmyndast. Sudurnesja FAXI 11

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.