Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Síða 12

Faxi - 01.01.1986, Síða 12
,A E auðlegð tun gunnar er iregg þjóðari: nnar falið“ í haustblöðum Faxa var getið jólabóka 4 Suðurnesjamanna, þeirra er sent höfðu eintak til skoðunar, en þeir eru: Séra Jón Thorarensen — Innnesjamenn, Karvel Ögmundsson — Sjómanns- ævi, Guðmundur A. Finnbogason — í bak og fyrir og ljóðabók Atla Ingólfssonar — Ljóstur. Þá er ljóðabókar Kristins Reyr gerð nokkur skil í þessu blaði. En fleiri Suðurnesjamenn munu hafa verið virkir höfundar í haust. T.d. mun Ingibjörg Sigurðardóttir hafa sent frá sér bók — Höll ham- ingjunnar, sem kvað hafa selst upp hjá forlaginu. Guðbergur Bergsson er mikil- virkur höfundur. Bækur frá hans hendi eru taldar vera tvær, Leitin að landinu fagra og Froskmaður- inn en hún ber höfundar heitið Hermann Másson. Flest eru skáld þessi fædd og uppalin á Suðurnesjum, hin alið megin hluta manndómsára sinna hér. Þrátt fyrir mikið veraldar vafst- ur og válegt vélaglamur virðist því hér vera hagstætt umhverfi til hugsmíða. Bóksalar og aðrir þeir eru hag- sældar njóta af góðri bóksölu, þar á meðal fréttamenn íjölmiðla, láta vel af þeirri vertíð er jólabókaflóð- ið færði hlutaðeigendum í haust. Kristinn Reyr Ingibjörg Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Fræðimenn létu að því liggja að ís- lendingar væru bókelskasta og fróðleiksfúsasta þjóð f heimi. Raunsæismenn töldu hinsvegar að mikil og aukin bóksala í stór- straum bókaflóðsins nú fyrir jólin hafi stafað af hagkvæmu verði bóka til jólagjafa. Kannske hefur allt þetta stuðlað að mikilli bókaútgafu og líflegum bókamarkaði. Suðurnesjamenn reyndust afkastamiklir að vanda. Þriggja höfunda og bóka þeirra var getið í jólablaði Faxa. Bók Kristins Reyr, Gneistar til grips, barst hinsvegar eftir að jólablaðið var komið út — líklega nokkuð síðbúin jólabók, hafi hún átt að vera það. Annars er Kristinn hreint eng- inn viðvaningur í bókabransan- um, var kunnur bóksali í áratugi hér í Keflavík og á 50 ára höfunda- Keflavík - Skrifstofustarf Laust er starf á skrifstofu embættisins við vélrit- un og fleira. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 10. febrúar. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Jón Eysteinsson ferli hans á hann nú 26 útgefin verk að baki. Þar kennir margra grasa, enda eðlisþættir hans í list- Syndir feðranna um margir. Leikrit, ljóð og laga- smíð eru á þeim lista. Lista yfir málverk hans hef ég ekki séð, en veit að þau eru mörg, og prýða mörg heimili víðsvegar um land- ið. Línur og litir fara haganlega úr höndum hans. Eins og í fyrri ljóðabókum Kristins gneistar á milli ádeilu og gamansemi. Adeilan er gjarnan í spariklæð- um en getur þó klæðst líklíni, en jafnan er skop og glettni ívaf í orð- fimi Kristins. Syndir feðranna, sem hér fer á eftir er gott sýnishorn af ljóðagerð Kristins. Ekki er vitaö með vissu um vistina á öðrum stjörnum í alheimi ellegar hvort framliðna fýsi þaðan í ferðalag til þess eins að endurholdgast á Fróni og afplána syndir feðranna í erlendum skuldum. Þrengist óðum í búi með þjóðkjörna ómegð svo fjármálaráðherra hlýtur að fela biskupi landsins hið fyrsta að láta presta kalla eftir kraftaverki við kistu hins látna skilvísa skattpínda manns sem ranki þá við sér áður en rekunum verði kastað og rykki lokinu upp hypji sig kaldur fram úr með hnefann á lofti í hvítri skikkjunni og aflýsi hreint með öllu erfisdrykkjunni. J.T. tóm saman 12 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.