Faxi - 01.01.1986, Síða 13
MINNING
Haraldur Kr. Magnússon
verkstjóri — frá Hjörtsbæ í Keflavík
FÆDDUR 11.08.1914 - DÁINN 26.12.1985
Við, sem komnir erum í seinni
hálfleik æviskeiðsins megum
alltaf eiga von á því að vinir og
samferðarmenn heltist úr lestinni
°g leggi upp í langferðina miklu
og slíti samvistum a.m.k. um
sinn.
Okkur bregður þó alltaf við og
stundum erum við lengi að átta
okkur á þessum viðskilnaði.
Gáta lífs og dauða mun víst
flestum torráðin. Margir hafa
spreytt sig á að leysa hana, en mér
vitanlega hefur engum tekist það
til fullnustu.
Frammi fyrir dómi og lcalli
dauðans standa a.m.k. allir jafnir
°g enginn ræður sínum nætur-
stað.
bau sannindi urðu mér ljós þeg-
ar vinur minn og frændi lést á
annan dag jóla, eftir stutta en erf-
ida sjúkrahúsvist.
Haraldur Kr. Magnússon fædd-
ist 11. ágúst 1914 í Keflavík, sonur
hjónanna Guðríðar Ingibjargar
dónsdóttur frá Akri og Magnúsar
l’álssonar, skipstjóra frá Hjörts-
bæ, en hann fórst með vélbátnum
Huldu 1932.
begar Haraldur var að alast upp
1 Keflavík voru íbúar hér nokkur
hundruð talsins. Fólkinu hefur
ijölgað hér á æviskeiði hans, risa-
skref til framfara hafa verið tekin.
Haraldur reyndist einn þeirra
vösku manna, sem stuðluðu með
starfi sínu og lífsviðhorfum að því
að byggðin óx og dafnaði.
Æskuheimili Haraldar var orð-
lagt fyrir snyrtimennsku og
myndarskap. Föðurmissirinn í
msku setti sinn svip á æskuheim-
ihð, sem Guðríður stjórnaði af
festu og ósérhlífni og henni tókst
að koma bræðrunum — Haraldi
og Hauki til manns.
Sú kynslóð, sem hverfur með
Haraldi hefur unnið landi og þjóð
okkar mikið gagn, sem við seint
fáum fullþakkað. Lífið á uppvaxt-
arárum þess fólks var mjög erfitt
og fátækt og atvinnuleysi daglegt
brauð. Engu að síður hefur þraut-
seigja og dugnaður þess verið
lyftistöng velmegunar síðari tíma.
Er ég minnist Haraldar, þá kem-
ur mér í hug, að hann er einmitt
dæmigerður fulltrúi síns tíma og
veit ég að sú minning mun lifa.
Á bernskuárum Haraldar Kr.
Magnússonar voru tækifærin til
menntunar og fjölbreyttra athafna
ekkijafn tiltæk og nú. Skólaganga
unglinga takmarkaðist við barna-
skólann, og að fáu var að snúa sér
öðru en því að sækja sjóinn.
Ungir menn sem vildu bjarga
sér áfram urðu að afla fanga úr
sjónum, og var það vissulega boð-
legt viðfangsefni, en ekki heiglum
hent. En margur hefur sjálfsagt
kosið meira úrval verkefna.
Haraldur hóf sjómennsku 15 ára
eins og algengast var í þá daga, og
var á ýmsum litlum mótorbátum,
lengst af sem vélstjóri.
1 stríðsbyrjun stofnuðu nokkrir
Keflvíkingar samvinnufélag um
útgerð, og létu byggja stærsta
fiskibátinn, sem þá hafði verið
byggður hér syðra, m/b Keflvík-
ing. Haraldur var einn af stofn-
endum félagsins.
Útgerð skipsins reyndist happa-
drjúg og færði mikla björg í bú.
Haraldur var vélstjóri á því skipi.
Árið 1944 hætti hann sjó-
mennsku og réðst til Rafveitu
Keflavíkur, sem vélgæslumaður.
Á þeim tíma var rafmagn hér
framleitt með Diesel vélum, hafði
svo verið frá stofnun Rafveitunnar
1933.
Árið 1945 var Sogsrafmagni
hleypt á fyrstu húsin í Keflavík,
þá fór Haraldur í rafvirkjanám og
lauk Iðnskólanámi 1950.
í afmælisriti Rafveitunnar þegar
hún varð 50 ára, er þess getið að
Haraldur o.fl. hafi unnið að upp-
byggingu kerfisins hér með mikl-
um ágætum.
Thlja má að starfsmenn gömlu
rafveitunnar hafi unnið þrekvirki
með því að halda hinu úr sér
gengna véladrasli gömlu rafveit-
unnar gangandi svo lengi sem
raun varð á, og lengur en nokkur
von var til. Með því forðuðu þeir
neyðarástandi í bænum.
Haraldur starfaði hjá Rafveitu
Keflavíkur til dauðadags eða í 41
ár.
Haraldur giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Sigrúnu Ingólfsdótt-
ur, 20. des. 1941, ættaðri úr Þing-
eyjarsýslu — mikilli sóma- og
dugnaðarkonu, sem ávallt var þar
sem Haraldur var, enda voru þau
sérlega góðir vinir.
Heimili þeirra bar þess vitni að
samstilling, eindrægni og gagn-
kvæm virðing ríkti á heimilinu.
Undir harðri brynju leynist oft
viðkvæmt hjarta og vissu allir sem
Harald þekktu að þannig var Har-
aldur.
Þau hjón eignuðust þrjú börn:
Magnús, skrifstofustjóra, kvænt-
an Sigurbjörgu Halldórsdóttur,
Ingibjörgu, gifta Hinriki Sigurðs-
syni, verkstjóra, og Maríu gifta
Sigmundi Ó. Steinarssyni, blaða-
manni.
Haraldur var tryggur vinur vina
sinna.
Hann var jafnan hressilegur í
máli og hafði alltaf gamanyrði á
reiðum höndum. Hið sama má
segja um hans ágætu konu og var
upplífgandi að koma á heimili
þeirra, enda margar ljúfar æsku-
minningar mínar tengdar heimili
þeirra.
Börnum sínum var Haraldur
góður faðir og lét sér mjög annt
um velferð þeirra. Hygg ég að
mikil eindrægni hafi ríkt innan
þessarar íjölskyldu.
Guð blessi sporin og minning-
arnar.
Guð blessi ástvini hans og ætt-
ingja.
Farðu vel, gamli vinur.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina
og tryggðina.
Páll Jónsson.
BÓKASAFN
KEFLAVÍKUR
OPIÐ:
Mánudaga kl. 15—19 og 20—22,
þriöjudaga kl. 15—19,
miövikudaga kl. 15—22,
fimmtudaga kl. 15—19,
föstudaga kl. 15—20.
MIKIÐ ÚRVAL
ÍSLENSKRA
OG ERLENDRA BÓKA.
FAXI 13