Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 16

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 16
Jónas HaUgrímsson kvað Á engum stað ég uni eins vei og þessum mér. ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Pálmi Hannesson skrifar í einni af bókum sínum að Eiríksjökull sé eitt fegursta fjall á íslandi. Ég er sammála Pálma um það, að Ei- riksjökull er fegurstur þeirra ijalla, sem ég hefi séð. Snjór var mikill, þegar fram á heiðina kom, enda einum snjósþyngsta vetri nýlokið. Sólin skein glatt og lækir og lindir streymdu fram. Það var leysing á öræfunum. Nú tók að halla að kvöldi, og var nú stigið á bak reiðskjótunum og haldið til byggða. Mér fannst Jarpur eins og liprari í spori á heimleiðinni, en nú var farin önn- ur leið. Ég var orðinn syijaður þegar við lögðum af stað heim á leið. En þá gerist það að Jarpur hnýtur í spori um einhverja mis- hæð í götunni og ég sveif í boga og lenti utan við götuna í gjótu, sem var full af vatni. Ekki batnaði líð- an mín við þetta áfall. Satt að segja man ég lítið af ferðalaginu framan af heiði og þangað til stoppað var. Þá vorum við komnir að bæ þeim er heitir Fljótstunga í Hvítársíðu. Ekki get ég með nokkru móti munað eftir ferðalaginu, ofan af heiði og niður að Fljótstungu. Sennilega hefi ég dottað mestalla leiðina á bakinu á þeim Jarpa. Fólk var gengið til náða, og þeir bræður guðuðu á glugga. Eftir skamma stund var gengið til dyra. Það var húsbóndinn sem út kom, og heilsaði upp á komu- menn. Þeir bræður orðuðu gist- ingu og var hún heimil. Ég vildi gjarnan að ég væri svo ritfær að ég gæti lýst heimilinu í Fljótstungu, eins og það kom mér fyrir, þessar fáu stundir sem ég dvaldi þar. Húsfreyjan fór á fætur og innan stundar var kominn heitur matur á borð. Þegar við vorum að borða kom þarna maður, nokkuð við aldur, og heilsaði öllum. Um morguninn fékk ég að vita að þetta var fyrrverandi bóndi í Fljótstungu, faðir bóndans. Hann hét Jón Pálsson. Mér varð strax hlýtt til þessa gamla manns. Ég fann það fijótt að hann vildi hygla mér. Efalaust hefur hann verið vinur lítilmagnans. Eitt atvik man ég vel. Um morg- uninn, þegar við vorum að kveðja gestgjafa okkar, heyrði ég barns- grát og þegar ég lít í Borgfirskar æfiskrár sé ég, að fyrsta barn SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM LÁGMÚLA9 SÍMI81400 P.O. BOX 5213 SAMÁBYRGÐIN TEKST Á HENDUR EFTIRFARANDI: Slysatryggíngar Afla- og veiðarfæratryggingar ábyrgðartrygging útgerðarmanna og skipshafna Farangurstrygging fiskiskipa Endurtrygging fiskiskipa undir 100 smálestum Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplysingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátafélagið Grótta, Reykjavík Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Bátatrygging Ðreiðafjarðar Skipatrygging Austfjarða, Höfn Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík Trygging skipa yfir 100 smál. Aldurslagasjóður fiskiskipa Nýsmíðatryggignar og ábyrgðartryggingar fyrir skipasmíðastöðvar r STOFNSETT 1909 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.