Faxi - 01.01.1986, Síða 25
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíknr
11. hhlti
Leiðrétting og viðauki
1942
Árekstur v.b. Græðis við
tunduspilli
í jólablaðinu síðasta slæddist
missögn inn í frásögnina um Græð-
isslysið. Þar segir, að 2 skipverjar
hafi bjargast upp á akkeri tundur-
spillisins og verið bjargað þaðan,
en 4 hafi bjargast úr sjónum. Hið
rétta er, að fjórir björguðust upp á
tundurspiHinn, en tveir úr sjónum.
(Sbr. fréttir í dagblöðum og Faxa.)
í jólablaðinu er frásögnin að öðru
leyti rétt, enda stuðst við vitna-
leiðslur í sjóprófum. En dagblöð
sögðu nánar frá árekstrinum sjálf-
um og björgun mannanna.
Skipstjóri á Græði var Guð-
mundur Guðmundsson, Reykvík-
ingur. Hann stóð við stýrið á útleið
frá Reykjavik, hina örlagaríku að-
faranótt 13. febrúar. Hjá honum í
stýrishúsinu var Bjarni Thoraren-
sen, háseti. Vélstjórinn var f vélar-
húsinu, en fjórir hásetar frammi í
lúkar.
Skyndilega sáu þeir Bjarni og
Guðmundur Ijósglampa fram undan
bátnum sem stefndi á þá. Áttaði
Guðmundur sig þegar á hættunni
og hrópaði fram í til hásetanna i lúk-
arnum. Vélamaðurinn varð og var
við umganginn í stýrishúsinu, kom
upp úr vélarhúsinu, en um leið varð
áreksturinn. Allt gerðist þetta á
sekúndubroti, með svo snöggum
hætti, að mennirnir gerðu sér
naumast grein fyrir hvernig þeir
björguðust. Guðmundur hrópaði til
þeirra, að ná tökum á akkerisfesti
tundurspillisins, enda sáu þeir í
stýrishúsinu stefni hans framundan
sér. Er vélstjóri kom upp úr mótor-
húsinu, sá hann, að stefnið var um
það bil að rekast inn í stjórnborðs-
síðu bátsins framan við stýrishúsið.
Án umhugsunar stökk hann út og
upp á rá, sem lá frá mastri (senni-
lega hinu fremra) að stýrishúsi
bátsins. Þaðan komst hann upp á
tundurspillinn, annað hvort á vant-
inum (vírum sem lágu úr mastri
skipsins niður á borðstokk) eða var
bjargað af akkeriskeðjunni. Á sama
augnabliki komust þrír hásetar upp
úr lúkarnum og náðu tökum á akker-
iskeðjunni. Einn hásetinn, Lárus
Marisson, hefur sennilega ekki
Bræðurnir Friörik Karlsson, vélstjóri, til
vinstri. (Sjá hrakningar m.b. Ægis i febr.
1942). Til hægri Snorri Sólon Karlsson,
bifreiðarstjóri, sem drukknaði í
Keflavíkurhöfn í mai 1944. (Sbr.
Sjóslysaannál í jólablaði Faxa 1985).
{ vetur hefur ungur, keflvískur
piltur, Falur Harðarson, dvalist
vestur í Ameríku við nám. Falur
er sonur hjónanna Ragnhildar
Árnadóttur og Harðar Falssonar,
en fyrir vestan hefur hann dvalist
á heimili frænku sinnar Jönu
Ólafsdóttur. Faxi hefur fengið
þær fréttir af Fal, að honum líki
skólavistin vel, ekki hvað síst sú
ágæta aðstaða sem þar er til
íþróttaiðkana. Sl. sumar lék Falur
með skólaliðinu í amerískum fót-
bolta, en í vetur hefur hann snúiö
sér að sinni uppáhaldsíþrótt —
körfuboltanum. Þeir sem fylgst
hafa með körfunni hér í Keflavík
vita, að Falur er með skemmti-
legri leikmönnum í röðum hinna
yngri. Hann hefur hlotið marga
meistaratitla og hefur verið valinn
í úrvalslið hjá KKÍ. Okkur hefur
borist í hendur blaðaúrklippa,
komist upp úr lúkarnum eða misst
tök á keðjunni. Hann drukknaði.
Lárus var liðlega sextugur, senni-
lega elstur þeirra félaga.
Þeir Guðmundur og Bjarni, sem
voru í stýrishúsinu, lentu báðir í
sjónum, er tundurspillirinn klauf
bátinn. Bjarni náði tökum á band-
stiga, sem kastað var niður af skip-
inu. Hann hékk þar uns honum var
bjargað upp í skipið. Guðmundur
náði í akkeriskeðjuna, en fékk höf-
uðhögg um leið og missti meðvit-
und. Er hann rankaði við var hann í
kafi, en skaut strax upp. Sá hann
björgunarhring á floti skammt frá
sér, en náði ekki til hans. Fleiri
hringjum var þá kastað til hans og
náði hann tökum á einum þeirra.
Hélt honum við brjóst sér, þar til
honum var bjargað um borð í létt-
bát, sem var sjósettur. En er sjólið-
arnir voru að draga Guðmund inn í
bátinn, missti hann meðvitund á ný.
Vaknaði hann upp við það, að verið
var að skera utan af honum blaut
Falur Harðarson
þar sem segir frá því, þegar lið
Fals, Camp Hill, vann góðan sigur
á andstæðingum sínum, Mechan-
icsburg.
Við skulum gefa Bob Black,
fötin, um borð í tundurspillinum.
Guðmundur var a.m.k. hálftíma í
sjónum áður en honum var bjargað.
Skipverjar fengu hina bestu að-
hlynningu um borð i tundurspillin-
um. Þeir komu til Reykjavíkur á ní-
unda tímanum, að morgni hins 13.
febrúar.
Græðir var gamalt skip, smíðaður
í Assens (í Noregi eða Bretlandi)
1889. Endurbyggður 1939. Vél
bátsins var tveggja ára gömul.
Nokkrir menn í Keflavík keyptu
Græði haustið 1941. Fram að jólum
stundaði báturinn fiskitroll frá
Reykjavík, en eftir áramót var bátur-
inn þar til viðgerðar. Iðnaðarmenn
voru þá í verkfalli og eitthvað dróst,
að báturinn léti úr höfn. Viðgerð fór
þó fram þrátt fyrir verkfallið.
Er áreksturinn varð, var Græðir á
leið til Keflavíkur, til að stunda
veiðar á vetrarvertíð.
Þetta var ævintýraleg björgun og
sjálfsagt vildu fáir endurtaka hana,
við þær aðstæður, sem þarna voru.
Oft er stutt á milli lífs og dauða, ekki
síst á sjó. Sannaðist hér, sem oftar,
,,að ekki verður feigum forðað né
ófeigum í hel komið“.
(Fréttir um slysið eru í dagblöðunum
13. til 15. febr. 1942. Hér er einkum
stuðst við fréttir í:
Alþ.bl. 14. febr. 1942:
,,Slys út af Gróttu. Frásögn skip-
stjórans Guðmundar Guðmunds-
sonar“.
Vísir 13. febr. 1942:
,,Vélbátur sekkur eftir árekstur“.
Mbl. 14. febr. 1942:
,,Sex sjómenn bjargast nauðuglega í
árekstri undan Gróttu“.
í Dagbók Mbl. 15. febr. 1942, er stutt
athugasemd frá tveimur iðnaðar-
mönnum, sem unnu að viðgerð
Græðis í Reykjavík).
fréttamanni Patriots News orðið:
, ,Það eru aðallega tvær ástæður
fyrir ósigri Mechaniceburg
(66—49) gegn Camp Hill. í fyrsta
lagi var hinn tæplega sjö feta mið-
herji, Sean Muto, með hálsbólgu
og gat ekki leikið með liðinu. í
öðru lagi fékk Camp Hill liðið sér-
staklega sterkan leik frá hinum ís-
lenska innflutningi sínum, hinum
6 feta junior — Fal Harðarsyni.
Fali tókst að hleypa miklum fít-
onsanda í lið sitt. Ed Nugent,
þjálfari Camp Hill, sagði engan
vafa á, að slíkur sigurvilji smitar
út frá sér. Falur skoraði 17 stig og
tók 10 fráköst. Félagar hans
O’Brien og Phillips skoruðu 13
og 12 stig.
Faxi sendir bestu kveðjur til
Fals og félaga hans með óskurn
um áframhaldandi gott gengi.
H.H.
GOÐ FRAMMISTAÐA
Fals Harðarsonar í Bandaríkjunum
FAXI 25