Faxi - 01.01.1986, Side 28
RÆKJUVEIÐI
er mikið stunduð og heimild til þeirra
veiða er eftirsótt — eins og raunar allra
veiða á kvótaöld.
Síðastliðið veiðitímabil var 21 bátur
úr verstöðvum Skagans á þessum
veiðiskap. Það voru bátar frá 12 til 38
tonna að stærð.
Úthlutaður kvóti var ýmist 50 eða
100 tonn á bát.
Ekki var ljóst, þegar F'axi fór í prent-
un, hvemig aflaskiptingin verður í ár.
PRÓFKJÖR HJÁ SJÁLF-
STÆÐISMÖNNUM í
KEFLAVÍK
Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í
Keflavík vegna væntanlegra bæjar-
stjómarkosninga var haldið dagana
18. 19. og20. jan. sl.. Frambjóðendur
vom alls 14, þar af 3 konur. Atkvæði
greiddu 772.
Helstu úrslit urðu þessi:
1. Ingólfur Falsson samt. 481 atkv.
(þar af 255 í 1. sæti).
2. Garðar Oddgeirsson samt. 516
atkv. (þar af 281 í 1. og 2. sæti).
3. Jónína Guðmundsdóttir samt. 584
atkv. (þar af 375 í 1—3. sæti).
4. Kristinn Guðmundsson samt. 469
atkv. (þar af 345 í 1—4 sæti).
5. Stella Baldvinsdóttir samt. 385
atkv. (þar af 337 í 1—5. sæti).
Aðrir frambjóðendur fengu færri at-
kvæði, en kosningin fyrir ofantalda
fimm frambjóðendur er bindandi.
Alþýðuílokkurinn mun viðhafa
prófkjör 22.-23. febrúar a.m.k.
10-12 frambjóðendur munu taka þátt
í því.
Alþýðubandalagið hefur ákveðið
sinn framboðslista til bæjarstjómar-
kosninganna, en fyrstu fimm sætin
skipa
1. Jóhann Geirdal
2. Jóhann Bjömsson
3. Alma Vestmann
4. Bjargey Einarsdóttir
5. Alda Jensdóttir.
•
Frá Framsóknarflokknum hefur
ekki fréttst, en ekki er talið að þar
verði viðhaft prófkjör.
•
GISTIHEIMILI AÐ VATNS-
NESVEGI 12
Jón William Magnússon einn aðal
eigandi Ofnasmiðju Suðumesja hf.
hefur hafið byggingu Gistiheimilis að
Vatnsnesveg 12. Gistiheimilið verður
á þremur hæðum, á tveim neðri
hæðunum verða 22 eins manns her-
bergi með baði, en á efstu hæðinni
verða flmm litlar íbúðir. Stefht er að því
að húsið verði fokhelt 1. apríl nk.
PÓSTUR OG SÍMI í
FRAMTÍÐAR HÚSNÆÐI
Á fundi byggingarnefndar Keflavíkur
15. jan. sl. var samþykkt að veita Pósti
og síma lóð við Hafnargötu á móti nr.
86 og 88 (Hafnargötu 89). Verður hér
um stóra og myndarlega byggingu að
ræða sem á að þjóna afgreiðslu sam-
eiginlega fyrir Keflavík og Njarðvík.
Er staðsetningin meðal annars höfð
með það í huga. Einnig er á þessu
svæði mikill þjónustukjarni. Bygging
þessi verður eins og fyrr segir af-
greiðslubygging fyrir stofnunina en
eftir sem áður mun gamla símstöðin
þjóna sínu hlutverki með tækjabúnað
símstöðvarinnar, en 50 ár eru síðan
símstöðvarhúsið var tekið í notkun
með síðari tíma breytingum og viðbót-
um. Með tilkomu þessarar byggingar
munu leysast hin miklu bflastæðis-
vandamál sem eru við núverandi af-
greiðslu að Hafnargötu 40.
NÝR VATNSTANKUR
Nýr vatnstankur var tekin í notkun í
Keflavík í nóvember sl. er hann stað-
settur vestan Eyjabyggðar, og kemur í
stað tanks sem settur var upp í Eyja-
gosinu 1973 og átti að vera til bráða-
byrgða. Nýi vatnstankurinn tekur 800
m3 af vatni og stendur hann á níu
metra súlum. Boraðar hafa verið þrjár
Fimm ættliðir - tvíburafæðing
Að aftan frá vinstri: Þorgerður Þorbjömsdóttir, Magnea Friðriksdóttir,
amman Guðríður Hauksdóttir heldur á Hrafnhildi og móðirin Gerður
Gunnlaugsdóttir heldur á Brynhildi. Faðirinn er Tyrfmgur Andrésson
sjómaður og búa þau hjónin að Heiðarhvammi 5 í Keflavík.
Mynd: Studio Heirnis
holur og tvær þeirra eru nú þegar
virkjaðar. í einhverju af næstu blöð-
um Faxa mun birtast grein eftir Vil-
hjálm Grímsson tæknifræðing Kefla-
víkurbæjar um vatnsöflun og vatns-
tanka í Keflavík frá upphafi.
•
HAFA SKAL ÞAÐ SEM
RÉTTARA REYNIST
í síðasta blaði er sú prentvilla, í grein
Einars Kr. Einarssonar, að kirkjan í
Grindavík hafi verið vígð 21. septem-
ber 1982. Hið rétta er að hún var vígð
26. september 1982.
í sama málefnaflokki henti það, í
myndatexta, að Borgar Jónsson
safhaðarfulltrúi Kirkjuvogssóknar í
Höfnum, var ranglega nefndur Sævar
Ámason. En Borgar afhenti séra Jóni
Arna Sigurðssyni og frú Jónu Sigur-
jónsdóttur, forláta gullúr fyrir hönd
sóknarbama séra Jóns f Grindavík og
Höfnum í veglegri kveðjuathöfn sem
fram fór í Festi í Grindavík 27. októ-
ber síðast liðinn.
Yfirlit yfir byggingarfram-
kvæmdir í Keflavík á
árinu 1985
Lokið var smíði 25 húsa með 96 íbúð-
um samtals að stærð 9.812 m2 31.112
m3. í smíðum 1. jan. 1986 voru 58 hús
með 122 íbúðum samtals 14.460 m2
46.968 m3.
IÐNAÐAR- OG VERSLUNARHÚS
Ixtkið var smíði 9 húsa samtals 3.015
m2, 12.342m’ísmíðum l.jan. 198644
hús samtals 22.240 m2 88.708 m3.
BÍLGE YMSLU R
Lokið var smíði á 33 skúrum samtals
1.032 m2 3.570 m3. í smíðum 1. jan.
1986 44 skúrar samtals 1.844 m2
5.875 m3.
GARÐSTOFUR
Á árinu var byrjað á 15 garðstofum
354 m2 912 m3.
Á árinu var lokið smíði á 6 garðstofum
138 m2 358 m3.
ENNFREMUR VORU í SMÍÐUM
EFTIRTALIN HÚS:
Lokið á árinu. Hringbraut 130, fé-
lagsheimili 170,2 m2 683,0 m3. Hring-
braut 125, slökkvistöð, viðb. 254,4 m2
1.259,3 m3. Eyjavellir 15, vatnstankur
800,0 m3. Heiðarból 47A, leikvalla-
gæsluhús 63,0 m2 198,5 m3.
1 smíðum í árslok. Austurgata 13,
tónlistarskóli 136,8 m2 470,0 m3.
Hafnargata 57, hótel- og skrifstofuh.
8.180,6 m2 23.231,3 m3. Sunnubraut
31, sundmiðstöð 1. áfangi 1.044,0 m2
3.996,0 m3. Tjarnargata 12, sparisjóö-
ur 3.296,1 m2 12.676,1 m’. Vestur-
braut 17, karlakór 1.049,8 m2 3.812,3
m’. Samtals. 13.707,3 m2 44.185,7 m’.
NIÐURRIF
Á árinu voru 18 fasteignir Ijarlægðar
þ.e. geymslur, bílskúrar, íbúöarhús
o.ll. samtals að stærð 1.240 m2 3.423
m3. Auk þess byggingar að Hafnargötu
57-59 að stærð 1.913 m2 8.556 m’,
vegna byggingar á hóteli.
28 FAXI