Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1989, Page 4

Faxi - 01.04.1989, Page 4
FYRSTI ÍBÚI Á SUÐURNES JUM Frá Steinum (Leiru. Hér bjó Steinunn Gamlci, fyrsti (búi Sudumesja. Það er tilgáta Njáls að skáli Steinunnar hafi staðið, þar sem veggjarústimar eru lengst til vinstri á myndinni. Þaö er haft f'yrir satt, aö Steinunn gamla frændkona Ingólfs Arnarson- ar landnámsmanns hafi verið fyrsti íbúi á Suðurnesjum. Ingólfur nam land í Reykjavík árið 874. Ingólfur helgaði sér allt land norðan vatna. Ingólfur vildi gefa Steinunni gömlu frændkonu sinni allt land frá I Ivassahrauni og suður, norðan megin við Faxaflóa, en Steinunn vildi heldur gera við Ingólf kaup. TUldi slíkt haldbetra er fram liði og borgaði skagann með hlut, sem ,,flekka“ var nefnd. Enginn veit með vissu hvað þessi hlutur var. Kannski var þetta vaömálsflík eða prjónaflík? bað má geta þess aö for- menn notuð höfuðfat, sem náði yfir allt höfuðið og niður á herðar. Það voru aðeins göt fyrir augu, nef og munn. Þetta var kallað ,,flekka“. Svo breyttust þessar höfuðflíkur og allt andlitið kom fram, þá var far- ið að kalla þessar höfuðfiíkur hettur og síðar lambhúshettur. Steinunn gamla mun hafa byggt sér skála á Steinum í Leiru, sem síðar hét Hólmur og enn síðar Stóri-Hólmur. 120 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.