Faxi - 01.04.1989, Qupperneq 5
Steinunn gamla var dugmikil kona.
Hún hafcM fyrstu verstöð við Faxa-
flóa. Að vísu var hún búin að leyfa
Katli gufu Örlaugssyni að byggja
skála að Gufuskálum í Ixiru og hafði
hann þaöan útræöi í tvo vetur.
Steinunn gamla vildi koma Katli
gufu í burtu og fékk Ingólf frænda
sinn í lið með sér. Fór þá Ketill inn
í Gufunes við Reykjavík og síðar
upp í Gufudal. Sennilega hafði Ket-
ill gufa Örlygsson útræði á Gufu-
skálum á Snæfellsnesi. En
Steinunn gamla hélt sinni verstöð
við Faxaflóa.
Steinunn gamla var gift kona, þeg-
ar hún kom til íslands. Maður
hennar hét Herlaugur Kveldúlfs-
son. Hann var bróöir Skallagríms
Kveldúlfssonar. Herlaugur kom
aldrei til íslands. Hann fórst í víking
við England, eins og þaö var kallað.
Herlaugur og Steinunn gamla áttu
tvo syni, sem vitað er um, annar hét
Arnór og hinn hét Njáll. Sennilega
hafa þessir bræður komið til Islands
þó ekki sé hægt að finna hvar þeir
bjuggu. Það er eins og það vanti
heila öld á spjöld sögunnar, frá
930-1030. bað er eins og eldgos
haií geisað á þessari öld á Suður-
nesjum, sem valdið hafi mengun og
mannflótta þaðan. Eg hefi verið að
velta því fyrir mér hvort það gæti
staðist, að Njáll Herlaugsson haft
getað átt son á íslandi, sem skírður
var Þorgeir og þessi Þorgeir hafi svo
átt son, sem skírður var Njáll og þar
sé kominn Njáll Þorgeirsson fyrrum
bóndi að Bergþórshvoli í Landeyj-
um.
Með vissu vitum við þaö, að Njáll
bóndi á Bergþórshvoli var fæddur
árið 935. Hann kafnaöi inni í brun-
anum á Bergþórshvoli árið 1010, þá
75 ára gamall. Njáll var oft ráðagóð-
ur. Hann ætlaði að bjarga sér og
Bergþóru konu sinni og breiddi yfir
þau skinnhúðir. Ætlaði að verja þau
fyrir hita á meðan bærinn brann. En
þar feilaöi Njáli. Það vantaði loft
undir húðirnar, þess vegna fór sem
fór.
Kannski er nú allt þetta drauma-
rugl, sem ekki hel'ur við nein rök að
styðjast.
Eitt er víst, Suðurnesjamenn góð-
ir, að það er kominn tími til þess, að
reisa Steinunni gömlu minnisvatxla
og staðsetja hann á klöppunum fyr-
ir ofan Steina í Iæiru. Gerxbhreppur
á býlið Steina. Það ætti að vera auð-
velt að fá lóð undir styttuna. Nú á
þessu ári 1989 ættu Njarðvfkurbær,
Keflavíkurbær og Gerðahreppur að
sameinast um að reisa Steinunni
gömlu minnisvaröa.
(ían)i 20. ciprí/ 1989
Njáll Benediktsson.
Byggöasafn Suðurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
FAXI 121