Faxi - 01.04.1989, Qupperneq 7
komin í Reykjavík en annars staðar
vegna þess ekki síst að mun hærra
hlutfalli af sköttum var skilaö til
Gjaldheimtunnar í Reykjavík en
gert var ráð fyrir fyrirfram eða
u.þ.b. 60% af öllum staðgreiðslu-
skatti sem skilað er á landinu. Þetta
stafar af því hve rfkiö sjálft er stör
launagreiðandi svo og önnur stór-
fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar í
Reykjavík en starfsemi um allt land.
Svo sem áður sagði var starfsemi
Gjaldheimtu Suðumesja fyrst
einskorðuð við innheimtu stað-
greiðsluskattsins en þegar leið á ár-
iö hafa stofnuninni verið að bætast
önnur innheimtuverkefni fyrir
ríkissjóð og sveitarfélögin. Við
álagningu aöstöðugjalds á haust-
dögum fólu Njarðvík og Miðnes-
hreppur henni innheimtu eftir-
stöðva þess, þ.e.a.s. að frádregnu
því sem gjaldendur höfðu greitt í
formi fyrirframgreiðsluskyldu. Um
síðustu áramót bættust síðan við öll
eldri sveitarsjóðsgjöld fyrir sveitar-
félögin að undanskildum Hafna-
hreppi og Keflavík sem kusu að
annast sjálf hreinsunaraðgeröir
vegna eldri vanskila. Þá fólu Kefla-
vík, Njarðvik, Garður og Hafnir
Gjaldheimtunni innheimtu fast-
eignagjalda á þessu ári og Njarðvík
og Garður auk þess innheimtu eldri
vanskila vegna fasteignagjalda.
Ríkissjóður fól Gjaldheimtunni inn-
heimtu fyrirframgreiðsluskyldu
þinggjalda utan staðgreiðslu, en þar
er um að ræða alls 12 tegundir
skatta og gjalda á einstaklinga og
fyrirtæki til ríkissjóðs auk kirkju-
garðsgjalda sem rennur til rekstrar
kirkjugarða eins og nafnið bendir
til.
Allt bendir til að fjárhæð álagn-
inar þessara skatta og gjalda venM
yfir milljarð króna á þessu ári og
þegar staðgreiösluskatturinn bætist
við er ljóst að innheimtuverkefni
Gjaldheimtu Suðumesja fyrir eig-
endur sína verða á þriðja milljarð
kmna í ár sem þýöir aö í mánuði
hverjum renna að meðaltali 170 til
180 milljónir króna í gegn um þessa
stofnun. Til að sinna þessum verk-
efnum starfa í dag við stofnunina
fimm manns að gjaldheimtustjóra
meðtöldum en stjóm hefur nú gefið
heimild sína til ráðningar þess
sjötta. Starfsheiti hans verður skrif-
stofustjóri. Hann mun verða stað-
gengill gjaldheimtustjóra og sinna
eins og starfsheitið bendir til dag-
•egri stjómun skrifstofunnar,
stjómun bókhalds, uppgjöri við eig-
endur sem fer fram daglega eða því
sem næst og samskiptum við þá
ásamt innheimtuverkefnum.
Þetta starf hefur veriö auglýst
laust til umsóknar og er frestur til
aö sækja um þaö liöinn. Alls bárust
17 umsóknir og er stjórnin nú að
Qalla um þær.
Rekstur Gjaldheimtunnar gekk
mjög vel á þessu fyrsta rekstrarári.
Stofnkostnaður hennar var innan
viö fjórar milljnónir króna en af
honum voru kaup á húsgögnum og
tölvubúnaði um 2,3 milljónir
króna. Fest voru kaup á Ericson
tölvubúnaöi og Victor pc tölvum.
Rekstrarkostnaöur að frádregnum
stofnkostnaði var um 7,5 milljónir
króna en þar af vom laun og launa-
tengd gjöld 4,8 milljónir króna eða
um 64% kostnaöar. Nokkuð hefur
veriö reynt aö meta rekstur inn-
heimtustofnana sem þessarar og er
almennt talið að ef rekstur þeirra
kosti ekki meira en 1% af þeim fjár-
munum sem þeim er falið að inn-
heimta þá sé rekstrarárgangur við-
unandi.
Gjaldheimta Suðumesja inn-
heimti alls á síðasta ári liölega einn
milljarð tvö hundmð og fimmtíu
milljónir króna og kostnaöurinn er
því 0,6% af innheimtu fé. Rekstar-
kostnaður að frádregnum vaxta-
tekjum og innheimtulaunum var
tæplega 5,4 milljónir króna og
skiptist þannig að ríkissjóður bar
54,42% en sveitarfélögin restina eða
45,58%, sem eru rúmlega 2,4 millj-
ónir króna. Stofnunin innheimti
fyrir sveitarfélögin um 570 milljónir
króna og kostnaður þeirra við þessa
innheimtu var því aðeins 0,39%.
Svo dæmi sé tekið af Njaróvík var
þessi kostnaður um 423 þúsund
krónur sem er líklega nálægt kostn-
aði við rekstur á 1 /3 úr meðalstööu-
gildi sem Njaróvik hefði haft af
þessari innheimtu. Ég tel því engan
vafa leika á að fyrir sveitarfélögin er
rekstur þessarar sameiginlegu inn-
heimtustofnunar ákaflega hag-
kvæmur og ef okkur tekst aö ná
þeim innheimtuárangri sem ég tel
aö þessi stofnun hafi alla burói til þá
mun hún lækka verulega reksturs-
kostnað sveitarfélaganna og þar
með auka getu þeirra til verklegra
framkvæmda.
Hinn 8. desember s.l. samþykkti
stjómin fjárhagsáætlun fyrir þetta
ár. Niðurstööutala rekstraráætlunar
er liðlega 11,4 milljónir króna. Þaö
er ekki nema u.þ.b. 0,54% af því fé
sem ætlað var að stofnunin inn-
heimti á árinu. Slíkur árangur væri
satt að segja næsta undraveróur en
þess ber að geta að vegna þess að
forsendur áætlunargeróarinnar eru
fyrsta rekstrarár stofnunarinnar er
óvarlegt að ætla annað en að endur-
skoða verói þessa áætlun á miðju
ári.
Enn er veriö að þróa innheimtu-
kerfi staðgreiðsluskatta og þáttur í
því er gíróinnheimta þeirra. Núver-
andi fyrirkomulag er þannig að
launagreiðandi greiðir skattinn inn
á reikning Gjaldheimtunnar í næsta
banka eða sparisjóði og skilagreinar
með sundurliðunum berast henni
síðan með pósti. Gjaldheimtan skil-
ar síðan innheimtufé inn á reikning
ríkissjóðs og Ríkisbókhald greiöir
þaö til rétthafa vikulega. Svo viróist
sem sveitarfélögin í landinu séu
ánægð með þennan hátt og hefur
Samband íslenskra sveitarfélaga
beitt sér fyrir því að þessi háttur
verói hafður á áfram. Eitt er þaö þó
við þessa framkvæmd sem hefur
verið mjög umdeilt en það er sú fyr-
irætlan aö launagreiðendur greiði fé
ekki til Gjaldheimtna heldur beint
inn á reikning í Seölabanka íslands.
Þótt undarlegt megi viróast hefur
Samband íslenskra sveitarfélaga
stutt þessar fyrirætlanir mjög
dyggilega og ber fyrir sig að með
þeim megi leysa á betri hátt nokkur
tæknileg úrlausnarefni sem hafa
þótt ljóður á framkvæmd innheimtu
staðgreiðsluskatta. Mér finnst þetta
mál snúast um það hvort fela eigi
innlánsstofnunum um land allt aö
varóveita skattléð þar til þaö er
greitt rétthöfum þess, eða hvort það
eigi að varóveitast í Seðlabankanum
og þótt ljóst sé að hér er oft aðeins
um fáa daga að ræða í einu þá er
einnig ljóst aö vegna þeirra reglna
sem Seðlabankinn setur um lausa-
fjárhlutfall innlánsstofnana þá mun
útlánageta þeirra minnka ef svona
veróur farið að, því vona ég að þessi
ágreiningur leysist farsællega.
Annað er það sem nokkuð hefur
skyggt á annars ágæta starfsemi
Gjaldheimtunnar, en það er skortur
á upplýsingaflæði frá þeim stofn-
unum ríkisins sem annast um inn-
heimtukerfin. Þar á ég einkum við
Ríkisbókhald. Nú á reynslutíma
staðgreiösluinnheimtunnar hefur
starfsmönnum sveitarfélaganna oft
þótt einkar torráðið hverju kerfið
skilar þeim í tékjur frá einni viku til
annarrar. Nokkuð hefur þótt uppá-
komusamt í þessum efnum og leið-
réttingar á tíöum valdið því að tekj-
ur hafa verið langt frá þeirri áætlun
sem starfsmenn sveitarfélaganna
hafa veriö að reyna aö gera frá ein-
um mánuði til annars. Leitað hefur
verið eftir því að Ríkisbókhald
sendi fulltrúa sína hingað þannig að
halda megi upplýsingafund með
þeim og þeim starfsmönnum sveit-
arfélaganna sem halda utan um íjár-
mál þeirra. Þetta hefur ekki tekist
enn ogbera Ríkisbókhaldsmenn við
gífurlegum önnum. Við þetta veró-
ur þó ekki unað og er nokkur urgur
í sveitarfélagamönnum útaf þessu.
Undirritaður mun beita sér fyrir því
að af slíkum fundi verói nú á allra
næstu dögum.
Ágætu fulltrúaráðsmenn, ég hef
hér flutt alllangt mál en umfjöllun-
arefni mín hafa eðlilega stafað frá
því að Gjaldheimta Suðumesja er
nú að slíta bamsskónum. Svo sem
ég sagöi í upphafi var undirbún-
ingstími að stofnun Gjaldheimtunn-
ar sérlega skammur og því er
ánægjulegt hve vel hefur tekist til
um á hennar fyrsta rekstrarári. Ég
vil láta í ljósi sérstakar þakkir til
allra þeirra sem unnu að undirbún-
ingi að stofnun Gjaldheimtu Suður-
nesja, til meöstjórnarmanna minna,
en ekki síst til Ásgeirs Jónssonar
gjaldheimtustjóra og starfsfólks
hans. Ég hef áður sagt, og ég endur-
tek að eigendur þessarar stofnunar
vænta sér mikils af henni og ég veit
að þeir veróa ekki fyrir vonbrigð-
um.
Suðurnesjabúar
Sendum ykkur bestu
þjóöhátíöarkveöjur
Gjaldheimta Suðurnesja
Grundarvegi 23 — Njardvík
Sími 92-15055
FAXI 123