Faxi - 01.04.1989, Side 14
4. tölublað
49. árgangur
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson,
aöst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og
Birgir Guðnason.
Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf.
Filmu- og plötugerö: Myndróf.
Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar.
Gleðilega þjóðhátíð
Faxi óskar öllum lesendum sínum til hamingju á þjóðhá-
txðardaginn 17. júní.
íslendingar hafa fagnað þjóðhátíðardegi sínum- 17. júní- í
hartnær hálfa öld. 17. júní var valinn sökum þess, að hinn
ástsæli Jón Sigurðsson var fæddur þennan dag. Jón forseti
eins og hann var nefndur var ötull baráttumaður fyrir sjálf-
stæði Islendinga og átti hvað stærstan þátt í því að gera þá
hugsjón að veruleika. En hann stóð ekki einn í þeirri baráttu
og því er það skylda okkar á þjóðhátíðardaginn að minnast
þeirra mörgu sem ruddu brautina. Blessuð sé minning
þeirra.
Þess ber einnig að minnast á þessum degi, að baráttunni
fyrir sjálfstæði þjóðar lýkur aldrei. Hver nýr dagur færir með
sér verkefni að vinna að. Sjálfstæði og frelsi er ekki fullkom-
ið nema allir þegnar þjóðfélagsins njóti þess. Baráttan fyrir
frelsi og sjálfstæði einstaklingsins birtist í ýmsum myndum
og er það næsta víst, að margir gera sér ekki grein fyrir því,
hvað sú barátta getur verið hörð. I landi allsnægtanna eru
margir sem eiga um sárt að binda. í dag ber einna hæst bar-
átta okkar á sviði efnahagsmála. Með samstilltu átaki má
sjálfsagt ná viðunandi tökum á þeim. Öllu verr erum við
stödd gagnvart vaxandi neyslu eitur- og vímuefnagjafa. í
kjölfar vímuefha fylgir slóð afbrota og ofbeldis sem bitna
oftast á þeim er síst skyldi. Óþarfi er að fára mörgum orðum
um afleiðingar mikillar áfengisneyslu. Hér er sannarlega
þörf aukinnar baráttu gegn þessum vágestum. Getum við
kallað okkur sjálfstæða þjóð á meðan óhófleg neysla vímu-
efna ræður svo ríkjum sem raun ber vitni.
Heimsókn Jóhannesar
Páls páfa II.
Við höfum nú upplifað einstakan atburð er Jóhannes Páll 11., heim-
sótti ísland fyrir nokkrum dögum. Páfinn er æðsti trúarleiðtogi um 800
milljóna manna um víða veröld og sem slikur hefur hann ákaflega mikil
áhrif. Páfinn hélt margar ræður á meðan á dvöl hans stóð. Athygli vakti
áhugi hans á íslenskri sögu og kom berlega í ljós að hann ber mikla
virðingu fyrir þjóðinni, bæði þeim sem gengnir eru og þeim sem nú búa
landið. Er ekki hægt annað að segja að okkur hafi verið mikill heiður
gerður með heimsókn hans hingað. Er þess að vænta, að í kjölfarið fylgi
aukinn skilningur milli þeirra trúarfélaga sem á Islandi eru.
H.H.
Hilmar Jónsson:
*
Oskar Aðalsteinn,
rithöfundur sjötugur
Ávarp flutt í Stapa 1. maí s.l.
Ég vil þakka verkalýðshreyfingunni á Suðumesjum þá vinsemd og
þann menningarhug, sem fram kemur í því að ljá rithöfundinum
Óskari Aðalsteini rúm í dagskrá á baráttudegi samtakanna sem jafn-
framt er sjötugs afmæli hans. Með því er verið að heiðra rithöfund, sem
tvítugur að aldri hóf ritstörf og strax í annarri bók sinni, Grjót og
gróðri, gerði kjör verkamanna að sínu verkefni. Athyglisvert er við þá
bók, hve aðalsöguhetjan Þorlákur er dreginn sterkum litum ekki sem
boðberi sérstakra kenninga heldur sem maður sem berst fyrir frum-
þörfum sinna nánustu við hinar erfiðustu kringumstæður. Að mörgu
leyti minnir Gijót og gróður, á frægan ljóðabálk, Þorpið, eftir annan
Vestfirðing, Jón úr Vör. Æ síðan hefur Óskar skrifað þorpsbækur:
Li/sorrustu-raunsanna lýsingu á örlögum einstaklings sem missir
atvinnu sína vegna pólitískra hrossakaupa -, Kosningatöfra í gaman-
samari tón um atkvæðaveiðar stjómmálamanna ellegar ástarsögur:
Húsið ihvamminum ogBreyskar ástir. í síðustu bókum Óskars eins
og í röstinni og Fyriburðum á skálmöld, kveður et til vill við þyngri
örlagatón.
En í öllum bókum hans er þorpið, sjómaðurinn og útgerðin upphaf
og endir mannlífs. Og með leyfi að spyrja: Hvar væri þessi eyja út í
reginhafi, ef ekki væri til fólk, sem ynni við frumatvinnuvegi þjóðar-
innar og sækti lífsbjörg sína úr sjónum?
1977 fluttist Óskar frá Vestfjörðum hingað á Suðumes og hefur
ásamt konu sinni Hönnu, búið á Reykjanesvita, þar sem hún er nú
vitavörður.
130 FAXI