Faxi - 01.04.1989, Side 15
A SUÐURNESJUM
Barnafrœðsla í Keflavíkur frá árinu 1905 -
Þar sem áður hafa birst í Faxa
nokkrar greinar um bamaskólann í
Keflavík, þá verður hér á eftir að-
eins stiklað á stóru úr sögu hans og
sérstaklega komið inn á þá þætti
sem teljast vera nýlunda í skóla-
starfmu.
Greinar um skólann birtust í eftir-
töldum blöðum:
10. tbl. 1959, 1. tbl. 1960, 6. tbl.
1961 - Hermann Eiríksson: Saga
skólanna á Suðumesjum. 2. tbl.
1952: Nýtt bamaskólahús vígt. 6.
tbl. 1987 - Þórdís Þormóðsdóttir -
Myllubakkaskóli 35 ára.
Arið 1908 sameinast Njarðvík og
Keflavík í eitt hreppsfélag, og 1910
taka böm úr Ytri-Njarðvík að sækja
Guðmundur Guðmtindsson. Hann var
skólastjóri barnaskólans í Keflavtk á
árunum 1921—1946, eda í 25 ár alls.
Hann sat lengi í hreppsne/hd og stýrdi
Sparisjódnum íKefalvfk um langt skeið.
skóla í Keflavík og ári síðar böm úr
Innri-Njarðvík. Hélst það fyrir-
komulag allt til ársins 1939 að
kennsla er aftur tekin upp í Ytri-
Njarðvík. Kann þessi breytinga að
hafa ýtt undir, að ráðist var í bygg-
ingu sérstaks skólahúss við Skóla-
veg, en það var tekið í notkun 1911.
Fór nú nemendum að fjölga vem-
lega og skólastarfið að verða mark-
vissara. Sólmundur Einarsson,
Gunnlaugur Kristmundsson og
Tómas Snorrason vom skólastjórar
á ámnum 1908-1919. Gunnlaugur
varð fyrstur skólastjóri hins nýja
skóla. Tómas hafði stundað
kennslu allt frá árinu 1895, er hann
lauk kennaraprófi frá Flensborg.
Kenndi hann í Höfnum, Garði,
Keflavík og í Grindavík. Hann var
skólastjóri í Keflavík fyrst 1905—
1907, síðan í Grindavík ffá 1908-
1914, en þá tók hann aftur við skóla-
stjóm í Kefalvík og gegndi því starfi
til 1918.
Skólastjórar í Keflavík.
1905-1907
Tómas Snorrason
1908-1910
Sólmundur Einarsson
1910-1914
Gunnlaugur Kristmundsson
1914-1918
Tómas Snorrason
1918- 1919
Gunnlaugur Kristmundsson
1919- 1921
Agúst Jónsson
1921-1946
Guðmundur Guðmundsson
1946-1972
Hermann Eiríksson
1972- 1973
Ólafur Jónsson
1973- 1974
Hermann Eiríksson
1974- 1978
Ólafur Jónsson
1978-1986
Vilhjálmur Ketilsson
1986-1988
Kristján A. Jónsson
1988—
Vilhjálmur Ketilsson
Nemendafjöldi og
skólaskylda
Árið 1909 vom nemendur Kefla-
víkurskóla um fjömtíu talsins. Síð-
an þá hefur fjölgun nemenda verið
sem hér segir:
1909 41 10—13 ára böm
1919 47 10-14 ára böm
1929 79 8-14 ára böm
1939 181 7—14 ára böm
1949 238 7-14 ára böm
1959 605 7-12 ára böm
1969 885 7-12 ára böm
1979 730 6-11 ára böm
1989 787 6-11 ára böm
Á þessari töflu má að nokkm lesa
þá öm þróun sem verður á íbúa-
fjölda bæjarins, sérstaklega er at-
MUNIÐ
ORKU-
REIKNINGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánadar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
Hitaveita
Suðurnesja
FAXI 131