Faxi - 01.04.1989, Síða 16
hygliverð fjölgunin á tímabilinu
1949-59. Þess ber að geta, að 1979
flyst 6. bekkur í Gagnfræðaskólann
(Holtaskóla). Mestur hefur nem-
endafjöldi skólans verið árið 1973
alls 1060 nemendur, en þá komu
bæði 6 ára böm í skólann í fyrsta
skipti og einnig bættust við nem-
endur frá Vestmannaeyjum í kjölfar
eldgossins á Heimaey. Var þá æði
þröngt á þingi.
Með fræðslulögunum frá 1907
varð skólaganga í fyrsta sinn gerð að
skyldu hér á landi. Skyldu öll böm
á aldrinum 10-14 ára hljóta fræðslu
og átti ríkið að standa að mestu leyti
undir kostnaði við rekstur og upp-
byggingu skóla. 1936erskólaskyld-
an aukin og hefst eftir það við sjö ára
aldur. Ný grunnskólalög vom sam-
þykkt 1974 og skyldi þá í áföngum
auka skólaskylduna til 16 ára ald-
urs og er sú skipan nú á komin.
Þróun skólastarfsins
Samhliða lengingu skólaskyld-
unnar hafa sífellt átt sér stað breyt-
ingar í sjálfu skólastarfinu. Nám-
skrár hafa verið í stöðugri endumýj-
Hermann Eiríksson. Hann höfkennslu
cír/ð 1941 og vard sfdan skölastjórí árid
1946. Samtals var hann skólastjórí f 28
ár. Einnig var hunn skólastjóri Iðnskóla
Keflavfkur.
un, nýjar kennsluaðferðir sjá dags-
ins ljós og skipulag kennslunnar
hefur tekið miklum framfömm.
Nýjar námsgreinar hafa litið dags-
ins ljós og aukagreinamar sem svo
vom nefndar, þ.e. handavinna,
teikning, tónmennt, íþróttir og ann-
að félagsstarf tekur til sín meiri tíma
en áður. Þá bjóða skólar nú uppá
sálfræðiþjónustu, stuðnings-
kennslu og sérdeildir fyrir þá nem-
endur sem hið almenna kennslu-
form hentar ekki. Þá hafa bókasöfn
skólanna tekið stakkaskiptum,
bæði hefur bókakostur aukist og
einnig starfa oftast við þau sér-
menntað fólk. Öll þessi aukning
skapar þörf fyrir sérhæfðara og
stærra húsnæði. Skólahúsnæði er
því í sífelldri uppbyggingu. Hér á
eftir verður í stuttu máli lýst þróun
byggingamála hjá Bamaskóla
Keflavíkur.
Byggingasaga
Myllubakkaskóla
Eins og áður hefur komið fram, þá
fór kennsla fram á ýmsum stöðum á
fyrstu ámnum. Það er fyrst árið
1897 að keypt var íbúðarhús að ís-
hússtíg 3 og þar hafði skólinn aðset-
ur fram til ársins 1911 að tekið var í
notkun nýtt skólahús við Skólaveg.
Gamla skólahúsið við Skólaveg var
byggt árið 1911. Það hús hefur á
þeim tíma verið byggt af stórhug og
myndarskap og er það trúlega með
elstu steinsteyptu skólabyggingum
landsins. Þá vom íbúar Keflavíkur
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
um 300 og skólaskyld böm á aldr-
inum 10-14 ára um 40 talsins.
Segja má, að ,,gamli skólinn“ hafi
þjónað húsnæðisþörf fyrir skóla-
hald hér í um 30 ár, en það var á
fundi skólanefndar 15. október
1941 sem fyrst komu fram raddir
um það opinberlega, að þörf væri
fyrir nýjan skóla. Árið 1942 var
fyrst farið að þrísetja í sumar
kennslustofumar. Þá vom böm á
skólaskyldualdri (7-14 ára) nálægt
200 talsins. Árið 1947 var tekið á
leigu húsnæði í Verkalýðshúsinu og
1949 í Sjálfstæðishúsinu.
Aðstaða til íþróttakennslu var alla
tíð mjög slæm. Leikfimikennsla fór
fram í Ungmennafélagshúsinu allt
frá árinu 1940 og þar til íþróttahús
bamaskólans var tekið í notkun árið
1958. Áður var leikfimi kennd í
gamla skólanum og þá ýmist á
skólagangi eða í skólastofu. Aðstaða
til sundkennslu var aftur á móti
sæmileg frá þvi Sundlaug Keflavík-
ur var vígð árið 1939 og ágæt eftir að
byggt var yfir laugina árið 1951. Aft-
ur á móti hefur hvergi nærri verið
hægt að halda uppi lögboðinni
sundkennslu hér síðustu áratugina,
Ciamli skólinn við Skólaveg. Þessi mynd er tekin eftirað húsið var lugfœrt árið 1952.
132 FAXI