Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1989, Page 24

Faxi - 01.04.1989, Page 24
Við komum fyrst að býlinu Garðs- auka, sem er austast. Þar býr Ólaf- ur Gíslason sjómaður 36 ára og kona hans Guðrún Hildibrands- dóttir 34 ára og böm þeirra Sigur- geir 4 ára og Björg 1 árs. Þar em einnig Þómnn Þorsteinsdóttir ekkja 57 ára, sem stundar sjávarútveg og synir hennar þeir Þorsteinn Stef- ánsson 29 ára og Elís Jón Stefáns- son 15 ára. Þá em á heimilinu Þor- valdur Ólafsson ekkjumaður og sjó- maður 37 ára og sonur hans Þor- valdur 13 ára, einnig em þar Stefanía Ingibjörg Jónsdóttir bú- stýra 24 ára og Jóhannes Jónsson sjómaður 35 ára. Næst komum við að býlinu Garð- ur. Þar býr Kristján Tbitsson smiður og sjómaður 42 ára og kona hans Anna Jónsdóttir 43 ára og Andrea Guðlaug dóttir þeirra 9 ára, einnig Ólafur Bjamason sjómaður 25 ára, Agúst Asmundsson sjómaður 20 ára og Bjami Guðmundsson ekkju- maður og sjómaður 56 ára. Næst komum við að býlinu Garð- amir. Þar býr Þorsteinn Þorsteins- son sjómaður 42 ára og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir 44 ára, einnig Auðunn Eiríksson vinnu- maður 19 ára. Þá komum við næst að býlinu Vatnagarðar, sem ervestast. Þarbýr ekkjan Þómnn Valgerður Guð- mundsdóttir húsmóðir 49 ára og böm hennar. Þau em Benedikt Sæmundsson sjómaður 20 ára, Einar Sæmundsson 16 ára, Júlíus Sæmundsson 12 ára og Sólveig Sæmundsdóttir 9 ára. Einnig em þar Guðveig Eiríksdóttir vinnukona 22 ára, Þuríður Sigurðardóttir vinnukona 29 ára, Ólafur Pálsson sjómaður 32 ára og Jón Bjamason sjómaður 32 ára. íbúar í þessu hverfi, ef það má kalla það svo, höfðu kartöflu- og rófugarða en lifi- brauð þess kom úr sjónum. Alls vom íbúar í Görðunum 29. Þá höldum við í suður, uppeftir, og komum að grasbýlinu Miðhús, sem er eignaijörð. Þar vom stór hús og mikið mannlíf, þar býr Magnús Þórarinsson húsbóndi 52 ára og kona hans Guðrún Einarsdóttir húsmóðir 48 ára. Böm þeirra hjóna em Ingveldur 22 ára, Fríður 18 ára, Valgerður 15 ára, Einar 11 ára, Helga Málfríður 10 ára, Ólöf 8 ára og Gísli 6 ára. Aðrir á heimilinu em Guðný Einarsdóttir vinnukona, systir Guðrúnar húsfreyju, 46 ára, Jón Jónsson vinnumaður 69 ára, Guðmundur Jónsson lausamaður 24 ára, Ólafur Jónsson vinnumaður 26 ára, Ásbjöm Stefánsson vinnu- maður 25 ára, Kristín Finnsdóttir húskona 21 árs og sonur hennar Helgi Einarsson á 1. ári, Sigurður Pálsson vinnumaður 30 ára, Ás- mundur Guðmundsson húsmaður 30 ára og Ólafur Erlendsson vinnu- maður 26 ára. Þess má geta að Einar Magnússon sem lengi var kennari við Gerðaskóla var sonur Magnúsar í Miðhúsum og 11 ára á þessum tíma. Nú höldum við í austur og fömm inneftir, við göngum eftir moldar- götu og komum að grasbýlinu Króki, sem er til hægri við götuna. Þar býr Magnús Magnússon hús- bóndi og sjómaður 60 ára og kona hans Svanhildur Ólafsdóttir 59 ára og böm þeirra Sigurður 24 ára, Magnús 20 ára og Sigríður 16 ára. Einnig em þar Lárus Jónsson vinnumaður 36 ára og Gunnlaugur Benediktsson sjómaður 33 ára. Við höldum áfram og til vinstri við götuna er Lykkja, og er það talið grasbýli. Þar býr Þorsteinn Ólafs- son húsbóndi og sjómaður 35 ára og kona hans Guðrún Jónasdóttir 33 ára en böm þeirra em Þorsteinn Hreggviður 10 ára, Margrét Jakobína 8 ára og Bjöm 6 ára. Aðrir á heimilinu em Guðmundur Lárus- son vinnumaður 21 árs, Benjamín Illugason vinnumaður 20 ára, Jór- unn Oddsdóttir vinnukona 38 ára og Ingibjörg Illugadóttir dóttir hennar 5 ára, Jóhannes Þórarins- son vinnumaður 31 árs, Guðbjörg Jóhannesdóttir, ekkja, húskona 29 ára og sonur hennar Sigurður Sig- urðsson 4 ára, Pétur Guðmundsson sjómaður 24 ára og Þorvarður Þórð- arson sjómaður 28 ára. Það má geta þess að Þorsteinn Ólafsson átti síðar Miðhús og var bóndi þar. Þann 7. september árið 1913 fór Þorsteinn á litlum báti til Keflavíkur með fisk- farm og tók salt til baka. Með Þor- steini á bátnum var maður sem hét Tfyggvi Valdimarsson og var hann 27 ára. Á leiðinni heim fékk bátur- inn sjóhnút á sig fyrir utan Leim, bátinn fyllti og síðan hvolfdi honum, en báðir mennimir komust á kjöl. í landi urðu menn sjónarvottar að slysinu, bmgðu þegar við og skutu út báti til að koma hinum nauð- stöddu mönnum til hjálpar. Þótt stutt væri að fara sóttist ferðin út að bátsflakinu seint, bæði vegna þess að á móti hvassviðri var að sækja og eins vegna þess að fáir menn voru á björgunarbátnum. Þegar báturinn náði að slysstað hafði annar maður- inn misst tök sín og var dmkknað- ur, var það Þorsteinn þá 58 ára að aldri, en 'IYyggva tókst að bjarga. TVyggvi var mikill kraftamaður, og var sagt að hann hefði haldið svo fast að erfitt hefði verið að losa tak hans á bátnum. Blessuð sé minning þessa mætu manna. Við höldum nú áfram eftir mold- argötunni og komum að tómthús- býlinu Smæmavöllum, það er til vinstri handar. Til hægri handar er túnblettur og þar má finna sexblaða smára. Það er kartöflu- og rófugarð- ur við býlið og blóm í gluggum. Þama býr Ingibergur Magnússon húsbóndi 58 ára og kona hans Sig- ríður Þorleifsdóttir 53 ára og tveir synir þeirra, Þorleifur 27 ára og Þor- lákur 14 ára. Á öðm býli er hús- bóndi Sveinn Sigurðsson 47 ára og kona hans er Margrét Guðnadóttir 53 ára, bam þeirra er Guðnin 15 ára. Einnig em á heimilinu Vigdís Finnsdóttir ekkja í húsmennsku 49 ára og sonur hennar Þorfinnur Gunnarsson 9 ára. Enn höldum við áfram, nú til hægri, þar er tómthúsbýlið Bali þar býr Sveinn Högnason húsbóndi 45 ára og Ólöf Ólafsdóttir kona hans 38 ára, bam þeirra er Ólafur Sveinn 1 árs. Þar em einnig Guðlaug Karitas Bergsteinsdóttir sveitarbam 7 ára og Einar Gottskálksson vinnumað- ur 56 ára. í kringum Bala er mikið af görðum. Nú fömm við til vinstri og komum að tómthúsbýlinu Vegamótum. Þar býr Magnús Jónsson húsbóndi 58 ára og kona hans Ingibjörg Þor- steinsdóttir 50 ára og þar er á heim- ilinu Gísli Sveinbjöm Einarsson 11 ára og sveitarbarn. Á öðm býli er húsmóðir Þrúður Ámadóttir 48 ára og sonur hennar Þórður Hannesson 14 ára, einnig er þar Einar Einars- son sjómaður 48 ára. Hér stönsum við á göngu okkar en kannski við snúum við síðar og heimsækjum hjáleigur í Útskála- landi. Skráð af Njáli Benediktssyni. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA Tækjadeild - Sími 14675 140 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.