Faxi - 01.04.1989, Side 32
BJOR
Á ÍSLANDI
er það hið fullkomna frelsi
Þann 1. mars 1989 var aflétt bjór-
banni sem gilt hafði hér á landi
frá árinu 1915. Þetta þótti svo merk-
ur viðburður, að fréttamenn frá
erlendum blöðum og sjónvarpsstöð-
um flyktu liði til landsins til að
fylgjast með. Hér á landi höfðu fjöl-
miðlar haft mikinn áhuga á þessum
degi allt síðasta ár og séð til þess, að
hann færi nú ekki fram hjá neinum.
Þessi dagur er nú runnin upp, seld-
ar voru 340 þúsund bjórdósir, en
sem betur fer leið þessi dagur stór-
slysalaust og getum við verið þakk-
lát fyrir það.
Hvað er áfengismeiming?
Flestir þekkja máltækið: Hóflega
drukkið vín gleður mannsins
hjarta. Maður hefur haft það á til-
finningunni, að ýmsir stuðnings-
menn bjórsins hafi átt sér þá
draumsýn, að hér á landi muni
verða til einhvers konar dásamleg
bjórmenning, þar sem fólk sitji
saman á síðkvöldum á huggulegum
bjórkrám við heimspekilegar sam-
ræður. Þar verði siðan öl og vín
drukkið á hófsaman hátt og síðan
fari hver og einn glaður til síns
heima, þegar dagur verður að
kvöldi kominn. Kannski verður
þetta þannig, hvað veit ég. Hitt veit
ég, að fram á þennan dag hefur eng-
in þjóð getað stundað hóflega áfeng-
isdrykkju, það er örugglega eitt af
því erfiðasta sem til er. Ég vona svo
sannarlega, að íslendingar setji hér
enn eitt heimsmetið og verði fremst-
ir í flokki hófdrykkjumanna.
Mun bjórínn auka á
neysluna?
Þegar Alþingi samþykkti á síðasta
ári að heimila á nýjan leik sölu bjórs
hér á landi, þá áttu sér stað merkar
umræður um áfengismál og sýndist
sitt hveijum. Deilur stóðu fýrst og
fremst um það, hvort tilkoma bjórs-
ins myndi auka á áfengisnotkun í
landinu. Þá voru það ein meginrök
stuðningsmanna bjórsins, að það
væri óskynsamlegt að banna veik-
ustu áfengistegundina, en leyfa sölu
á öllum öðrum tegundum.
Tilraun í nokkur ár.
Forseti sameinaðs þings, frú
Guðrún Helgadóttir, hefur verið
dyggur stuðningsmaður bjórsins.
Hún hefur haldið því fram, að bjór-
inn muni ekki auka á áfengisnotkun
íslendinga. Fari það eftir, þá er það
vel, en reynsla annarra þjóða bendir
frekar til hins gagnstæða. Væri ekki
úr vegi að líta á næstu ár sem
reynslutíma og ef illa tekst til, þá
verði hægt að endurskoða málið á
nýjan leik.
Hvort vegur þyngra -
stundaigleðin
eða afleiðingamar?
íslendingar hafa á undanfömum
áratugum dmkkið minna áfengis-
magn en flestar aðrar þjóðir. Ein
skýring á því er efalaust sú, að hér
hefur ekki verið heimilt að selja
bjór. Þá er áfengi aðeins selt í sér-
stökum áfengisverslunum svo og í
veitingahúsum. Það er sem sagt
ekki eins auðvelt að nálgast áfengi
og aðrar vömr. Þá hefur áfengi verið
frekar dýrt hér á landi. Þrátt fyrir
þetta eiga íslendingar við gífurlegan
vanda að etja vegna áfengisnotkun-
ar. Ekki er ástæða til að rekja það
hér, því flestir þekkja þær hörmu-
legu afleiðingar sem misnotkun
áfengis hefur í för með sér.
Það verða síðustu orð þessa pist-
ils, að hvetja alla sem kjósa að nota
áfengi að umgangast það með allri
þeirri skynsemi sem guð hefur gefið
hverjum og einum. Sé ávallt reynt
að gæta fyllsta hófs, þá má koma í
veg fyrir mikið af þeirri ógæfu sem
allir vita að getur stafað af misnotk-
un áfengis og annarra vímuefna.
148 FAXI