Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1989, Page 36

Faxi - 01.04.1989, Page 36
Fréttir af Sjómannadegi 1989 Það var bjart yfir en nokkuð kalt, þegar hátíðarhöld fóru fram í Kefla- vík. Það var Svavar Óskarsson, vara- formaður Vélstjórafélags Suðumesja sem flutti hátíðarræðu og kom hann víða við. Velti hann því m.a. fyrir sér, að þrátt fyrir gjöfula vertíð, þá stæði útgerðin og fiskvinnslan höllum fæti. Orsakir þess væri m.'a. mikill fjár- magnskostnaður og sala kvóta og fiskiskipa. Ekki hefur fallið niður sú venja að heiðra eldri sjómenn og vom að þessu sinni eftirtaldir menn tilkallaðir: Magnús Bergmann skipstjóri frá Fuglavík í Miðneshreppi, Sigurður Hallmannsson, vélstjóri úr Garði og Ámi Gunnar Sveinsson, einnig úr GarSi. Að þessu sinni var fallið frá þeim sið að heiðra aflakónga, því með tilkomu kvótakerfisins gilda allt önn- Sjómenn heidraðir. Ámi Gunnar Sveinsson, Sigurdur Hallmannsson og Magnús Bergmann. ur lögmál við fiskveiðar en áður þekktust. Væri nú athugandi að heiðra þá í framtíðinni sem koma með hlutfallslega verðmætastan afla að landi. Veitt vom sérstök björgunarverð- laun og komu þau í hlut Odds Sæ- mundssonar og skipshafnar hans á Stafnesinu fyrir að bjarga Pétri Stein- þórssyni, er hann féll fyrir borð á Agústi Guðmundssyni GK í janúar s.l. Margt var til skemmtunar gert. Far- ið var í siglingu með bömin og for- eldra þeirra yngstu. Var m.a. siglt að hinnu nýju höfn í Helguvík. Var þessi sigling mikil upplifun fyrir mörg bömin. Mesta athygli vakti sýning björgunarsveitanna í Keflavík og Njarðvík. Með aðstoð þyrlu frá Land- helgisgæslunni var sýnd mannbjörg- un úr björgunarbát og úr sjó. Var unun að sjá hvemig þyrlan var notuð í þess- um tilgangi og komu upp í hugann frá- sagnir af ýmsum björgunarafrekum, bæði björgunarsveitamanna og áhafna þyrlunnar. Kappróðurinn var varla nema svipur að sjón, því aðeins kepptu nú tvær sveitir og liggja víst litlar æfingar að baki þeim róðri. Er samt alltaf gaman að fylgjast með þessum hefðbundu atriðum. Furðu margir lögðu leið sína á hátíðarsvæðið við Keflavíkurhöfn og sýnir það að sjómennskan á þrátt fyrir allt enn sín- ar rætur í hugum bæjarbúa. 152 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.