Faxi - 01.04.1989, Page 39
k
Sjöstjaman Kli 8
eftir að skip höfðu haldið sjó um
nóttina. Voru þá um sex vindstig og
sæmilegt skyggni. Var það trúlega
besta leitarveður er gefist hafði,
enda fór svo að leitin bar loks nokk-
urn árangur þann dag. Leituðu þá
vél af Keflavfkurflugvelli og gæslu-
flugvélin.
Öll var leitin þannig skipulögð, að
skipunum var raðað upp með fjög-
urra mílna millibili, síðan var haldið í
ákveðna stefnu og hélt allur flotinn
sama hraða. Þennan morgun var
röð skipanna f norður-suður, en
stefnan sjötfu gráður. Alls leituðu
sautján skip. Ný skip bættust inn í,
þegar önnur urðu að halda til lands.
Mánudaginn 19. febrúar, er kom-
ið var undir myrkur og TF-SVR átti
aðeins eldsneyti til fimmtán mín-
útna flugs á leitarsvæðinu, spurði
skipherra, Þorvaldur Axelsson
hvort einhver af áhöfninni hefði til-
lögur um leitarsvæði þessar síð-
ustu mínútur er eftir væru. Hann
hafði varla sleppt orðinu, er loft-
skeytamaður hrópaði að eitthvað
hvítt sæist á sjónum á bakborða.
Þetta var þá hvíta hurðin er þeir sáu
áður. Var nú reiknaður út rekhraði
hurðarinnar þá tvo daga, er liðnir
voru frá því hún sást fyrst. Var fjar-
lægð og rekstefna siðan heimfærð
við gúmíbátinn er sást sama dag,
en tapaðist aftur. Síðan var stefnan
tekin á þann stað, sem líklegur var
samkvæmt þessum útreikningum,
að gúmíþátinn væri að finna. Á milli
þessara staða voru 47 til 57 mílur.
(Hér greinir dagblöð á um fjarlægð-
ina). TF-SYR hafði aðeins flogið
tvisvar yfir staðinn, er áhöfnin kom
auga á gúmíbátinn á reki. Var þegar
kallað í Ægi og varpað út bauju með
radíósendi. Eldsneyti flugvélarinn-
ar var senn þrotið og stefnan tekin
til Reykjavíkur. Er þetta gerðist var
klukkan um 3.15 síðdegis. Rúmri
klukkustund síðar var Ægir kominn
að björgunarbátnum. Hafði bátur-
inn undist saman af veðri og sjó-
gangi. í honum var lik eins skip-
verja, Þórs Kjartanssonar, stýri-
manns. Var það bundið við bátinn.
Báturinn fannst um 87 sjómílur
suður af Stokksnesi. Togarinn Ögri
bauöst til að taka líkið og bátinn og
flytja til Reykjavíkur. En Ægir hélt
áfram leit ásamt átta enskum og ís-
lenskum skipum.
Daginn eftir, þriðjudaginn 20.
febrúar, gerði loks skaplegt veður
er stóð fram eftir degi. Virtist mesti
veörahamurinn liðinn hjá. Var það í
fyrsta sinn frá því að leit hófst. Voru
þá mörg leitarskip farin til lands,
enda orðin olíu- og matarlltil. Um
kvöldið hættu ensku skipin leit. Að
kvöldi næsta dags, 21. febrúar var
skipulagðri leit hætt og Ægir hélt á
ný til Vestmannaeyja.
105 skip tóku þátt í leitinni
Leit þessi var einhver hin um-
fangsmesta er gerð hafði verið að
islensku skipi fyrr og síðar. Leituðu
skipin eftir tíma og ástæðum, sum
lengur en önnur skemur. Leitar-
svæðið var líka afar víðáttumikið og
skilyrði einhver hin verstu er hugs-
ast geta á sjó. Við leitina kom í Ijós
hve mikil nauðsyn var á að stöðvar
á íslandi, í Færeyjum og Skotlandi
hefðu reglulegt og stöðugt sam-
band sín á milli. Var það nú tekið
upp í fyrsta sinn. Þrátt fyrir mikla
leit fannst fátt, er þenti til afdrifa
Sjöstjörnunnar og hinna tíu manna
er þar voru um borð. Var talið að
gúmibátunum tveimur, er áhöfnin
komst í, hafi fljótlega hvolft í veður-
hamnum. Við rannsóknir nokkrum
árum síðar á reki gúmíbáta, kom í
Ijós, að í tíu vindstigum og þaðan af
verra veðri, sviftist þakið f Ijótlega af
bátunum, en menn geta hæglega
drukknað í sjávardrifinu, sem þá
myndast. Um leið verða menn fyrir
svo mikilli kælingu að hún leiðir til
bana. Eftir þetta var gúmíbátum
breytt og þeir gerðir stööugri. Er
starfsmenn hjá skipaskoðunar-
stjóra höfðu skoöað annan björg-
unarbátinn af Sjöstjörnunni, kom í
Ijós að ekki var hægt að rekja gang
atburða út frá honum. Báturinn virt-
ist hafa opnast eðlilega við sjósetn-
ingu, en hann bar öll merki geysi-
legra átaka lofts og lagar og ekkert
var eftir af upphaflegum búnaði
hans. Á botni bátsins, er var tvö-
faldur, fannst sextíu til sjötíu senti-
metra löng rifa á báðum lögum.
Festi-stroffur innri og ytri hlífar að
framan voru rifnar af.
Eftir að leit var hætt, var embætti
borgarfógeta í Reykjavík, falið að
kanna gang sjóslyssins eftir því
sem gögn leyfðu. Annálshöfundur
hefur ekki séð niðurstöður úr þeim
réttarprófum, en hann hyggur að
Sjöstjarnan hafi slegið úr sér, sem
kallað er. Hefur það trúlega verið að
framan, i lúkarnum. Gerist það
stundum í miklum veðrum, þegar
tréskipum er siglt á móti veðri og sjó.
Losna þá þéttingar á milli planka i
byrðingi skipsins. Getur þetta gerst
mjög snögglega og leki orðið strax
nær óstöövandi. Vélbáturinn
Sleipnir fórst af svipuöum orsök-
um, vestur eða norðvestur af Fær-
eyjum árið 1961. (Sjá hér að fram-
an). Að visu var hann orðiö gamalt
skip, en Sjöstjarnan var smíðuö
1964 í Friðrikssundi í Danmörku,
og því aðeins níu ára. Báturinn var í
eigu Hraðfrystihússins Sjöstjörn-
unnar h.f. í Keflavík.
Tíu menn fórust
Með Sjöstjörnunni fórust tíu
menn, fjórir íslendingar og fimm
Færeyingar. Enginn þeirra var bú-
settur i Keflavík, en báturinn var
skrásettur hér, eins og fyrr segir.
Skipstjórinn, Engilbert Kolbeins-
son, og kona hans, Gréta Þórarins-
dóttir, bjuggu í Ytri-Njarðvík. Hún
var matsveinn í þessari ferð. Þau
létu eftir sig ársgamalt barn. Engil-
bert lét eftir sig þrjú börn frá fyrra
hjónabandi. Hann varfæddur 1938
og hafði verið með Sjöstjörnunni í
fjögur ár. Gréta var tuttugu og átta
ára gömul. Þau voru bæði ættuð af
Vatnsleysuströnd.
Aðrir skipsverjar voru:
3. Þór Kjartansson, stýrimaður.
Fæddur 1946. Bjó í Hafnarfirði.
Kvæntur. Lét eftir sig tvö börn.
4. Guðmundur J. Magnússon,
1. Vélstjóri. Fæddur 1932. Bjó í
Reykjavík. Kvæntur. Lét eftir sig sjö
börn.
Færeyingarnir voru frá Miðvogi:
5. Johan Frits Lögmannsbö, 2.
vélstjóri. Fæddur 1925. Kvæntur.
Lét eftir sig fimm börn.
6. Arnfinn Joensen, háseti.
Fæddur 1955.
7. Niels Jul Haraldsen, háseti.
Fæddur 1927. Kvæntur. Átti tvö
börn.
8. Hans Marius Ness, háseti.
Fæddur 1957.
9. Holberg Bernhardsen, há-
seti. Fæddur 1945.
Farþegi var:
10. Alexander Gjöveraa. Fæddur
1935. Bjó í Neskaupstað, en hafði
stundað vinnu í Færeyjum. Kvænt-
ur. Lét eftir sig tvö börn.
Minningarathöfn um islensku
skipverjana fór fram í Hafnar-
fjarðarkirkju 1. mars, en um Færey-
ingana 4. mars i Miðvogi. (Sbr. frétt
í færeyska blaðinu Dimmalætting 3.
mars).
Eftirmál
Mikil blaðaskrif urðu í Færeyjum
um Sjöstjörnuslysið. Meðal annars
i Dagblaðinu, málgagni Fólkaflokks-
ins. Strax 3. mars, daginn áður en
minningarathöfn um hina færeysku
skipverja var haldin, birti blaðið
grein á forsiðu, undir fyrirsögninni:
„Danska sjóverjan og leitingin eftir
teimum á Sjösternan". Er þar deilt á
máttleysi Dana við að gegna
skyldustörfum og að dönsk varð-
skip hafi seint og illa brugðist við
beiðni um hjálp. Birtir blaðið skýrslu
frá yfirvöldum um ferðir dönsku
varðskipanna við Færeyjar, einmitt
er slysið átti sér stað og leit hófst.
í athugasemd getur blaðiö þess að
málgagn sambandsmanna Dimmal-
ætting, hafi birt villandi upplýsingar
um málið, þegar blaðið skýrði frá
leitinni i frétt 13. febrúar. Segir
Dagblaðið að þá hafi Dimmalætting
verið fáort um varöskip hennar há-
tignar og ekki birt myndir af þeim
eins og við ýmis önnur tækifæri.
Aðra grein um leitina, enn harðorð-
ari, birti Dagblaðið á forsíðu 22.
mars, undirfyrirsögninni: „Teirleið-
andi lögdu árar inn og hildu week-
end frí“. Þar er því haldið fram að
dönsku varðskipin hafi legið i
helgarfríi í Þórshöfn, en ekki haldið
strax út og beiðni barst um hjálp. Er
tugir skipa leituðu mældu danskir
dátar götur Þórshafnar og kneyfuðu
Föroyabjór eða Tuborgaröl á veit-
ingastööum. Á sama tima hóf lítið
færeyskt strandgæsluskip leit, skip
sem var mun ófullkomnara en hin
dönsku. Trúlega hafa þessi ummæli
Dagblaðsins ekki verið út í bláinn,
því Dimmalætting kom engum vörn-
um við, en kaus að þegja um málið.
Enda erfiðir tímar fyrir fjölda fólks,
skömmu eftir að slysið varð. Ekki
barst ómurinn af þessum blaða-
fregnum til íslands. (slensk blöð
virðast ekki geta um þetta mál í
fréttum sínum.
(Alla daga er leit stóð yfir voru
birtar fréttir í dagblööum. Hér er
einkum stuðst við greinar í:
Tímanum 13. febr.: „Tveggja björg-
unarbáta meö 11 mönnum leltaö".
Mbl. 14. febr.: „Aftakaveöur um allt
land“.
Mbl. 15. febr.: „Ofvlörl hamlaöl lelt i
gœr“.
Suöurnesjatíölndum 16. febr.: „Enn
leltaö aö björgunarbátum Sjöstjörn-
unnar KE 8.“
Timanum 20. febr.: „Annar björgun-
arbáturlnn fundinn — eltt lík var um
borö.“
Mbl. 20. febr.: „Eltt lík i öörum bátn-
um“.
Þjóöviljanum 21. febr.: „Leitinni
haldlö áfram aö áhöfn Sjöstjörnunn-
ar“.
Timanum 23. febr.: „Öll von úti, leit
hœtt".
Mbl. 24. febr.: „13 fslendlngar hafa
farist**.
Mbl. 27. febr.: „Rannsókn lokið á
gúmíbátnum.“
Mbl. 1,—2. mars: Myndir og minn-
Ingargreinar um skipverja.
Aukþess margar greinar i fœreysk-
um blööum, sem annálshöfundur
athugaði á Landsbokasafninu í Þórs-
höfn, sumariö 1981.
ftarlega er fjallaö um leitina í II.
blndl ævlsögu Guömundar Kœrnest-
eds, eftir Sveln Sæmundsson. Bls.
45—48, 97—100. útg. í Rvík 1985).
Framhald í næsta blaði
FAXI 155