Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1990, Side 11

Faxi - 01.09.1990, Side 11
það að leggja áherslu á það, að hver og einn, sem jörðina byggir er annars granni og engar vega- lengdir eru svo miklar, að þær geti aðskilið einn (rá öðrum, svo að hvorugan varði um hinn, Jörðin er eins og einn stór útfærður Rot- ary-klúbbur, þar sem fulltrúar starfsgreina hittast, já, fulltrúar lífsins og |)eirrar vonar um fram- tíð, sem tengist frásögn sköpunar í Biblíunni og leiðir okkur til fund- ar við gjafara allra hluta, Guð sjálf- an. Eg sótti fyrir nokkrum árum þing Alkirkjuráðsins í E1 Escorial á Spáni, þar sem rætt var um.hvað einn gæti miðlað öðrum. Þar var fólk frá þessum hluta heims, sem við í ofurlæti köllum hinn fyrsta heim, en |)eir voru líka áberandi. sem voru fulltrúar hins þriðja heims, þar sem fátækt og hörm- ungar setja sinn svip á allt, rétt eins og velmegun og möguleikar krýna tilveru okkar. Margt var sagt á þessu þingi eins og gefur að skilja og ekki léttust töskur, þegar búið var aö koma pappírsflóðinu fyrir. Flest hefur nú safnast í glat- kistu heilans og pappír týnst, þeg- ar hrúgurnar urðu svo miklar, að ekki var komist hjá því að taka til. En eitt mun ekki hverfa úr minni, svo lengi sem nokkur hugsun var- ir og augnablikið hrekur ekki allt liðið á brott. En þessi svipmynd þingsins er svo sterk. Bæði vegna konunnar, sem mælti, tignarleg en meö svip, sem gaf glögglega til kynna, að hún hafði meira séð og meir þurft að sætta sig viö, en mér heföi þótt eðlilegt að leggja á nokkra mann- eskju. Og hún talaði beint til okk- ar, fulltrúa ríku þjónanna á vestur- löndum. Hún þakkaði okkur gjafir okkar, þær hefðu komið sér vel, og færri hefðu orðið ofurseldir hungurvofunni vegna þeirra. Enn betra væri það þó, sem frá okkur kæmi og hjálpaði |)eim til að byggja á sínu og verða sjálfbjarga, svo bónbjargir vegna hungurs- neyðar yrðu ekki sjálfsagðar. En svo bætti hún við: „En við höfum líka nokkuð, sem við vilj- um gefa ykkur. Og það sem við gefum ykkur, er ekki síður nauð- synlegt en gjafir ykkar, sem við þiggjum á erfiðum stundum." Og hún horfði svo ákveðið fram til okkar, að mér fannst hún vera að tala beint til mín, beint inn í hjarta mitt. Og hún hélt áfram. „I stað- inn fyrir gjafir ykkar velþegnar, viljum viö deila með ykkur þján- ingum okkar." Og okkur setti hljóð. Hvað var konan að fara. í stað gjafa okkar, sem fylltu flug- vélar og stóra vöruflutningabíla, ætlaði hún að veita okkur hlut- deild í þjáningu sinni og þjóðar MINNING Sigurður P. Guðmundsson Fæddur 13. mars 1918 Dáinn 30. júlí 1990 Yndislega ætlarjörd, ástarkveöju heyr þú mína, þakkarlilukkva kveöjugjörö, kveö éti Uf þill, móöir jörd. Múöir bœöi mild og hörö, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörö, ástarkveöju heyr þá mtna. Mér kom í hug þetta fagra ljóð Sigurðar Jónssonar frá Arnar- vatni, þegar ég settist niður til aö minnast föður míns, Sigurðar P. Guðmundssonar frá Stóra- Nýjabæ í Krísuvík, en hann varð bráðkvaddur við heimili sitt 30. júlí sl., 72 ára að aldri. „Mikið ætlar þetta að verða yndislegur dagur," var með því síðasta sem hann sagði. Sannar- lega hefur þetta sumar boðið upp á marga yndislega daga. Náttúran hefur skartað sínu feg- ursta. Og fyrir náttúrubarn, eins og faðir minn sannarlega var, vekja sólríkir sumardagar sanna ástartilfinningu í hiarta. Hann tók alla tíð daginn snemma, var kominn á fætur klukkan fimm á hverjum morgni, því hann naut þess að sjá dýrð náttúrunnar, þegar sólin var að koma upp yfir sjóndeildarhringinn. Hann var fæddur 13. mars 1918 að Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, sextándi í röð átján barna for- eldra sinna, Guðmundar Jóns- sonar og Kristínar Bjarnadóttur. Eitt barnið, drengur, fæddist andvana en hin 17 komust til manns. Af þessum sautján eru nú aðeins fjórar systur á lífi. Eins og gefur að skilja, hefur verið góöur „skóli" á Nýjabæ. Börnin lærðu fljótt að vinna þar sem þau yngri hafa lært af hinum eldri. Faðir minn bjó að þeirri reynslu, því hann kunni vel til verka og var mjög laginn í hönd- unum bæði við smíðar og ann- að. Einn stór þáttur í lífi föður iníns voru skepnurnar. Hann átti kindur í mörg ár og hugsaði um þær af mikilli alúð. Það var hon- um kappsmál að þeim liði sem allra best. Einnig átti hann alla tíð hesta. Hann naut þess mikið þegar hann minntist gamla Rauðs, „þetta var svo mikill stólpagæðingur." Oft hefur verið glatt á hjalla í Nýjabæ, mikið sungið og mikið hlegið. Kristín amma hafði næmt eyra og kunni ógrynni af lögum og ljóðum og miðlaði því til barnanna. Faðir minn hefur erft þetta frá móður sinni, því hann unni fagurri tónlist, hafði fagra tenórrödd og söng lengi i kirkjukórnum. Hann var mikill gleðimaður og tilbúinn að taka lagið við ýmis tækifæri. Leiðir föður míns og móður lágu saman er hún var ráðskona við mótorbátinn Frosta og hann landmaður. Móðir mín heitir Est- her Finnbogadóttir og er frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, dóttir hjónanna Finnboga Guð- mundssonar og Þorkelínu Jóns- dóttur. Móðir mín hafði eignast einn son áður en hún kynntist föður mínum. Hann heitir Gylfi Arnar Pálsson, fæddur 3. nóv- ember 1939. Faðir minn og Gylfi urðu fljótt mestu mátar og reyndist Gylfi föður mínum betri en besti sonur. Honum verður aldrei fullþökkuð öll sú mikla umhyggja sem hann sýndi föður mínum alla tíð. Ég, Guðmundur Kristinn, er fæddur 2. nóvember 1948. Eiginkona mín heitir Gróa Hreinsdóttir og eigum við sam- an þrjá drengi: Sigurður Halldór er elstur, fæddur 15. mars 1978; Guðmundur Oskar er fæddur 2. mars 1987 og Hreinn Gunnar er fæddur 6. júlí 1988. Faðir minn elskaði litlu drengina sína og naut þess innilega að fylgjast með þroska þeirra og framför- um. Sú ást var gagnkvæm, því oft var skriðið upp í fangið á afa og hjúfrað að brjóstinu. En nú skilja leiðir. Afi er farinn í ferða- lag. Alltaf þegar sólin skein og veðrið var gott, kom ferðahug- urinn upp í föður mínum. Hann var ávallt reiðubúinn að skreppa, þó ekki væri langt far- ið. „Öll tilbreyting gerir manni gott,“ var hann vanur að segja. Ög hann var sannarlega tilbú- inn, þegar kallið kom, á þessum yndislega degi — reglulegum ferðadegi. Hann var sáttur við Guð og menn. Hann heilsaði hverjum degi með bros á vör og kvaddi í hinsta sinn með bros á vör. Ég þakka Guði fyrir föður minn og föður mínum flyt ég ást- arkveðju frá minni fjölskyldu. Að endingu tökum við undir bænina sem felst í seinna erindi ljóðs Sigurður Jónssonar: Faöir lifsins, faöir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faöir lífsins, Drottinn minn, lijálpi mér í himinn þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faöir lífsins, faöir minn, fel ég þér minn anda’ i hendur. Guðmundur Kr. Sigurðsson. FAXI 175

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.